Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 13:19 Gylfi Þór Sigurðsson gefur kost á sér í íslenska landsliðið í þetta mikilvæga verkefni. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir þrjá heimaleiki á næstu dögum. Íslenska liðið mætir þá Rúmeníu í leiknum mikilvæga í umspili um sæti á EM og spilar svo í framhaldinu heimaleiki við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni. Erik Hamrén kallar nú aftur á leikmennina sem gáfu ekki kost á sér í leikina á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru allir með. Jóhann Berg Guðmundsson meiddist á dögunum en sem betur fer voru þau meiðsli ekki alvarleg. Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson þurftu tíma til að ná sér betur af meiðslunum og Gylfi vildi fá betra tækifæri til að sýna sig fyrir knattspyrnustjóra Everton, Carlo Ancelotti. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka í hópnum að þessu sinni. Lið Aron Einars í Katar, Al-Arabi, vildi ekki hleypa honum í síðasta verkefni en Aron Einar varð auk þess faðir í þriðja sinn á dögunum. Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru einnig búnir að ná sér af meiðslunum sem héldu þeim frá síðasta verkefni. Erik Hamrén kallar alls á sjö leikmenn sem voru ekki með í september leikjunum en einn þeirra er Birkir Már Sævarsson sem kemur nú aftur inn í landsliðið. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson voru í síðasta landsliðshópi og það var gagnrýnt nokkuð vegna þess að þeir höfðu ekki verið að spila, og Jón Guðni var án félags. Þeir eru ekki með núna. Íslenska landsliðið mun spila þrjá leiki á sjö dögum eða frá 8. til 14. október og Erik Hamrén og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson hafa því valið hóp sem telur 26 leikmenn. Mikilvægasti leikurinn er auðvitað leikurinn á móti Rúmeníu 8. október en sigur í honum kemur íslenska liðinu í hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Hér er hópur A landsliðs karla fyrir leikina þrjá í október. Markmenn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 70 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 5 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir Varnarmenn Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 73 leikir Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 29 leikir, 2 mörk Birkir Már Sævarsson | Valur | 92 leikir, 1 mark Kári Árnason | Víkingur R. | 84 leikir, 6 mörk Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 94 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 30 leikir, 3 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 15 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 16 leikir, 1 mark Miðjumenn Birkir Bjarnason | Brescia | 86 leikir, 13 mörk Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 87 leikir, 2 mörk Gylfi Sigurðsson | Everton | 74 leikir, 22 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 25 leikir, 1 mark Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 17 leikir Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF | 34 leikir, 5 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 4 leikir, 1 mark Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 75 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 6 leikir Sóknarmenn Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 12 leikir, 3 mörk Alfreð Finnbogason | FC Augsburg | 57 leikir, 15 mörk Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 50 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 58 leikir, 26 mörk Viðar Örn Kjartansson | Valerenga IF | 26 leikir, 3 mörk EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir þrjá heimaleiki á næstu dögum. Íslenska liðið mætir þá Rúmeníu í leiknum mikilvæga í umspili um sæti á EM og spilar svo í framhaldinu heimaleiki við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni. Erik Hamrén kallar nú aftur á leikmennina sem gáfu ekki kost á sér í leikina á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru allir með. Jóhann Berg Guðmundsson meiddist á dögunum en sem betur fer voru þau meiðsli ekki alvarleg. Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson þurftu tíma til að ná sér betur af meiðslunum og Gylfi vildi fá betra tækifæri til að sýna sig fyrir knattspyrnustjóra Everton, Carlo Ancelotti. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka í hópnum að þessu sinni. Lið Aron Einars í Katar, Al-Arabi, vildi ekki hleypa honum í síðasta verkefni en Aron Einar varð auk þess faðir í þriðja sinn á dögunum. Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru einnig búnir að ná sér af meiðslunum sem héldu þeim frá síðasta verkefni. Erik Hamrén kallar alls á sjö leikmenn sem voru ekki með í september leikjunum en einn þeirra er Birkir Már Sævarsson sem kemur nú aftur inn í landsliðið. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson voru í síðasta landsliðshópi og það var gagnrýnt nokkuð vegna þess að þeir höfðu ekki verið að spila, og Jón Guðni var án félags. Þeir eru ekki með núna. Íslenska landsliðið mun spila þrjá leiki á sjö dögum eða frá 8. til 14. október og Erik Hamrén og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson hafa því valið hóp sem telur 26 leikmenn. Mikilvægasti leikurinn er auðvitað leikurinn á móti Rúmeníu 8. október en sigur í honum kemur íslenska liðinu í hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Hér er hópur A landsliðs karla fyrir leikina þrjá í október. Markmenn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 70 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 5 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir Varnarmenn Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 73 leikir Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 29 leikir, 2 mörk Birkir Már Sævarsson | Valur | 92 leikir, 1 mark Kári Árnason | Víkingur R. | 84 leikir, 6 mörk Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 94 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 30 leikir, 3 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 15 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 16 leikir, 1 mark Miðjumenn Birkir Bjarnason | Brescia | 86 leikir, 13 mörk Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 87 leikir, 2 mörk Gylfi Sigurðsson | Everton | 74 leikir, 22 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 25 leikir, 1 mark Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 17 leikir Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF | 34 leikir, 5 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 4 leikir, 1 mark Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 75 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 6 leikir Sóknarmenn Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 12 leikir, 3 mörk Alfreð Finnbogason | FC Augsburg | 57 leikir, 15 mörk Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 50 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 58 leikir, 26 mörk Viðar Örn Kjartansson | Valerenga IF | 26 leikir, 3 mörk
Hér er hópur A landsliðs karla fyrir leikina þrjá í október. Markmenn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 70 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 5 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir Varnarmenn Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 73 leikir Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 29 leikir, 2 mörk Birkir Már Sævarsson | Valur | 92 leikir, 1 mark Kári Árnason | Víkingur R. | 84 leikir, 6 mörk Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 94 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 30 leikir, 3 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 15 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 16 leikir, 1 mark Miðjumenn Birkir Bjarnason | Brescia | 86 leikir, 13 mörk Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 87 leikir, 2 mörk Gylfi Sigurðsson | Everton | 74 leikir, 22 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 25 leikir, 1 mark Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 17 leikir Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF | 34 leikir, 5 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 4 leikir, 1 mark Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 75 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 6 leikir Sóknarmenn Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 12 leikir, 3 mörk Alfreð Finnbogason | FC Augsburg | 57 leikir, 15 mörk Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 50 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 58 leikir, 26 mörk Viðar Örn Kjartansson | Valerenga IF | 26 leikir, 3 mörk
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira