Ólíklegt að það takist að taka á móti öllum þeim 85 kvótaflóttamönnum sem áttu að koma til landsins á þessu ári Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2020 22:46 Mynd frá móttöku kvótaflóttafólks sem kom hingað til lands í fyrra. Stjórnarráðið Íslensk stjórnvöld hyggjast taka á móti hundrað kvótaflóttamönnum á næsta ári. Það eru öllu fleiri en komið hafa hingað til lands með þeim hætti undanfarin ár. Vegna þeirra tafa og þeirra óvissuþátta sem upp hafa komið vegna heimsfaraldurs covid-19 þykir þó ólíklegt að sá hópur sem til stóð að taka á móti á þessu ári nái koma til landsins fyrir áramót. Ráðgert var að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum í ár. Líkt og áður segir þykir ólíklegt að það takist en mikið kapp mun þó vera lagt á að það gerist sem fyrst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. Árið 2018 tóku íslensk stjórnvöld á móti 52 kvótaflóttamönnum og í fyrra var tekið á móti 74. Andrés spurði meðal annars hvar vinna hafi staðið við móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þegar stofnunin stöðvaði flutning flóttafólks tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt svari ráðherra höfðu stjórnvöld móttekið skýrslur sem byggjast á frásögnum einstaklinga og upplýsingum um stöðuna í því landi sem þeir hafi neyðst til að flýja frá, en það er á grundvelli slíkra skýrslna sem Flóttamannastofnun SÞ óskar eftir því við íslenskstjórnvöld taki á móti ákveðnum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Vinna við yfirferð skýrslnanna hélt áfram þrátt fyrir heimsfaraldurinn og þeirri vinnu sé lokið af hálfu Útlendingastofnunar og ríkislögreglustjóra. Aftur á móti hafi ekki verið mögulegt að taka viðtöl við fólkið, líkt og ferlið gerir ráð fyrir, enn sem komið er. Endurskoða hefur þurft allt verklag við móttöku flóttafólks vegna covid-19 að því er segir í svari ráðherra. Félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem muni taka mið af breyttum aðstæðum. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hyggjast taka á móti hundrað kvótaflóttamönnum á næsta ári. Það eru öllu fleiri en komið hafa hingað til lands með þeim hætti undanfarin ár. Vegna þeirra tafa og þeirra óvissuþátta sem upp hafa komið vegna heimsfaraldurs covid-19 þykir þó ólíklegt að sá hópur sem til stóð að taka á móti á þessu ári nái koma til landsins fyrir áramót. Ráðgert var að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum í ár. Líkt og áður segir þykir ólíklegt að það takist en mikið kapp mun þó vera lagt á að það gerist sem fyrst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. Árið 2018 tóku íslensk stjórnvöld á móti 52 kvótaflóttamönnum og í fyrra var tekið á móti 74. Andrés spurði meðal annars hvar vinna hafi staðið við móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þegar stofnunin stöðvaði flutning flóttafólks tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt svari ráðherra höfðu stjórnvöld móttekið skýrslur sem byggjast á frásögnum einstaklinga og upplýsingum um stöðuna í því landi sem þeir hafi neyðst til að flýja frá, en það er á grundvelli slíkra skýrslna sem Flóttamannastofnun SÞ óskar eftir því við íslenskstjórnvöld taki á móti ákveðnum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Vinna við yfirferð skýrslnanna hélt áfram þrátt fyrir heimsfaraldurinn og þeirri vinnu sé lokið af hálfu Útlendingastofnunar og ríkislögreglustjóra. Aftur á móti hafi ekki verið mögulegt að taka viðtöl við fólkið, líkt og ferlið gerir ráð fyrir, enn sem komið er. Endurskoða hefur þurft allt verklag við móttöku flóttafólks vegna covid-19 að því er segir í svari ráðherra. Félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem muni taka mið af breyttum aðstæðum.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent