5,7 milljarða sekt fyrir að safna persónuupplýsingum um starfsmenn Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2020 10:14 H&M-verslun í Hamborg í Þýskalandi. Jeremy Moeller/getty Persónuverndarstofnunin í Hamborg í Þýskalandi hefur sektað verslunarrisann H&M í Nürnberg fyrir ólögmæta vinnslu persónuupplýsinga um starfsmenn félagsins. Sektin nemur 35,2 milljónum evra eða rúmlega 5,7 milljörðum íslenskra króna. Persónuvernd á Íslandi, systurstofnun persónuverndar í Hamborg, vekur athygli á málinu á vef sínum í dag. Þar er haft upp úr úrskurði Hamborgar-stofnunarinnar að H&M í Nürnberg hafi í fjölda ára unnið með umfangsmiklar persónuupplýsingar um starfsmenn sína. Upplýsingunum hafi verið safnað með starfsmannaviðtölum sem haldin voru eftir öll frí og veikindaleyfi starfsmanna. „Að viðtölum loknum voru upplýsingar úr þeim skráðar, en auk upplýsinga um frí starfsmanna voru meðal annars skráðar upplýsingar um heilsufar, þ. á m. upplýsingar um einkenni og sjúkdómsgreiningar, auk upplýsinga um trúarskoðanir starfsmannanna,“ segir í pistli Persónuverndar. Þá hafi H&M einnig unnið með ítarlegar upplýsingar um vinnuskil starfsmanna. Þessum upplýsingum hafi verið ætlað til að útbúa „persónusnið“ af starfsmönnum, sem notað hafi verið til að taka ákvarðanir um stöðu viðkomandi starfsmanna hjá fyrirtækinu. Upp komst um vinnslu upplýsinganna er þær urðu aðgengilegar öllum innan fyrirtækisins vegna öryggisbrests. Líkt og áður segir var H&M sektað um 35,2 milljónir evra vegna málsins. Þá kveðst það jafnframt hafa gripið til umfangsmikilla ráðstafana til að tryggja persónuvernd starfsmanna sinna, auk þess sem viðkomandi starfsmönnum hafa verið boðnar bætur vegna brotsins. H&M greindi nýlega frá því að til standi að loka 250 verslunum keðjunnar á næsta ári. Samdráttur í sölu og áhrif kórónuveirunnar á kauphegðun fólks fær H&M til að grípa til þessa ráðs. Persónuvernd Verslun Þýskaland H&M Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Persónuverndarstofnunin í Hamborg í Þýskalandi hefur sektað verslunarrisann H&M í Nürnberg fyrir ólögmæta vinnslu persónuupplýsinga um starfsmenn félagsins. Sektin nemur 35,2 milljónum evra eða rúmlega 5,7 milljörðum íslenskra króna. Persónuvernd á Íslandi, systurstofnun persónuverndar í Hamborg, vekur athygli á málinu á vef sínum í dag. Þar er haft upp úr úrskurði Hamborgar-stofnunarinnar að H&M í Nürnberg hafi í fjölda ára unnið með umfangsmiklar persónuupplýsingar um starfsmenn sína. Upplýsingunum hafi verið safnað með starfsmannaviðtölum sem haldin voru eftir öll frí og veikindaleyfi starfsmanna. „Að viðtölum loknum voru upplýsingar úr þeim skráðar, en auk upplýsinga um frí starfsmanna voru meðal annars skráðar upplýsingar um heilsufar, þ. á m. upplýsingar um einkenni og sjúkdómsgreiningar, auk upplýsinga um trúarskoðanir starfsmannanna,“ segir í pistli Persónuverndar. Þá hafi H&M einnig unnið með ítarlegar upplýsingar um vinnuskil starfsmanna. Þessum upplýsingum hafi verið ætlað til að útbúa „persónusnið“ af starfsmönnum, sem notað hafi verið til að taka ákvarðanir um stöðu viðkomandi starfsmanna hjá fyrirtækinu. Upp komst um vinnslu upplýsinganna er þær urðu aðgengilegar öllum innan fyrirtækisins vegna öryggisbrests. Líkt og áður segir var H&M sektað um 35,2 milljónir evra vegna málsins. Þá kveðst það jafnframt hafa gripið til umfangsmikilla ráðstafana til að tryggja persónuvernd starfsmanna sinna, auk þess sem viðkomandi starfsmönnum hafa verið boðnar bætur vegna brotsins. H&M greindi nýlega frá því að til standi að loka 250 verslunum keðjunnar á næsta ári. Samdráttur í sölu og áhrif kórónuveirunnar á kauphegðun fólks fær H&M til að grípa til þessa ráðs.
Persónuvernd Verslun Þýskaland H&M Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira