Sigmundur segir snúið út úr ræðu sinni: „Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald“ Sylvía Hall skrifar 3. október 2020 20:52 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði frumvarp sem tryggja á réttindi barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni að umtalsefni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í vikunni. Sagði hann það vera eitt „óhugnanlegasta þingmál“ sem hann myndi eftir og það væri jafnframt „aðför að framförum og vísindum“. Frumvarpið að tryggja þau börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni gegn ónauðsynlegum skurðaðgerðum. Í skýrslu starfshóps um málefnið segir að alþjóðastofnanir hafi bent á skaðsemi þess að aðgerðir séu framkvæmdar án upplýsts samþykkis intersex barna og án heilsufarslegrar nauðsynjar. Þær byggist meðal annars á fordómum og geti haft í för með sér alvarlegar neikvæðar afleiðingar. „Börn geta fæðst með ýmis konar fæðingargalla. Stundum er ekkert við því að gera en sem betur fer gera nútímavísindi okkur kleift að bæta úr mörgum þeirra. Nú er lagt til að óheimilt verði að gera aðgerðir til að lagfæra, lækna, ákveðin líffæri, eða það sem kallað er ódæmigerð kyneinkenni. Það á við um 1,7 prósent barna samkvæmt gögnum ráðuneytisins,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. Ræða Sigmundar var harðlega gagnrýnd, meðal annars af formanni Samtakanna '78, sem sagði Sigmund tala þarna opinberlega gegn réttindum hinsegin fólks. Sagði hún í samtali við Fréttablaðið að ummæli hans væru á skjön við stefnu íslenskra stjórnvalda og hún minntist þess ekki að þingmaður talaði svo skýrt gegn réttindum hinsegin fólks. Telur frumvarpið í andstöðu við „grundvallarreglur lækninga“ Sigmundur segir á Facebook-síðu sinni að það hefði verið viðbúið að „snúið yrði út úr ræðu hans“ um stefnuræðu forsætisráðherra. Þar segir hann mörg dæmi vera fyrir hendi en segir alla sammála um það að fólk eigi að lifa sínu lífi eins og það vill. „Ég mun þó aldrei samþykkja að það verði lagt bann við því að börn fái nútíma heilbrigðisþjónustu. Það er þó inntakið í einni af tillögum ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Sigmundur og vísar þar til einnar tillögu ríkisstjórnarinnar um bann við varanlegum breytingum á ódæmigerðum kyneinkennum barna undir 16 ára aldri án samþykkis. „Samkvæmt þessu mega foreldrar og læknar ekki taka ákvarðanir um það sem er barninu fyrir bestu. „Þverfaglegt teymi” á að ráða en hefur þó ekki heimild til að leyfa aðgerðir ef þær snúa að „útlitslegum, félagslegum og sálfélagslegum” ástæðum.“ Hann segir, líkt og áður, að frumvarpið sé í andstöðu við „nútíma vísindi, framfarir og grundvallarreglur lækninga“. „Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald.“ Hinsegin Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði frumvarp sem tryggja á réttindi barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni að umtalsefni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í vikunni. Sagði hann það vera eitt „óhugnanlegasta þingmál“ sem hann myndi eftir og það væri jafnframt „aðför að framförum og vísindum“. Frumvarpið að tryggja þau börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni gegn ónauðsynlegum skurðaðgerðum. Í skýrslu starfshóps um málefnið segir að alþjóðastofnanir hafi bent á skaðsemi þess að aðgerðir séu framkvæmdar án upplýsts samþykkis intersex barna og án heilsufarslegrar nauðsynjar. Þær byggist meðal annars á fordómum og geti haft í för með sér alvarlegar neikvæðar afleiðingar. „Börn geta fæðst með ýmis konar fæðingargalla. Stundum er ekkert við því að gera en sem betur fer gera nútímavísindi okkur kleift að bæta úr mörgum þeirra. Nú er lagt til að óheimilt verði að gera aðgerðir til að lagfæra, lækna, ákveðin líffæri, eða það sem kallað er ódæmigerð kyneinkenni. Það á við um 1,7 prósent barna samkvæmt gögnum ráðuneytisins,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. Ræða Sigmundar var harðlega gagnrýnd, meðal annars af formanni Samtakanna '78, sem sagði Sigmund tala þarna opinberlega gegn réttindum hinsegin fólks. Sagði hún í samtali við Fréttablaðið að ummæli hans væru á skjön við stefnu íslenskra stjórnvalda og hún minntist þess ekki að þingmaður talaði svo skýrt gegn réttindum hinsegin fólks. Telur frumvarpið í andstöðu við „grundvallarreglur lækninga“ Sigmundur segir á Facebook-síðu sinni að það hefði verið viðbúið að „snúið yrði út úr ræðu hans“ um stefnuræðu forsætisráðherra. Þar segir hann mörg dæmi vera fyrir hendi en segir alla sammála um það að fólk eigi að lifa sínu lífi eins og það vill. „Ég mun þó aldrei samþykkja að það verði lagt bann við því að börn fái nútíma heilbrigðisþjónustu. Það er þó inntakið í einni af tillögum ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Sigmundur og vísar þar til einnar tillögu ríkisstjórnarinnar um bann við varanlegum breytingum á ódæmigerðum kyneinkennum barna undir 16 ára aldri án samþykkis. „Samkvæmt þessu mega foreldrar og læknar ekki taka ákvarðanir um það sem er barninu fyrir bestu. „Þverfaglegt teymi” á að ráða en hefur þó ekki heimild til að leyfa aðgerðir ef þær snúa að „útlitslegum, félagslegum og sálfélagslegum” ástæðum.“ Hann segir, líkt og áður, að frumvarpið sé í andstöðu við „nútíma vísindi, framfarir og grundvallarreglur lækninga“. „Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald.“
Hinsegin Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57