Gert ráð fyrir tæplega þúsund stuðningsmönnum á Rúmeníuleiknum Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2020 12:29 Tólfan hefur stutt dyggilega við íslenska landsliðið á síðustu árum. VÍSIR/DANÍEL KSÍ gerir ráð fyrir því að geta sett um 900 miða í sölu vegna leiks Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta karla. Leikurinn fer fram á fimmtudagskvöld. Síðastliðinn föstudag, þegar enn voru 200 manna samkomutakmarkanir í gildi á Íslandi, gerðu áætlanir KSÍ ráð fyrir því að um 1.500 stuðningsmenn kæmust á leikinn. Nú þegar sóttvarnareglur hafa verið hertar fækkar hins vegar möguleikum íslenskra stuðningsmanna á að komast á leikinn. Hundrað áhorfendur mega nú vera í einu sóttvarnahólfi á íþróttaleikjum utanhúss. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að gert sé ráð fyrir að hægt sé að mynda fimm sóttvarnahólf í austurstúku Laugardalsvallar, og fjögur í vesturstúku. Hundrað miðar verði seldir í hvert hólf. Við hina 900 heppnu stuðningsmenn sem hreppa miða bætist svo starfsfólk KSÍ og heiðursgestir, sem einnig geta talist stuðningsmenn, og fjölmiðlamenn. Neðst í vesturstúkunni miðri munu einnig sitja varamenn úr báðum liðum, með bil á milli sín. Klara segir að verið sé að leggja lokahönd á allar áætlanir og undirbúning fyrir leikinn, en meðal annars þarf að búa til nýja skilmála sem áhorfendur þurfa að samþykkja. Þeir þurfa til að mynda að samþykkja að þeir mæti ekki á leikinn finni þeir fyrir einkennum kórónuveirusmits, og að þeir verði með grímu á leiknum. Ársmiðahafar fá forgang á miðana 900 sem settir verða í sölu á tix.is síðar í vikunni. Þar gildir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ en fólki verður þó raðað í röð með handahófskenndum hætti ef fleiri en 900 bíða þess að kaupa miða þegar salan hefst. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Mætum íslensku fílahjörðinni Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um afar háan meðalaldur væntanlegs byrjunarliðs Íslands fyrir undanúrslitaleik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu í fótbolta. 5. október 2020 11:30 Áhorfendur leyfðir utandyra: Þurfa að vera með grímu Samkvæmt uppfærðu minnisblaði Heilbrigðisráðuneytis verða áhorfendur nú leyfðir á íþróttaviðburðum utandyra. 4. október 2020 19:15 Hamrén: Stuðningurinn getur ráðið úrslitum Erik Hamrén kveðst bjartsýnn fyrir leikinn gegn Rúmeníu enda aldrei getað valið jafn sterkan hóp síðan hann tók við íslenska karlalandsliðinu. 2. október 2020 17:30 Hikaði ekki við að velja Birki Má aftur í landsliðið Birkir Már Sævarsson hefur farið á kostum í Pepsi Max deildinni að undanförnu og fékk sæti í landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Danmörku og Belgíu. 2. október 2020 14:23 Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgríms um Aron Einar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði samkomulag við forvera sinn til að fá íslenska landsliðsfyrirliðann í Rúmeníuleikinn. 2. október 2020 13:46 Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vita kannski ekki alltof mikið um rúmenska landsliðið en þjálfararnir hafa safnað að sér mikið af upplýsingum. 2. október 2020 13:32 Útlit fyrir að fimmtánhundruð manns mæti á landsleikina Áætlanir KSÍ gera ráð fyrir því að verði sóttvarnareglum á Íslandi ekki breytt á næstu dögum muni um 1.500 manns fá að sitja í stúkunum á Laugardalsvelli í komandi landsleikjum. 2. október 2020 13:18 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
KSÍ gerir ráð fyrir því að geta sett um 900 miða í sölu vegna leiks Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta karla. Leikurinn fer fram á fimmtudagskvöld. Síðastliðinn föstudag, þegar enn voru 200 manna samkomutakmarkanir í gildi á Íslandi, gerðu áætlanir KSÍ ráð fyrir því að um 1.500 stuðningsmenn kæmust á leikinn. Nú þegar sóttvarnareglur hafa verið hertar fækkar hins vegar möguleikum íslenskra stuðningsmanna á að komast á leikinn. Hundrað áhorfendur mega nú vera í einu sóttvarnahólfi á íþróttaleikjum utanhúss. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að gert sé ráð fyrir að hægt sé að mynda fimm sóttvarnahólf í austurstúku Laugardalsvallar, og fjögur í vesturstúku. Hundrað miðar verði seldir í hvert hólf. Við hina 900 heppnu stuðningsmenn sem hreppa miða bætist svo starfsfólk KSÍ og heiðursgestir, sem einnig geta talist stuðningsmenn, og fjölmiðlamenn. Neðst í vesturstúkunni miðri munu einnig sitja varamenn úr báðum liðum, með bil á milli sín. Klara segir að verið sé að leggja lokahönd á allar áætlanir og undirbúning fyrir leikinn, en meðal annars þarf að búa til nýja skilmála sem áhorfendur þurfa að samþykkja. Þeir þurfa til að mynda að samþykkja að þeir mæti ekki á leikinn finni þeir fyrir einkennum kórónuveirusmits, og að þeir verði með grímu á leiknum. Ársmiðahafar fá forgang á miðana 900 sem settir verða í sölu á tix.is síðar í vikunni. Þar gildir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ en fólki verður þó raðað í röð með handahófskenndum hætti ef fleiri en 900 bíða þess að kaupa miða þegar salan hefst.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Mætum íslensku fílahjörðinni Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um afar háan meðalaldur væntanlegs byrjunarliðs Íslands fyrir undanúrslitaleik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu í fótbolta. 5. október 2020 11:30 Áhorfendur leyfðir utandyra: Þurfa að vera með grímu Samkvæmt uppfærðu minnisblaði Heilbrigðisráðuneytis verða áhorfendur nú leyfðir á íþróttaviðburðum utandyra. 4. október 2020 19:15 Hamrén: Stuðningurinn getur ráðið úrslitum Erik Hamrén kveðst bjartsýnn fyrir leikinn gegn Rúmeníu enda aldrei getað valið jafn sterkan hóp síðan hann tók við íslenska karlalandsliðinu. 2. október 2020 17:30 Hikaði ekki við að velja Birki Má aftur í landsliðið Birkir Már Sævarsson hefur farið á kostum í Pepsi Max deildinni að undanförnu og fékk sæti í landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Danmörku og Belgíu. 2. október 2020 14:23 Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgríms um Aron Einar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði samkomulag við forvera sinn til að fá íslenska landsliðsfyrirliðann í Rúmeníuleikinn. 2. október 2020 13:46 Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vita kannski ekki alltof mikið um rúmenska landsliðið en þjálfararnir hafa safnað að sér mikið af upplýsingum. 2. október 2020 13:32 Útlit fyrir að fimmtánhundruð manns mæti á landsleikina Áætlanir KSÍ gera ráð fyrir því að verði sóttvarnareglum á Íslandi ekki breytt á næstu dögum muni um 1.500 manns fá að sitja í stúkunum á Laugardalsvelli í komandi landsleikjum. 2. október 2020 13:18 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Mætum íslensku fílahjörðinni Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um afar háan meðalaldur væntanlegs byrjunarliðs Íslands fyrir undanúrslitaleik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu í fótbolta. 5. október 2020 11:30
Áhorfendur leyfðir utandyra: Þurfa að vera með grímu Samkvæmt uppfærðu minnisblaði Heilbrigðisráðuneytis verða áhorfendur nú leyfðir á íþróttaviðburðum utandyra. 4. október 2020 19:15
Hamrén: Stuðningurinn getur ráðið úrslitum Erik Hamrén kveðst bjartsýnn fyrir leikinn gegn Rúmeníu enda aldrei getað valið jafn sterkan hóp síðan hann tók við íslenska karlalandsliðinu. 2. október 2020 17:30
Hikaði ekki við að velja Birki Má aftur í landsliðið Birkir Már Sævarsson hefur farið á kostum í Pepsi Max deildinni að undanförnu og fékk sæti í landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Danmörku og Belgíu. 2. október 2020 14:23
Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgríms um Aron Einar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði samkomulag við forvera sinn til að fá íslenska landsliðsfyrirliðann í Rúmeníuleikinn. 2. október 2020 13:46
Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vita kannski ekki alltof mikið um rúmenska landsliðið en þjálfararnir hafa safnað að sér mikið af upplýsingum. 2. október 2020 13:32
Útlit fyrir að fimmtánhundruð manns mæti á landsleikina Áætlanir KSÍ gera ráð fyrir því að verði sóttvarnareglum á Íslandi ekki breytt á næstu dögum muni um 1.500 manns fá að sitja í stúkunum á Laugardalsvelli í komandi landsleikjum. 2. október 2020 13:18