„Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. október 2020 18:45 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. „Við vitum að það er ekki hægt að sjá allt fyrir. En það er samt ekki lögmál að vera alltaf á eftir veirunni. Það er hægt að ýta ákveðnum hlutum strax út af borðinu til að veita fólki meiri vissu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og nefnir þar nokkur dæmi. „Hversu lengi tekjutengdar atvinnuleysisbætur eigi að virka, hversu langt aftur í tímann. Einnig hlutabótaleiðin, það skiptir miklu máli fyrir fólk að vita hversu lengi sú annars ágæta aðgerð eigi að virka,“ segir Þorgerður. Umræður um fjárlög hófust í dag og halda áfram í vikunni. Gert er ráð fyrir yfir 260 milljarða króna halla á þessi ári og því næsta, eða mesta halla Íslandssögunnar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi að ekki sé ráðist í niðurskurð við þessar aðstæður. „Það er augljóst að ríkisstjórnin þorir ekki að mæta miklum halla með því að draga úr umsvifum hins opinbera. Til þess er of stutt til kosninga,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, segir nauðsynlegt að koma til móts við fólk nú þegar engin störf eru í boði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í fjárlögum er ekki gert ráð fyrir hækkun atvinnuleysisbóta. Fjármálaráðherra vísaði í dag til þess að grunnatvinnuleysisbætur væru nú þegar nálægt lægstu launum. „Það er mjög varasamt að fara hreyfa mikið við atvinnuleysisbótunum þannig að þú sért á endanum jafn settur, og mögulega ef menn ganga of langt, betur settur heldur en þeir sem eru að mæta til vinnu og skila öllu sínu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar sagði hækkun bótanna gagnast sem tímabunda aðgerð í þessu ástandi. „Það vill enginn vera atvinnulaus. Það er það sem ég er að reyna draga fram. Það hafa 20 þúsund störf horfið. Og á meðan við sjáum ekki metnaðarfyllri atvinnuuppbyggingu og sköpun starfa þurfum við að nálgast þennan hóp,“ sagði Ágúst. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. „Við vitum að það er ekki hægt að sjá allt fyrir. En það er samt ekki lögmál að vera alltaf á eftir veirunni. Það er hægt að ýta ákveðnum hlutum strax út af borðinu til að veita fólki meiri vissu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og nefnir þar nokkur dæmi. „Hversu lengi tekjutengdar atvinnuleysisbætur eigi að virka, hversu langt aftur í tímann. Einnig hlutabótaleiðin, það skiptir miklu máli fyrir fólk að vita hversu lengi sú annars ágæta aðgerð eigi að virka,“ segir Þorgerður. Umræður um fjárlög hófust í dag og halda áfram í vikunni. Gert er ráð fyrir yfir 260 milljarða króna halla á þessi ári og því næsta, eða mesta halla Íslandssögunnar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi að ekki sé ráðist í niðurskurð við þessar aðstæður. „Það er augljóst að ríkisstjórnin þorir ekki að mæta miklum halla með því að draga úr umsvifum hins opinbera. Til þess er of stutt til kosninga,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, segir nauðsynlegt að koma til móts við fólk nú þegar engin störf eru í boði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í fjárlögum er ekki gert ráð fyrir hækkun atvinnuleysisbóta. Fjármálaráðherra vísaði í dag til þess að grunnatvinnuleysisbætur væru nú þegar nálægt lægstu launum. „Það er mjög varasamt að fara hreyfa mikið við atvinnuleysisbótunum þannig að þú sért á endanum jafn settur, og mögulega ef menn ganga of langt, betur settur heldur en þeir sem eru að mæta til vinnu og skila öllu sínu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar sagði hækkun bótanna gagnast sem tímabunda aðgerð í þessu ástandi. „Það vill enginn vera atvinnulaus. Það er það sem ég er að reyna draga fram. Það hafa 20 þúsund störf horfið. Og á meðan við sjáum ekki metnaðarfyllri atvinnuuppbyggingu og sköpun starfa þurfum við að nálgast þennan hóp,“ sagði Ágúst.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum