Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 13:32 Freyr Alexandersson. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, fór yfir rúmenska landsliðið á blaðamannafundi í dag en Rúmenar eru mótherjar Íslands í umspili um sæti á EM næsta sumar. Freyr Alexandersson komst ekki á fundinn í persónu þar sem hann talaði í gegnum fjarbúnað. Freyr er með kvef og vildi ekki taka neina áhættu. Hann fór í kórónuveirupróf í dag en allur íslenski hópurinn á líka eftir að fara í þau nokkur fram að leik. Freyr hóf umfjöllun sína um rúmenska landsliðið með því að segja frá því að undirbúningur þessa leiks hafi staðið yfir í tíu mánuði. „Þetta lengsti undirbúningur fyrir einn leik sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Freyr Alexandersson. Ísland átti að spila þennan leik í mars en honum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Undirbúningurinn telur nú tíu mánuði og það þýðir mikið af upplýsingum á borði þjálfaranna.„Við höfum aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið. Við eigum eiginlega alltof of mikið að efni um þetta lið. Við erum búnir að hugsa þennan leik fram og til baka og sjá hann fyrir okkur margoft,“ sagði Freyr. Freyr sagði að þeir væri með mikið af myndböndum með rúmenska liðinu en enginn úr starfsliði íslenska liðsins hafi þó enn tekist að sjá liðið spila á staðnum. „Aldrei nokkurn tímann höfum við átt jafnmiklar upplýsingar um eitt fótboltalið en samt höfum við aldrei séð þá „live“,“ sagði Freyr. Rúmenar eru í dag númer 34 á heimslista FIFA. Hafa verið í kringum 24. sæti og á fínu róli síðustu ár. Þeim hefur gengið vel í síðustu leikjum, unnið fjóra af síðustu tíu leikjum og gert þrjú jafntefli. Tveir af tapleikjunum voru gegn Spáni. Freyr vildi ekki segja of mikið um rúmenska liðið en hann sagði að rúmenska pressan sé að fylgjast með fundinum. Hann bjóst við ungu liði en meðalaldurinn er 28 ár í rúmenska hópnum og 29 ár hjá Íslandi. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, fór yfir rúmenska landsliðið á blaðamannafundi í dag en Rúmenar eru mótherjar Íslands í umspili um sæti á EM næsta sumar. Freyr Alexandersson komst ekki á fundinn í persónu þar sem hann talaði í gegnum fjarbúnað. Freyr er með kvef og vildi ekki taka neina áhættu. Hann fór í kórónuveirupróf í dag en allur íslenski hópurinn á líka eftir að fara í þau nokkur fram að leik. Freyr hóf umfjöllun sína um rúmenska landsliðið með því að segja frá því að undirbúningur þessa leiks hafi staðið yfir í tíu mánuði. „Þetta lengsti undirbúningur fyrir einn leik sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Freyr Alexandersson. Ísland átti að spila þennan leik í mars en honum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Undirbúningurinn telur nú tíu mánuði og það þýðir mikið af upplýsingum á borði þjálfaranna.„Við höfum aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið. Við eigum eiginlega alltof of mikið að efni um þetta lið. Við erum búnir að hugsa þennan leik fram og til baka og sjá hann fyrir okkur margoft,“ sagði Freyr. Freyr sagði að þeir væri með mikið af myndböndum með rúmenska liðinu en enginn úr starfsliði íslenska liðsins hafi þó enn tekist að sjá liðið spila á staðnum. „Aldrei nokkurn tímann höfum við átt jafnmiklar upplýsingar um eitt fótboltalið en samt höfum við aldrei séð þá „live“,“ sagði Freyr. Rúmenar eru í dag númer 34 á heimslista FIFA. Hafa verið í kringum 24. sæti og á fínu róli síðustu ár. Þeim hefur gengið vel í síðustu leikjum, unnið fjóra af síðustu tíu leikjum og gert þrjú jafntefli. Tveir af tapleikjunum voru gegn Spáni. Freyr vildi ekki segja of mikið um rúmenska liðið en hann sagði að rúmenska pressan sé að fylgjast með fundinum. Hann bjóst við ungu liði en meðalaldurinn er 28 ár í rúmenska hópnum og 29 ár hjá Íslandi.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira