Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2020 13:54 Herdís minnir fólk á að huga að heilsunni og hvíla sig. Úr einkasafni Íbúi í Bláskógabyggð sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. Vinkona hennar hafi unnið streitulaust í einangrun og krassað á tíunda degi. 670 manns eru í einangrun sem stendur hér á landi með Covid-19. „Þetta er lúmskur fjandi!“ segir Herdís Friðriksdóttir sem rekur ferðaskrifstofuna Understand Iceland. Herdís smitaðist af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 17. september. Viku síðar fór hún í einangrun sem lýkur á fimmtudag. Hún segist hafa legið í einn og hálfan sólarhring með hita en verið svo til hitalaus síðan, þó aðeins slöpp. Hún hafi lagt mikla áherslu á að hvíla sig. Herdís lýsir því hvernig hún hafi smitast í eða eftir sakleysislegan göngutúr þann 17. september. Í sóttkví um leið og göngufélaginn greindist „Við gengum um (grímulaust) í ca 20 mín og það þurfti ekki meira til! Viðkomandi var einkennalaus en hafði hitt einstakling, líka einkennalaus, sem hafði verið á Irish Pub. Eftir gönguna spjölluðum svo aðeins inni í eldhúsi og þó við hefðum ekki verið alltaf með 1 m regluna þá vorum við að passa okkur og snertumst t.d. aldrei. Þetta er greinilega bráðsmitandi!“ Göngutúr með einkennalausum vini sem hafði hitta annan einkennalausan vin, sem hafði verið gestur á Irishman hópsýkingarkvöldið mikla, leiddi til smits hjá Herdísi.Vísir/Vilhelm Um leið og fréttist af smitunum á Irish pub fórum við að passa okkur og þegar viðkomandi göngufélagi greindist með covid þá fórum við öll á heimilinu strax í sóttkví og tókst þannig að stöðva frekara smit frá okkur. Sem betur fer!“ Hún hafi fengið einkenni þremur dögum síðar og farið í einangrun. „Viku eftir göngutúrinn fórum við öll fjölskyldan í test og reyndist ég með covid en aðrir á heimilinu hafa sloppið. Ég missti bragð og lyktarskyn viku eftir að ég fékk fyrstu einkenni og það var ákveðið sjokk. Það er stórfurðulegt að finna ekkert bragð né lykt. En sem betur fer kom það aftur 3 dögum síðar. Það er þó ekki alveg 100% og ég finn stundum ólykt og bragð, þó það sé ekkert sem truflar mig.“ Fyllt á ísskáp og sprittdunka Hún þakkar fyrir regluleg símtöl frá Covid-göngudeildinni og segir þjónustna ótrúlega góða. „Ég er búin að vera í einangrun í 15 daga en losna út á fimmtudaginn næsta. Ég er búin að vera einkennalaus í amk viku og enginn annar smitast á heimilinu. Við höfum passað allar sóttvarnir, notum einnota hanska, grímur og sprittum og sótthreinsum allt sem við snertum. Ég hef verið meira og minna inni í herbergi allan þennan tíma. Fjölskylda, vinir og nágrannar hafa boðið fram þjónustu sína og það er búið að sjá til þess að fylla ísskápinn og alla sprittdunka. Fólk í sóttkví má keyra og það auðveldar að sækja ýmislegt „stass“ sem aðrir skilja eftir handa okkur.“ Fjölskyldan færi henni mat, komi í dyragættina til að spjalla og svo sé fólk í sambandi símleiðis og í spjallskilaboðum. Alma Möller landlæknir hefur endurtekið rætt það að afleiðingar Covid-19 liggi ekki fyrir enda kórónuveiran ný af nálinni. Fólk bregðist misjafnlega við sjúkdómnum.Vísir/Vilhelm „Mér leiðist aldrei og finnst þetta frekar notalegt, nóg af bókum og blöðum að lesa, ég er með tölvu og síma og klukkutímarnir líða bara við eitthvað dundur. Ég er búin að koma heilmiklu í verk, unnið að ferðaáætlun fyrir hópa, sótt um styrki, sótt um vinnur, æft mig að gera dramatísk myndbönd, og unnið að markaðsefni fyrir fyrirtækið. Svo hef ég horft á Netflix, lesið bækur og hangið alveg endalaust á netinu. Það má segja að ég hafi aldrei komist í meira frí en þetta!“ Veist aldrei hvort fólk er smitað eða ekki Þó vel hafi gengið hjá Herdísi og fjölskyldu segist hún meðvituð að margir aðrir glími við mun meiri erfiðleika við veikindi og að vera í sóttkví og einangrun með fjölskyldum sínum. Hún hefði sem dæmi ekki viljað vera einstætt foreldri í einangrun með ung börn. „Ég fylgist með umræðum í lokuðum FB hóp fyrir fólk sem hefur greinst með Covid. Þar er greinilegt að mjög margir eru að glíma við mikil eftirköst eftir sjúkdóminn. Fólk lýsir vöðva- og liðverkjum, höfuðverkjum, síþreytu, mæði ofl ofl. Þó ég sé fegin að hafa komist auðveldlega í gegnum sjúkdóminn þá er það er frekar hrollvekjandi að hugsa til þess að vera hugsanlega komin með einhver varanleg eftirköst á borð við síþreytu og vefjagigt.“ Greinilega sé mjög mikilvægt að fara mjög vel með sig og fara sér alls ekki um of. Hún leggur mikla áherslu á það. Vinkona hennar hafi greinst með Covid en haldið áfram í fullri vinnu í einangrun. Á tíunda degi hafi hún „krassað“. Fór svo að einangrunin varði í 35 daga. „Covid leggst á mörg líffæri og allt kerfið veikist. Ef fólk fer fram úr sér þá virðist það í meiri hættu að fá eftirköst. Ég hef því að mestu haldið kyrru fyrir og bara gert það sem mig langar til. Þannig að, fariði varlega þarna úti. Notiði grímur, haldið fjarlægð og verið dugleg að spritta og sótthreinsa. Þetta smitast SVO auðveldlega á milli fólks og þú veist aldrei hvort fólkið sem þú hittir hafi hitt annan sem var smitaður en einkennalaus.“ Eins og þið kannski vitið smitaðist ég af Covid og er ein af yfir yfir 670 manns í einangrun í dag. Það hefur rignt...Posted by Herdís Friðriksdóttir on Monday, October 5, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Bláskógabyggð Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Íbúi í Bláskógabyggð sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. Vinkona hennar hafi unnið streitulaust í einangrun og krassað á tíunda degi. 670 manns eru í einangrun sem stendur hér á landi með Covid-19. „Þetta er lúmskur fjandi!“ segir Herdís Friðriksdóttir sem rekur ferðaskrifstofuna Understand Iceland. Herdís smitaðist af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 17. september. Viku síðar fór hún í einangrun sem lýkur á fimmtudag. Hún segist hafa legið í einn og hálfan sólarhring með hita en verið svo til hitalaus síðan, þó aðeins slöpp. Hún hafi lagt mikla áherslu á að hvíla sig. Herdís lýsir því hvernig hún hafi smitast í eða eftir sakleysislegan göngutúr þann 17. september. Í sóttkví um leið og göngufélaginn greindist „Við gengum um (grímulaust) í ca 20 mín og það þurfti ekki meira til! Viðkomandi var einkennalaus en hafði hitt einstakling, líka einkennalaus, sem hafði verið á Irish Pub. Eftir gönguna spjölluðum svo aðeins inni í eldhúsi og þó við hefðum ekki verið alltaf með 1 m regluna þá vorum við að passa okkur og snertumst t.d. aldrei. Þetta er greinilega bráðsmitandi!“ Göngutúr með einkennalausum vini sem hafði hitta annan einkennalausan vin, sem hafði verið gestur á Irishman hópsýkingarkvöldið mikla, leiddi til smits hjá Herdísi.Vísir/Vilhelm Um leið og fréttist af smitunum á Irish pub fórum við að passa okkur og þegar viðkomandi göngufélagi greindist með covid þá fórum við öll á heimilinu strax í sóttkví og tókst þannig að stöðva frekara smit frá okkur. Sem betur fer!“ Hún hafi fengið einkenni þremur dögum síðar og farið í einangrun. „Viku eftir göngutúrinn fórum við öll fjölskyldan í test og reyndist ég með covid en aðrir á heimilinu hafa sloppið. Ég missti bragð og lyktarskyn viku eftir að ég fékk fyrstu einkenni og það var ákveðið sjokk. Það er stórfurðulegt að finna ekkert bragð né lykt. En sem betur fer kom það aftur 3 dögum síðar. Það er þó ekki alveg 100% og ég finn stundum ólykt og bragð, þó það sé ekkert sem truflar mig.“ Fyllt á ísskáp og sprittdunka Hún þakkar fyrir regluleg símtöl frá Covid-göngudeildinni og segir þjónustna ótrúlega góða. „Ég er búin að vera í einangrun í 15 daga en losna út á fimmtudaginn næsta. Ég er búin að vera einkennalaus í amk viku og enginn annar smitast á heimilinu. Við höfum passað allar sóttvarnir, notum einnota hanska, grímur og sprittum og sótthreinsum allt sem við snertum. Ég hef verið meira og minna inni í herbergi allan þennan tíma. Fjölskylda, vinir og nágrannar hafa boðið fram þjónustu sína og það er búið að sjá til þess að fylla ísskápinn og alla sprittdunka. Fólk í sóttkví má keyra og það auðveldar að sækja ýmislegt „stass“ sem aðrir skilja eftir handa okkur.“ Fjölskyldan færi henni mat, komi í dyragættina til að spjalla og svo sé fólk í sambandi símleiðis og í spjallskilaboðum. Alma Möller landlæknir hefur endurtekið rætt það að afleiðingar Covid-19 liggi ekki fyrir enda kórónuveiran ný af nálinni. Fólk bregðist misjafnlega við sjúkdómnum.Vísir/Vilhelm „Mér leiðist aldrei og finnst þetta frekar notalegt, nóg af bókum og blöðum að lesa, ég er með tölvu og síma og klukkutímarnir líða bara við eitthvað dundur. Ég er búin að koma heilmiklu í verk, unnið að ferðaáætlun fyrir hópa, sótt um styrki, sótt um vinnur, æft mig að gera dramatísk myndbönd, og unnið að markaðsefni fyrir fyrirtækið. Svo hef ég horft á Netflix, lesið bækur og hangið alveg endalaust á netinu. Það má segja að ég hafi aldrei komist í meira frí en þetta!“ Veist aldrei hvort fólk er smitað eða ekki Þó vel hafi gengið hjá Herdísi og fjölskyldu segist hún meðvituð að margir aðrir glími við mun meiri erfiðleika við veikindi og að vera í sóttkví og einangrun með fjölskyldum sínum. Hún hefði sem dæmi ekki viljað vera einstætt foreldri í einangrun með ung börn. „Ég fylgist með umræðum í lokuðum FB hóp fyrir fólk sem hefur greinst með Covid. Þar er greinilegt að mjög margir eru að glíma við mikil eftirköst eftir sjúkdóminn. Fólk lýsir vöðva- og liðverkjum, höfuðverkjum, síþreytu, mæði ofl ofl. Þó ég sé fegin að hafa komist auðveldlega í gegnum sjúkdóminn þá er það er frekar hrollvekjandi að hugsa til þess að vera hugsanlega komin með einhver varanleg eftirköst á borð við síþreytu og vefjagigt.“ Greinilega sé mjög mikilvægt að fara mjög vel með sig og fara sér alls ekki um of. Hún leggur mikla áherslu á það. Vinkona hennar hafi greinst með Covid en haldið áfram í fullri vinnu í einangrun. Á tíunda degi hafi hún „krassað“. Fór svo að einangrunin varði í 35 daga. „Covid leggst á mörg líffæri og allt kerfið veikist. Ef fólk fer fram úr sér þá virðist það í meiri hættu að fá eftirköst. Ég hef því að mestu haldið kyrru fyrir og bara gert það sem mig langar til. Þannig að, fariði varlega þarna úti. Notiði grímur, haldið fjarlægð og verið dugleg að spritta og sótthreinsa. Þetta smitast SVO auðveldlega á milli fólks og þú veist aldrei hvort fólkið sem þú hittir hafi hitt annan sem var smitaður en einkennalaus.“ Eins og þið kannski vitið smitaðist ég af Covid og er ein af yfir yfir 670 manns í einangrun í dag. Það hefur rignt...Posted by Herdís Friðriksdóttir on Monday, October 5, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Bláskógabyggð Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels