Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2020 08:00 JOe Biden í Michigan í gærkvöldi. AP/Andrew Harnik Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. Veiran myndi ekki hverfa sjálfkrafa og umfangsmikil skimun um gervöll Bandaríkin, ekki bara í Hvíta húsinu, væri nauðsynleg. Þetta sagði Biden í ræðu í Michigan og sagði hann einnig að nú þyrftu Bandaríkjamenn að koma saman. Hann tilkynnti þar að auki að framboð hans myndi taka neikvæðar auglýsingar um Trump úr birtingu og óskaði hann forsetanum velfarnaðar. Samkvæmt heimildum Politico var starfsmönnum framboðs Biden skipað að stíga varlega til jarðar, fljótt eftir að fregnir bárust af smiti forsetans. Þau ættu ekki að gera grín að Trump á nokkurn hátt og ekki tala við fjölmiðla í bili. Almenningur myndi sjálfur komast að þeirri niðurstöðu að mistök forsetans í því að vernda þjóðina og að taka faraldurinn alvarlega hefði komið niður á honum sjálfum. Það að gera grín að Biden fyrir að vera með grímu og stunda félagsforðun myndi nú mögulega kosta hann annað kjörtímabil. Donald Trump var fluttur á sjúkrahús í gær og verður hann líklega þar í nokkra daga. Í myndbandi sem birt var í gærkvöldi sagðist forsetinn við góða heilsu. Einn viðmælandi miðilsins sagði að framboðið hefði farið í dvala í gær. Greinandi Demókrataflokksins, sem AP fréttaveitan ræddi við, sló á svipaða strengi. „Hann [Biden] þarf ekki að segja: Ég varaði þig við. Sagan er að segja: Ég varaði þið við,“ sagði Maria Cardona. Annar viðmælandi sagði að ekki þyrfti að minna Bandaríkjamenn á að þeir ættu í vandræðum. Þeir væru meðvitaðir um það. Það þyrfti hins vegar að minna þá á að það væri hægt að takast á við vandann. Það sé betri leið í boði. Trump-liðar í áfalli Starfsmenn framboðs Trump eru sagðir í áfalli eftir gærdaginn og leita forsvarsmenn framboðsins nú að leiðum fram á við, því allar þær áætlanir sem búið var að gera eru fyrir bí. Gera þarf nýjar áætlanir varðandi kosningafundi Trump, fjáröflun og margt annað. Eftir að hafa varið mikilli orku til þess að beina sjónum kjósenda í Bandaríkjunum frá nýju kórónuveirunni og hvernig haldið hefur verið að á vörnum gegn henni, þurfa forsvarsmenn framboðs Trump nú að takast á við að líklegast verði fátt annað til umræðu. Einungis mánuður er í kosningar og kannanir sýna að Biden er í sterkri stöðu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Biden ekki með Covid-19 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. 2. október 2020 16:41 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. Veiran myndi ekki hverfa sjálfkrafa og umfangsmikil skimun um gervöll Bandaríkin, ekki bara í Hvíta húsinu, væri nauðsynleg. Þetta sagði Biden í ræðu í Michigan og sagði hann einnig að nú þyrftu Bandaríkjamenn að koma saman. Hann tilkynnti þar að auki að framboð hans myndi taka neikvæðar auglýsingar um Trump úr birtingu og óskaði hann forsetanum velfarnaðar. Samkvæmt heimildum Politico var starfsmönnum framboðs Biden skipað að stíga varlega til jarðar, fljótt eftir að fregnir bárust af smiti forsetans. Þau ættu ekki að gera grín að Trump á nokkurn hátt og ekki tala við fjölmiðla í bili. Almenningur myndi sjálfur komast að þeirri niðurstöðu að mistök forsetans í því að vernda þjóðina og að taka faraldurinn alvarlega hefði komið niður á honum sjálfum. Það að gera grín að Biden fyrir að vera með grímu og stunda félagsforðun myndi nú mögulega kosta hann annað kjörtímabil. Donald Trump var fluttur á sjúkrahús í gær og verður hann líklega þar í nokkra daga. Í myndbandi sem birt var í gærkvöldi sagðist forsetinn við góða heilsu. Einn viðmælandi miðilsins sagði að framboðið hefði farið í dvala í gær. Greinandi Demókrataflokksins, sem AP fréttaveitan ræddi við, sló á svipaða strengi. „Hann [Biden] þarf ekki að segja: Ég varaði þig við. Sagan er að segja: Ég varaði þið við,“ sagði Maria Cardona. Annar viðmælandi sagði að ekki þyrfti að minna Bandaríkjamenn á að þeir ættu í vandræðum. Þeir væru meðvitaðir um það. Það þyrfti hins vegar að minna þá á að það væri hægt að takast á við vandann. Það sé betri leið í boði. Trump-liðar í áfalli Starfsmenn framboðs Trump eru sagðir í áfalli eftir gærdaginn og leita forsvarsmenn framboðsins nú að leiðum fram á við, því allar þær áætlanir sem búið var að gera eru fyrir bí. Gera þarf nýjar áætlanir varðandi kosningafundi Trump, fjáröflun og margt annað. Eftir að hafa varið mikilli orku til þess að beina sjónum kjósenda í Bandaríkjunum frá nýju kórónuveirunni og hvernig haldið hefur verið að á vörnum gegn henni, þurfa forsvarsmenn framboðs Trump nú að takast á við að líklegast verði fátt annað til umræðu. Einungis mánuður er í kosningar og kannanir sýna að Biden er í sterkri stöðu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Biden ekki með Covid-19 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. 2. október 2020 16:41 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Biden ekki með Covid-19 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. 2. október 2020 16:41
Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21
Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09