Erlent

Bjóðast til að miðla málum í deilum Asera og Armena

Atli Ísleifsson skrifar
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, hefur talað við fulltrúa ríkisstjórna beggja ríkja og boðist til að koma á samtali um frið.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, hefur talað við fulltrúa ríkisstjórna beggja ríkja og boðist til að koma á samtali um frið. EPA

Rússar hafa boðist til að miðla málum í mögulegum friðarviðræðum Armena og Asera um héraðið Nagorno-Karabakh. Hörð átök hafa geisað þar síðustu daga og liggja tugir eða hundruð í valnum.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, hefur talað við fulltrúa ríkisstjórna beggja ríkja og boðist til að koma á samtali um frið.

Héraðið sem um ræðir er formlega undir stjórn Aserbaídsjans en Armenar eru þar í miklum meirihluta og stjórna því í raun.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti ræddi átökin einnig við Emmanuel Macron Frakklandsforseta í gegnum síma og voru báðir á því að lýsa ætti samstundis yfir vopnahléi.

Ekki er víst hvort Aserar taki vel í tilboð Rússa, en Rússar hafa verið sagðir styðja við bakið á Armenum í deilunni á meðan Aserar njóti stuðnings Tyrkja.

Þá hafa átökin einnig magnað deilur innan NATO á milli Tyrkja og Frakka, en í Frakklandi býr fjöldi fólks sem er af armensku bergi brotinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×