Dagskráin: Pepsi Max og Dominos deildir karla, Messi, dregið í Meistaradeildinni og fær Rúnar tækifæri? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 06:45 KR urðu Íslandsmeistarar árið 2019 en engin úrslitakeppni var á síðustu leiktíð. Maðurinn sem lyftir titlinum verður þó ekki með KR-ingum í vetur en hann leikur nú með Val í Dominos deild karla. Vísir Að venju er nóg um að vera í besta sætinu í dag. Við sýnum beint frá því er dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, leikir í Pepsi Max sem og Dominos deildum karla, Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal heimsækja Anfield í enska deildarbikarnum. Þá sýnum við einnig Dominos Körfuboltakvöld kvenna sem og tvo leiki úr spænsku deildinni. Einnig er nóg um að vera á golfstöðinni. Ekki nema sjö leikir og þrjú golfmót í beinni útsendingu í dag Klukkan 15:00 hefst útsending frá drættinum í Meistaradeild Evrópu. Tvö Íslendingalið eru í pottinum en landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson leikur með Olympiacos í Grikklandi. Mikael Neville Anderson er svo á mála hjá ríkjandi Danmerkur meisturum í Midtjylland. Þau ásamt öllum helstu stórliðum Evrópu verða dregin í riðla í dag. Liðunum er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og lið frá sama landi geta ekki dregist saman í riðil. Klukkan 17:45 færum við okku ryfir í íslenska boltann og sýnum leik Breiðabliks og KA í Pepsi Max deild karla í beinni útsendingu. KA hefur náð vopnum sínum og leikið vel undanfarið en Blikar vilja næla í öll þrjú stigin þar sem liðið stefnir á Evrópusæti. Að honum loknum eða klukkan 20:00 er komið að leik Stjörnunnar og FH. Gestirnir unnu leik liðanna í Mjólkurbikarnum nýverið en skömmu áður hafði Stjarnan stolið þremur stigum gegn FH á síðustu sekúndum leiksins. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í kvöld. Klukkan 22:10 er svo komið að Dominos Körfuboltakvöldi kvenna. Stöð 2 Sport 2 Arsenal heimsækir Englandsmeistara Liverpool heim í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Liverpool vann leik liðanna í deildinni á dögunum 3-1 og það er ljóst að Arsenal á erfitt verkefni fyrir höndum. Rúnar Alex Rúnarsson gæti byrjað sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 en útsending tíu mínútur fyrr. Stöð 2 Sport 3 Dominos deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld með tveimur leikjum. Nýliðar Hattar fá Grindavík í heimsókn á Egilsstaði. Útsending hefst klukkan 18:20. Íslandsmeistarar KR fá Njarðvík í heimsókn í DHL-höllina í Vesturbæ Reykjavíkur í síðari leiknum en útsending hefst klukkan 20:10. Stöð 2 Sport 4 Fyrir þá sem fá ekki nóg af fótbolta þá sýnum við einnig tvo leiki beint úr spænska boltanum. Sevilla tekur á móti Levante í fyrri leik dagsins og hefst útsending klukkan 16:50. Fýlupúkinn Lionel Messi og samherjar hans í Barcelona mæta svo Celta Vigo í síðari leik dagsins sem hefst klukkan 19:20. Golfstöðin Frá klukkan 10:30 til 16:25 sýnum við beint frá Opna skoska sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 17:00 hefst útsending af Shoprite Classic-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Klukkan 20:00 er svo Sanders Farm-meistaramótið á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag. Hér má sjá allar beinar útsendingar sem framundan eru. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Sjá meira
Að venju er nóg um að vera í besta sætinu í dag. Við sýnum beint frá því er dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, leikir í Pepsi Max sem og Dominos deildum karla, Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal heimsækja Anfield í enska deildarbikarnum. Þá sýnum við einnig Dominos Körfuboltakvöld kvenna sem og tvo leiki úr spænsku deildinni. Einnig er nóg um að vera á golfstöðinni. Ekki nema sjö leikir og þrjú golfmót í beinni útsendingu í dag Klukkan 15:00 hefst útsending frá drættinum í Meistaradeild Evrópu. Tvö Íslendingalið eru í pottinum en landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson leikur með Olympiacos í Grikklandi. Mikael Neville Anderson er svo á mála hjá ríkjandi Danmerkur meisturum í Midtjylland. Þau ásamt öllum helstu stórliðum Evrópu verða dregin í riðla í dag. Liðunum er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og lið frá sama landi geta ekki dregist saman í riðil. Klukkan 17:45 færum við okku ryfir í íslenska boltann og sýnum leik Breiðabliks og KA í Pepsi Max deild karla í beinni útsendingu. KA hefur náð vopnum sínum og leikið vel undanfarið en Blikar vilja næla í öll þrjú stigin þar sem liðið stefnir á Evrópusæti. Að honum loknum eða klukkan 20:00 er komið að leik Stjörnunnar og FH. Gestirnir unnu leik liðanna í Mjólkurbikarnum nýverið en skömmu áður hafði Stjarnan stolið þremur stigum gegn FH á síðustu sekúndum leiksins. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í kvöld. Klukkan 22:10 er svo komið að Dominos Körfuboltakvöldi kvenna. Stöð 2 Sport 2 Arsenal heimsækir Englandsmeistara Liverpool heim í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Liverpool vann leik liðanna í deildinni á dögunum 3-1 og það er ljóst að Arsenal á erfitt verkefni fyrir höndum. Rúnar Alex Rúnarsson gæti byrjað sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 en útsending tíu mínútur fyrr. Stöð 2 Sport 3 Dominos deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld með tveimur leikjum. Nýliðar Hattar fá Grindavík í heimsókn á Egilsstaði. Útsending hefst klukkan 18:20. Íslandsmeistarar KR fá Njarðvík í heimsókn í DHL-höllina í Vesturbæ Reykjavíkur í síðari leiknum en útsending hefst klukkan 20:10. Stöð 2 Sport 4 Fyrir þá sem fá ekki nóg af fótbolta þá sýnum við einnig tvo leiki beint úr spænska boltanum. Sevilla tekur á móti Levante í fyrri leik dagsins og hefst útsending klukkan 16:50. Fýlupúkinn Lionel Messi og samherjar hans í Barcelona mæta svo Celta Vigo í síðari leik dagsins sem hefst klukkan 19:20. Golfstöðin Frá klukkan 10:30 til 16:25 sýnum við beint frá Opna skoska sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 17:00 hefst útsending af Shoprite Classic-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Klukkan 20:00 er svo Sanders Farm-meistaramótið á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag. Hér má sjá allar beinar útsendingar sem framundan eru.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Sjá meira