Borgarhlutverk Akureyrar Hilda Jana Gísladóttir skrifar 1. október 2020 15:01 Akureyri á að vera hin borgin á Íslandi. Ég er sannfærð um að ef okkur tekst að skilgreina hlutverk bæjarins á þeim forsendum þá verði það öllum íbúum Norðausturlands, sem og öllum Íslendingum, til hagsbóta. Til þess að svo megi verða þá þarf að fara í markvissa og faglega stefnumótun um þetta verkefni í góðu samstarfi sveitarfélaga, landshlutasamtaka og ríkisvaldsins. Því er ákaflega ánægjulegt að segja frá því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið í samvinnu við Akureyrarbæ og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) að skipa verkaefnahóp um skilgreiningu á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar. Hópurinn hefur það hlutverk að meta hvernig hægt er að haga samstarfi ríkis og sveitarfélaga um þau áhersluatriði sem koma fram annas vegar í byggðaáætlun um sjálfbæra þróun byggða um land allt þar sem skilgreindir verði meginkjarnar í hverjum landshluta og hins vegar sóknaráætlunar Norðurlands eystra um borgarhlutverk Akureyrar. Mikilvægt er að draga saman þær áskoranir sem Akureyrarbær sem stærsti þéttbýlisstaður utan höfuðborgarsvæðisins stendur frammi fyrir, afla upplýsinga sem skipta máli í því samhengi, og leiða saman lykilaðila til að ræða mögulega stefnumótun og aðgerðir til lengri og skemmri tíma. Undirrituð mun taka sæti í verkefnahópnum, ásamt bæjarstjórum Akureyrar, Norðurþings, Fjallabyggðar og fulltrúa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Með hópnum munu einnig starfa sérfræðingar frá ráðuneytinu, SSNE, Byggðastofnun, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri og öðrum aðilum eftir atvikum. Sérstaklega mikilvægt er að Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur nú þegar fengið fjármagn í gegnum áhersluverkefni Sóknaráætlunar til þess að starfa með hópnum, enda tel ég ákaflega mikilvægt að leggja áherslu á rannsóknir sem og markvissa rýni á vel heppnuðum byggðaaðgerðum í öðrum löndum. Sem dæmi tel ég að við gætum horft sérstaklega til Oulu í Finnlandi eða Tromsö í Noregi. Í Tromsö er öflugt háskólasamfélag, sjúkrahús og höfuðstöðvar Norðurskautsráðsins. Þar að auki er þar öflug miðstöð rannsókna- og nýsköpunar. Tromsö er í raun mikilvæg miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, verslunar, menningar og menntunar í Norður Noregi. Ég hlakka til að bretta upp ermar og leggja mitt af mörkum í þessari vinnu, en stefnt er að því að verkefnahópurinn skili niðurstöðum sínum fyrir júlí á næsta ári. Höfundur er formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Hilda Jana Gísladóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Akureyri á að vera hin borgin á Íslandi. Ég er sannfærð um að ef okkur tekst að skilgreina hlutverk bæjarins á þeim forsendum þá verði það öllum íbúum Norðausturlands, sem og öllum Íslendingum, til hagsbóta. Til þess að svo megi verða þá þarf að fara í markvissa og faglega stefnumótun um þetta verkefni í góðu samstarfi sveitarfélaga, landshlutasamtaka og ríkisvaldsins. Því er ákaflega ánægjulegt að segja frá því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið í samvinnu við Akureyrarbæ og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) að skipa verkaefnahóp um skilgreiningu á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar. Hópurinn hefur það hlutverk að meta hvernig hægt er að haga samstarfi ríkis og sveitarfélaga um þau áhersluatriði sem koma fram annas vegar í byggðaáætlun um sjálfbæra þróun byggða um land allt þar sem skilgreindir verði meginkjarnar í hverjum landshluta og hins vegar sóknaráætlunar Norðurlands eystra um borgarhlutverk Akureyrar. Mikilvægt er að draga saman þær áskoranir sem Akureyrarbær sem stærsti þéttbýlisstaður utan höfuðborgarsvæðisins stendur frammi fyrir, afla upplýsinga sem skipta máli í því samhengi, og leiða saman lykilaðila til að ræða mögulega stefnumótun og aðgerðir til lengri og skemmri tíma. Undirrituð mun taka sæti í verkefnahópnum, ásamt bæjarstjórum Akureyrar, Norðurþings, Fjallabyggðar og fulltrúa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Með hópnum munu einnig starfa sérfræðingar frá ráðuneytinu, SSNE, Byggðastofnun, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri og öðrum aðilum eftir atvikum. Sérstaklega mikilvægt er að Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur nú þegar fengið fjármagn í gegnum áhersluverkefni Sóknaráætlunar til þess að starfa með hópnum, enda tel ég ákaflega mikilvægt að leggja áherslu á rannsóknir sem og markvissa rýni á vel heppnuðum byggðaaðgerðum í öðrum löndum. Sem dæmi tel ég að við gætum horft sérstaklega til Oulu í Finnlandi eða Tromsö í Noregi. Í Tromsö er öflugt háskólasamfélag, sjúkrahús og höfuðstöðvar Norðurskautsráðsins. Þar að auki er þar öflug miðstöð rannsókna- og nýsköpunar. Tromsö er í raun mikilvæg miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, verslunar, menningar og menntunar í Norður Noregi. Ég hlakka til að bretta upp ermar og leggja mitt af mörkum í þessari vinnu, en stefnt er að því að verkefnahópurinn skili niðurstöðum sínum fyrir júlí á næsta ári. Höfundur er formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun