Rúnar Páll: Erum við ekki allir mannlegir? Árni Jóhannsson skrifar 4. október 2020 19:52 Rúnar Páll tók sigri kvöldsins fagnandi þó hann hafi komið undir lokin gegn botnliðinu. Vísir/Bára „Við erum í geggjuðu standi“, voru fyrstu orð Rúnars Páls Sigmundssonar - þjálfara Stjörnunnar - þegar blaðamaður spurði hann hvað hann gæti sagt eftir þriðja leikinn í röð þar sem hans menn tryggja stig með marki á lokamínútum leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um leikinn en Stjörnumenn unnu Fjölni á vítaspyrnu Hilmars Árna á 86. mínútu leiksins. Leikurinn var liður í 11. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. „Þetta var frábært. Þolinmæðisverk enda Fjölnismenn sterkir og hafa verið sterkir þó þeir hafi ekki fengið úrslitin með sér í sumar. Við skorum í lokin og það er frábært og gríðarlega mikilvægt að fá sigur hérna rétt fyrir landsleikjahlé og ef þetta mót heldur áfram það er að segja. Hrikalega mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld.“ Rúnar var spurður að því hvort það hafi nokkuð farið um mennina á bekknum vitandi af því hvernig lið þeir eru með í höndunum. „Nei nei, engar áhyggjur. Við höfðum alltaf trú á þessu og höfum sýnt það í sumar að við skorum oft í lokin. Það var engin breyting þar á en við höfum auðvitað líka farið illa úr leikjum á lokamínútunum en þetta var frábært hjá okkur í dag að klára þetta. Fjölnismenn voru sterkir varnarlega í dag og strákurinn var frábær í markinu. Heilt yfir ánægður með stigin þrjú.“ Blaðamaður spurði Rúnar hvort hann hefði viljað sjá meiri hraða frá sínum mönnum en eins og hefur komið fram þá var varnarmúr Fjölnismanna þéttur og erfitt að opna þá. „Já ég hefði viljað meiri hraða. Við hjóum lítið í gegnum þetta hjá þeim og töluðum um það í hálfleik að gera það en þeir vörðust vel og það voru margir að koma á móti boltanum og við vorum ekki að fá þessar gagnstæðu hreyfingar sem við vildum fá. Hefðum getað gert betur þar.“ Í lok leiks gerðist það að Guðjón Pétur Lýðsson var rekinn út af fyrir að slá í punginn á Grétari Snæ Gunnarssyni. Grétar hafði vippað boltanum upp í pung Guðjóns sem brást svona við en það er líklega slæmt fyrir Stjörnuna að missa menn í bönn á þessum tímapunkti. Rúnar var spurður að því hvað hann þyrfti að segja við Guðjón. „Erum við ekki allir mannlegir og það fýkur í menn? Það er vippað boltanum upp í punginn á honum, það heilaga svæði, en var þetta rétt hjá Guðjóni? Nei það var ekki rétt hjá honum að bregðast svona við. Sama hversu reynslumiklir menn eru þá gera menn mistök.“ Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fjölnir 1-0 | Sigur sem gæti skipt miklu máli í baráttunni um Evrópusæti Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni til bjargar gegn botnliði Fjölnis í dag. Lokatölur í Garðabænum 1-0 heimamönnum í vil sem eru nú komnir í Evrópusæti. 4. október 2020 19:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
„Við erum í geggjuðu standi“, voru fyrstu orð Rúnars Páls Sigmundssonar - þjálfara Stjörnunnar - þegar blaðamaður spurði hann hvað hann gæti sagt eftir þriðja leikinn í röð þar sem hans menn tryggja stig með marki á lokamínútum leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um leikinn en Stjörnumenn unnu Fjölni á vítaspyrnu Hilmars Árna á 86. mínútu leiksins. Leikurinn var liður í 11. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. „Þetta var frábært. Þolinmæðisverk enda Fjölnismenn sterkir og hafa verið sterkir þó þeir hafi ekki fengið úrslitin með sér í sumar. Við skorum í lokin og það er frábært og gríðarlega mikilvægt að fá sigur hérna rétt fyrir landsleikjahlé og ef þetta mót heldur áfram það er að segja. Hrikalega mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld.“ Rúnar var spurður að því hvort það hafi nokkuð farið um mennina á bekknum vitandi af því hvernig lið þeir eru með í höndunum. „Nei nei, engar áhyggjur. Við höfðum alltaf trú á þessu og höfum sýnt það í sumar að við skorum oft í lokin. Það var engin breyting þar á en við höfum auðvitað líka farið illa úr leikjum á lokamínútunum en þetta var frábært hjá okkur í dag að klára þetta. Fjölnismenn voru sterkir varnarlega í dag og strákurinn var frábær í markinu. Heilt yfir ánægður með stigin þrjú.“ Blaðamaður spurði Rúnar hvort hann hefði viljað sjá meiri hraða frá sínum mönnum en eins og hefur komið fram þá var varnarmúr Fjölnismanna þéttur og erfitt að opna þá. „Já ég hefði viljað meiri hraða. Við hjóum lítið í gegnum þetta hjá þeim og töluðum um það í hálfleik að gera það en þeir vörðust vel og það voru margir að koma á móti boltanum og við vorum ekki að fá þessar gagnstæðu hreyfingar sem við vildum fá. Hefðum getað gert betur þar.“ Í lok leiks gerðist það að Guðjón Pétur Lýðsson var rekinn út af fyrir að slá í punginn á Grétari Snæ Gunnarssyni. Grétar hafði vippað boltanum upp í pung Guðjóns sem brást svona við en það er líklega slæmt fyrir Stjörnuna að missa menn í bönn á þessum tímapunkti. Rúnar var spurður að því hvað hann þyrfti að segja við Guðjón. „Erum við ekki allir mannlegir og það fýkur í menn? Það er vippað boltanum upp í punginn á honum, það heilaga svæði, en var þetta rétt hjá Guðjóni? Nei það var ekki rétt hjá honum að bregðast svona við. Sama hversu reynslumiklir menn eru þá gera menn mistök.“
Íslenski boltinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fjölnir 1-0 | Sigur sem gæti skipt miklu máli í baráttunni um Evrópusæti Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni til bjargar gegn botnliði Fjölnis í dag. Lokatölur í Garðabænum 1-0 heimamönnum í vil sem eru nú komnir í Evrópusæti. 4. október 2020 19:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Fjölnir 1-0 | Sigur sem gæti skipt miklu máli í baráttunni um Evrópusæti Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni til bjargar gegn botnliði Fjölnis í dag. Lokatölur í Garðabænum 1-0 heimamönnum í vil sem eru nú komnir í Evrópusæti. 4. október 2020 19:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti