Breytt lið og annar stórsigur ekki í spilunum Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2020 11:30 Agla María Albertsdóttir, Elín Metta Jensen og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir verða væntanlega í eldlínunni á morgun. VÍSIR/DANÍEL „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. Valur og Breiðablik mætast á Hlíðarenda kl. 17 á morgun og ljóst er að sigurliðið verður með pálmann í höndunum í baráttunni um titilinn. Breiðablik vann ríkjandi meistara Vals 4-0, eftir markalausan fyrri hálfleik, þegar liðin mættust í Kópavogi 21. júlí. Slíkur stórsigur er ekki í kortunum að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna: Sveindís breytti leiknum rosalega „Mér fannst þessi fyrri leikur liðanna ekki endilega bera þess merki úti á velli að 4-0 hefðu verið úrslitin. Þetta var „stál í stál“ þangað til að Sveindís [Jane Jónsdóttir] ákveður að koma Blikum yfir og þá breytist leikurinn rosalega. Ég held að við sjáum ekki svona stórar tölur aftur,“ segir Mist og bætir við: Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í blábyrjun seinni hálfleiks þegar Breiðablik vann Val 4-0 í júlí.VÍSIR/DANÍEL „Þetta verður algjör hörkuleikur og það má ekkert út af bregða. Við höfum bara séð það í viðureignum þessara liða undanfarin ár. Við erum að fá vafaatriði í dómgæslu og annað. Það getur allt gerst og það verður eitthvað pínulítið sem mun skera á milli.“ Mist komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið Margrét Lára Viðarsdóttir benti á þær breytingar sem orðið hafa á liðunum frá fyrri leiknum: „Þetta eru svolítið breytt lið sem er í raun hálfótrúlegt að segja. Blikarnir hafa vissulega misst Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur] og Áslaug Munda [Gunnlaugsdóttir] hefur lítið verið með. Mist [Edvardsdóttir] hefur komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið, Dóra María [Lárusdóttir] spilaði skemmtilegt hlutverk í síðasta leik en var lítið í leiknum við Blika, og Elísa [Viðarsdóttir] var þá í banni. Liðin eru því svolítið breytt,“ sagði Margrét, og bætti við að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefði stimplað sig mun betur inn í lið Breiðabliks núna. Þá er landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir komin inn í lið Vals. „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum og maður veit ekki alveg hverju maður á von á. Eru þjálfararnir með einhver spil uppi í erminni sem þeir hafa haldið að sér heillengi, eða hvað erum við að fara að fá?“ spurði Mist en það kemur í ljós í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsendingin hefst kl. 16.40. Klippa: Pepsi Max mörkin - Öðruvísi toppslagur Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum,“ segir Mist Rúnarsdóttir um Breiðablik og Val sem mætast í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. Valur og Breiðablik mætast á Hlíðarenda kl. 17 á morgun og ljóst er að sigurliðið verður með pálmann í höndunum í baráttunni um titilinn. Breiðablik vann ríkjandi meistara Vals 4-0, eftir markalausan fyrri hálfleik, þegar liðin mættust í Kópavogi 21. júlí. Slíkur stórsigur er ekki í kortunum að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna: Sveindís breytti leiknum rosalega „Mér fannst þessi fyrri leikur liðanna ekki endilega bera þess merki úti á velli að 4-0 hefðu verið úrslitin. Þetta var „stál í stál“ þangað til að Sveindís [Jane Jónsdóttir] ákveður að koma Blikum yfir og þá breytist leikurinn rosalega. Ég held að við sjáum ekki svona stórar tölur aftur,“ segir Mist og bætir við: Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í blábyrjun seinni hálfleiks þegar Breiðablik vann Val 4-0 í júlí.VÍSIR/DANÍEL „Þetta verður algjör hörkuleikur og það má ekkert út af bregða. Við höfum bara séð það í viðureignum þessara liða undanfarin ár. Við erum að fá vafaatriði í dómgæslu og annað. Það getur allt gerst og það verður eitthvað pínulítið sem mun skera á milli.“ Mist komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið Margrét Lára Viðarsdóttir benti á þær breytingar sem orðið hafa á liðunum frá fyrri leiknum: „Þetta eru svolítið breytt lið sem er í raun hálfótrúlegt að segja. Blikarnir hafa vissulega misst Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur] og Áslaug Munda [Gunnlaugsdóttir] hefur lítið verið með. Mist [Edvardsdóttir] hefur komið gríðarlega sterk inn í Valsliðið, Dóra María [Lárusdóttir] spilaði skemmtilegt hlutverk í síðasta leik en var lítið í leiknum við Blika, og Elísa [Viðarsdóttir] var þá í banni. Liðin eru því svolítið breytt,“ sagði Margrét, og bætti við að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefði stimplað sig mun betur inn í lið Breiðabliks núna. Þá er landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir komin inn í lið Vals. „Liðin eru bæði á mikið betri stað en þau voru í fyrri leiknum og maður veit ekki alveg hverju maður á von á. Eru þjálfararnir með einhver spil uppi í erminni sem þeir hafa haldið að sér heillengi, eða hvað erum við að fara að fá?“ spurði Mist en það kemur í ljós í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Útsendingin hefst kl. 16.40. Klippa: Pepsi Max mörkin - Öðruvísi toppslagur
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira