CSKA Moskva vann 2-0 útisigur á FC Ural í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliðinu en fékk beint rautt spjald á 49. mínútu leiksins.
Manni færri náðu CSKA þó að skora tvö mörk, Baktiyor Zaynutdinov kom þeim yfir á 52. mínútu og Konstantin Maradishvili tvöfaldaði forystuna fjórum mínútum síðar. Hörður Björgvin getur því sofið rólega í kvöld. Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður fyrir CSKA á 85. mínútu.
CSKA er í þriðja sæti, stigi á eftir toppliðunum tveimur, þegar þeir hafa spilað 10 leiki í deildinni.