Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2020 10:33 Donald Trump lendir við Walter Reed hersjúkrahúsið. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Meðferðin hefur þótt mjög efnileg og hefur verið í þróun hjá Regeneron Pharmaceuticals. Fyrirtækið samþykkti að útvega forsetanum einn skammt sem hann mun fá í æð en skammturinn var útvegaður undir „samúðarklausu“ reglna varðandi notkun tilraunalyfja. Samkvæmt AP fréttaveitunni fékk Trump lyfið í æð í Hvíta húsinu, áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið til eftirlits. Trump hefur sýnt væg einkenni og þar á meðal þreytu, hita og hósta en einkenni hans versnuðu þegar leið á daginn í gær, samkvæmt frétt New York Times. Í tísti sem forsetinn birti í nótt sagðist hann telja að allt gengi vel og þakkaði fyrir þann stuðning sem hann hefði fengið. „Gengur vel, held ég! Takk fyrir allt. ÁST!!!“ skrifaði Trump. Going welI, I think! Thank you to all. LOVE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Umrætt lyf, sem kallast REGN-COV2, er samblanda tveggja veirulyfja og inniheldur prótein sem eiga að bindast þeim hlutum veirunnar sem ræðast á mennskar frumur, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Próteinin voru sérstaklega valin úr fólki sem hafði fengið Covid-19 og jafnað sig og músum sem voru erfðabreyttar svo að ónæmiskerfi þeirra líktust ónæmiskerfum manna. Tilraunir með lyfið eru langt komnar en skilvirkni þess hefur ekki verið tryggð og hið sama má segja um öryggi þess. Trump er einnig sagður hafa fengið lyfið Remdesivir á sjúkrahúsinu í nótt. Lyfið hefur hjálpað sjúklingum að jafna sig hraðar af Covid-19. AP fréttaveitan segir að hingað til hafi Trump ekki fengið lyfið hydroxychloroquine, sem hann hefur ítrekað mælt með að fólk noti. Þrátt fyrir vísbendingar um að lyfið geri lítið gagn. Sjá einnig: Mælir áfram með lyfi sem sérfræðingar hans vara við Auk Trump hafa nokkrir í hans innsta hring greinst með Covid-19. Þeirra á meðal eru Hope Hicks, ráðgjafi hans, og Kellyanne Conway, fyrrverandi ráðgjafi hans, og Bill Stepien, kosningastjóri Trump. Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins hefur einnig smitast og öldungadeildarþingmennirnir Mike Lee og Thom Tillis. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Meðferðin hefur þótt mjög efnileg og hefur verið í þróun hjá Regeneron Pharmaceuticals. Fyrirtækið samþykkti að útvega forsetanum einn skammt sem hann mun fá í æð en skammturinn var útvegaður undir „samúðarklausu“ reglna varðandi notkun tilraunalyfja. Samkvæmt AP fréttaveitunni fékk Trump lyfið í æð í Hvíta húsinu, áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið til eftirlits. Trump hefur sýnt væg einkenni og þar á meðal þreytu, hita og hósta en einkenni hans versnuðu þegar leið á daginn í gær, samkvæmt frétt New York Times. Í tísti sem forsetinn birti í nótt sagðist hann telja að allt gengi vel og þakkaði fyrir þann stuðning sem hann hefði fengið. „Gengur vel, held ég! Takk fyrir allt. ÁST!!!“ skrifaði Trump. Going welI, I think! Thank you to all. LOVE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Umrætt lyf, sem kallast REGN-COV2, er samblanda tveggja veirulyfja og inniheldur prótein sem eiga að bindast þeim hlutum veirunnar sem ræðast á mennskar frumur, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Próteinin voru sérstaklega valin úr fólki sem hafði fengið Covid-19 og jafnað sig og músum sem voru erfðabreyttar svo að ónæmiskerfi þeirra líktust ónæmiskerfum manna. Tilraunir með lyfið eru langt komnar en skilvirkni þess hefur ekki verið tryggð og hið sama má segja um öryggi þess. Trump er einnig sagður hafa fengið lyfið Remdesivir á sjúkrahúsinu í nótt. Lyfið hefur hjálpað sjúklingum að jafna sig hraðar af Covid-19. AP fréttaveitan segir að hingað til hafi Trump ekki fengið lyfið hydroxychloroquine, sem hann hefur ítrekað mælt með að fólk noti. Þrátt fyrir vísbendingar um að lyfið geri lítið gagn. Sjá einnig: Mælir áfram með lyfi sem sérfræðingar hans vara við Auk Trump hafa nokkrir í hans innsta hring greinst með Covid-19. Þeirra á meðal eru Hope Hicks, ráðgjafi hans, og Kellyanne Conway, fyrrverandi ráðgjafi hans, og Bill Stepien, kosningastjóri Trump. Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins hefur einnig smitast og öldungadeildarþingmennirnir Mike Lee og Thom Tillis.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00
Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28
Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21