Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2020 14:43 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AP/Ludovic Marin Emmanuel Macron, forseti Frakklands, opinberaði í dag áætlun ríkisstjórnar sinnar varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Áætlunin beinst sérstaklega gegn „aðskilnaðaröflum“ og er markmið þeirra að verja franska múslima frá „utanaðkomandi áhrifum,“ eins og forsetinn orðaði það í ræðu í dag. Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. „Veraldarhyggja er grunnur sameinaðs Frakklands,“ sagði Macron í ræðu sinni. „Föllum ekki í gildru öfgamanna sem reyna að setja smánarblett á alla múslima.“ Macron viðurkenndi einnig að ríkinu væri að hluta til um að kenna og að stórum hópum múslima hefði verið komið fyrir á sömu svæðunum, nokkurs konar gettóum. Nýlenduárum Frakklands væri sömuleiðis um að kenna og þá sérstaklega aðgerðum Frakka í Alsír. Þær hefðu skilið eftir sig ör sem hefðu oft leitt til erfiðleika við aðlögun innflytjenda frá fyrrverandi nýlendum. „Við höfum ekki losað okkur við fortíð okkar. Við eigum afar og ömmur sem færðu ör sín yfir á börn þeirra.“ Eins og fram kemur í frétt France24 er um það bil sjö mánuðir frá því Macron tilkynnti að ríkisstjórn hans myndi gera breytingar til að sporna gegn erlendum áhrifum á íslamstrú í Frakklandi. Meðal annars stæði til að koma í veg fyrir að önnur ríki sendu bænapresta og kennara til Frakklands. Tilefni þeirra ummæli voru, að hluta til, vegna þeirra fjölmörgu hryðjuverkaárása sem hafa átt sér stað í Frakklandi á undanförnum árum, samhliða auknum fordómum gegn íslam í Frakklandi. Samkvæmt frétt Guardian mun ríkisstjórn Macron veita embættismönnum aukin völd til að berjast gegn öfgum. Auka á eftirlit með moskum og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá verður hægt að slíta samtökum sem talin eru vinna gegn ríkinu. Einnig á að auka fjárveitingar til mennta- og húsnæðismála og Dómsmálaráðuneytisins. Sömuleiðis verður fjármunum veitt í húsnæðis- og félagsmál. Macron sagði verkefnið sem Frakkar stæðu frammi fyrir vera að berjast gegn öfgum og ´þeim sem vilji sundra í nafni trúar og í senn verja þá múslima sem séu ríkisborgarar lýðveldisins að fullu. Frakkland Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, opinberaði í dag áætlun ríkisstjórnar sinnar varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Áætlunin beinst sérstaklega gegn „aðskilnaðaröflum“ og er markmið þeirra að verja franska múslima frá „utanaðkomandi áhrifum,“ eins og forsetinn orðaði það í ræðu í dag. Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. „Veraldarhyggja er grunnur sameinaðs Frakklands,“ sagði Macron í ræðu sinni. „Föllum ekki í gildru öfgamanna sem reyna að setja smánarblett á alla múslima.“ Macron viðurkenndi einnig að ríkinu væri að hluta til um að kenna og að stórum hópum múslima hefði verið komið fyrir á sömu svæðunum, nokkurs konar gettóum. Nýlenduárum Frakklands væri sömuleiðis um að kenna og þá sérstaklega aðgerðum Frakka í Alsír. Þær hefðu skilið eftir sig ör sem hefðu oft leitt til erfiðleika við aðlögun innflytjenda frá fyrrverandi nýlendum. „Við höfum ekki losað okkur við fortíð okkar. Við eigum afar og ömmur sem færðu ör sín yfir á börn þeirra.“ Eins og fram kemur í frétt France24 er um það bil sjö mánuðir frá því Macron tilkynnti að ríkisstjórn hans myndi gera breytingar til að sporna gegn erlendum áhrifum á íslamstrú í Frakklandi. Meðal annars stæði til að koma í veg fyrir að önnur ríki sendu bænapresta og kennara til Frakklands. Tilefni þeirra ummæli voru, að hluta til, vegna þeirra fjölmörgu hryðjuverkaárása sem hafa átt sér stað í Frakklandi á undanförnum árum, samhliða auknum fordómum gegn íslam í Frakklandi. Samkvæmt frétt Guardian mun ríkisstjórn Macron veita embættismönnum aukin völd til að berjast gegn öfgum. Auka á eftirlit með moskum og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá verður hægt að slíta samtökum sem talin eru vinna gegn ríkinu. Einnig á að auka fjárveitingar til mennta- og húsnæðismála og Dómsmálaráðuneytisins. Sömuleiðis verður fjármunum veitt í húsnæðis- og félagsmál. Macron sagði verkefnið sem Frakkar stæðu frammi fyrir vera að berjast gegn öfgum og ´þeim sem vilji sundra í nafni trúar og í senn verja þá múslima sem séu ríkisborgarar lýðveldisins að fullu.
Frakkland Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira