Borgarhlutverk Akureyrar Hilda Jana Gísladóttir skrifar 1. október 2020 15:01 Akureyri á að vera hin borgin á Íslandi. Ég er sannfærð um að ef okkur tekst að skilgreina hlutverk bæjarins á þeim forsendum þá verði það öllum íbúum Norðausturlands, sem og öllum Íslendingum, til hagsbóta. Til þess að svo megi verða þá þarf að fara í markvissa og faglega stefnumótun um þetta verkefni í góðu samstarfi sveitarfélaga, landshlutasamtaka og ríkisvaldsins. Því er ákaflega ánægjulegt að segja frá því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið í samvinnu við Akureyrarbæ og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) að skipa verkaefnahóp um skilgreiningu á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar. Hópurinn hefur það hlutverk að meta hvernig hægt er að haga samstarfi ríkis og sveitarfélaga um þau áhersluatriði sem koma fram annas vegar í byggðaáætlun um sjálfbæra þróun byggða um land allt þar sem skilgreindir verði meginkjarnar í hverjum landshluta og hins vegar sóknaráætlunar Norðurlands eystra um borgarhlutverk Akureyrar. Mikilvægt er að draga saman þær áskoranir sem Akureyrarbær sem stærsti þéttbýlisstaður utan höfuðborgarsvæðisins stendur frammi fyrir, afla upplýsinga sem skipta máli í því samhengi, og leiða saman lykilaðila til að ræða mögulega stefnumótun og aðgerðir til lengri og skemmri tíma. Undirrituð mun taka sæti í verkefnahópnum, ásamt bæjarstjórum Akureyrar, Norðurþings, Fjallabyggðar og fulltrúa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Með hópnum munu einnig starfa sérfræðingar frá ráðuneytinu, SSNE, Byggðastofnun, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri og öðrum aðilum eftir atvikum. Sérstaklega mikilvægt er að Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur nú þegar fengið fjármagn í gegnum áhersluverkefni Sóknaráætlunar til þess að starfa með hópnum, enda tel ég ákaflega mikilvægt að leggja áherslu á rannsóknir sem og markvissa rýni á vel heppnuðum byggðaaðgerðum í öðrum löndum. Sem dæmi tel ég að við gætum horft sérstaklega til Oulu í Finnlandi eða Tromsö í Noregi. Í Tromsö er öflugt háskólasamfélag, sjúkrahús og höfuðstöðvar Norðurskautsráðsins. Þar að auki er þar öflug miðstöð rannsókna- og nýsköpunar. Tromsö er í raun mikilvæg miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, verslunar, menningar og menntunar í Norður Noregi. Ég hlakka til að bretta upp ermar og leggja mitt af mörkum í þessari vinnu, en stefnt er að því að verkefnahópurinn skili niðurstöðum sínum fyrir júlí á næsta ári. Höfundur er formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Hilda Jana Gísladóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Akureyri á að vera hin borgin á Íslandi. Ég er sannfærð um að ef okkur tekst að skilgreina hlutverk bæjarins á þeim forsendum þá verði það öllum íbúum Norðausturlands, sem og öllum Íslendingum, til hagsbóta. Til þess að svo megi verða þá þarf að fara í markvissa og faglega stefnumótun um þetta verkefni í góðu samstarfi sveitarfélaga, landshlutasamtaka og ríkisvaldsins. Því er ákaflega ánægjulegt að segja frá því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið í samvinnu við Akureyrarbæ og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) að skipa verkaefnahóp um skilgreiningu á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar. Hópurinn hefur það hlutverk að meta hvernig hægt er að haga samstarfi ríkis og sveitarfélaga um þau áhersluatriði sem koma fram annas vegar í byggðaáætlun um sjálfbæra þróun byggða um land allt þar sem skilgreindir verði meginkjarnar í hverjum landshluta og hins vegar sóknaráætlunar Norðurlands eystra um borgarhlutverk Akureyrar. Mikilvægt er að draga saman þær áskoranir sem Akureyrarbær sem stærsti þéttbýlisstaður utan höfuðborgarsvæðisins stendur frammi fyrir, afla upplýsinga sem skipta máli í því samhengi, og leiða saman lykilaðila til að ræða mögulega stefnumótun og aðgerðir til lengri og skemmri tíma. Undirrituð mun taka sæti í verkefnahópnum, ásamt bæjarstjórum Akureyrar, Norðurþings, Fjallabyggðar og fulltrúa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Með hópnum munu einnig starfa sérfræðingar frá ráðuneytinu, SSNE, Byggðastofnun, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri og öðrum aðilum eftir atvikum. Sérstaklega mikilvægt er að Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur nú þegar fengið fjármagn í gegnum áhersluverkefni Sóknaráætlunar til þess að starfa með hópnum, enda tel ég ákaflega mikilvægt að leggja áherslu á rannsóknir sem og markvissa rýni á vel heppnuðum byggðaaðgerðum í öðrum löndum. Sem dæmi tel ég að við gætum horft sérstaklega til Oulu í Finnlandi eða Tromsö í Noregi. Í Tromsö er öflugt háskólasamfélag, sjúkrahús og höfuðstöðvar Norðurskautsráðsins. Þar að auki er þar öflug miðstöð rannsókna- og nýsköpunar. Tromsö er í raun mikilvæg miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, verslunar, menningar og menntunar í Norður Noregi. Ég hlakka til að bretta upp ermar og leggja mitt af mörkum í þessari vinnu, en stefnt er að því að verkefnahópurinn skili niðurstöðum sínum fyrir júlí á næsta ári. Höfundur er formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun