Vill sjá grímur oftar á andlitum landsmanna Sylvía Hall skrifar 5. október 2020 23:15 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Bjarni Einarsson Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, segir grímunotkun geta haft veruleg áhrif á þróun faraldursins hér á landi. Aukin þekking á sjúkdómnum renni frekari stoðum undir þá hugmynd að grímur geti spornað gegn frekari smitum og það gæti verið ákjósanlegt að fólk noti þær við fleiri tilefni. Hann segir marga þætti skipta máli í sóttvarnaaðgerðum en grímur séu „klárlega einn nauðsynlegur liður“ í því að koma í veg fyrir smit. Jón Magnús, sem hefur einnig starfað á Covid-göngudeild Landspítalans, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að hann væri ekki viss um að það væri þó réttlætanlegt að setja almenna grímuskyldu á almannafæri. „Grímuskylda gefur svolítið til kynna að það séu afleiðingar af því að fylgja því ekki. Ekki allir hafa fullkomið aðgengi að grímum,“ sagði Jón Magnús og vísaði til þess að kostnaður við regluleg grímukaup gætu reynst mörgum erfið. Þó sæi hann fulla ástæðu til þess að hvetja frekari grímunotkunar, þá sérstaklega á stöðum eins og í matvörubúðum þar sem fólk getur ekki verið visst um að viðhalda fjarlægðarmörkum. „Þó það sé ekki grímuskylda þurfum við að búa til umhverfi sem hvetur til grímunotkunar við sem flestar aðstæður.“ Grímuskylda hefur verið tekin upp í Strætó. Jón Magnús segir skynsamlegt að fólk noti grímur í aðstæðum þar sem ekki er víst að hægt sé að tryggja fjarlægðarmörk.Vísir/Vilhelm Mun meira smitandi en flensa Að sögn Jóns Magnúsar er skiljanlegt að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á grímunotkun snemma í faraldrinum. Sjálfur hafi hann ekki sett það í forgang í umræðu um kórónuveirufaraldurinn en viðurkennir í dag að það hafi verið rangt. „Margar sýkingar og margir smitsjúkdómar í öndunarfærum dreifa sér þannig best ef fólk er með mikil einkenni. Klassískt dæmi er flensa og hún dreifist fyrst og fremst þegar fólk er með einkenni flensu. Það sem við lærðum þegar leið á er að fólk gat verið, og er, smitandi með Covid-19 áður en einkennin koma fram,“ segir Jón Magnús. „Það leiddi eiginlega til þess að það sem var ríkjandi stefna fyrst var að grímur hjálpuðu ekki, en það var byggt á þeirri þekkingu sem við bjuggum við fyrstu mánuði faraldursins.“ Hann segir einkennalausa smita þannig út frá sér og það sé stór liður í dreifingu sjúkdómsins. Þegar kemur að flensunni þurfi einungis að hafa áhyggjur af þeim sem séu með einkenni og því breyti andlitsgrímur litlu. „Hérna er þetta miklu stærri hópur,“ segir Jón Magnús. Ekki er víst að fólk geti alltaf tryggt eins metra fjarlægð á almannafæri.Vísir/vilhelm Engin ein lausn „Það sem er stundum flókið í þessari umræðu og flækti þetta snemma í faraldrinum, að þau lönd sem hafa beitt grímuskyldum til þessa hafa líka beitt mörgum öðrum inngripum. Þar má nefna Suður-Kóreu, Suður-Kórea er fullkomið dæmi um land sem beitti mjög snemma grímuskyldu,“ segir Jón Magnús aðspurður um hvort dæmi séu um vel heppnaða grímuskyldu. Hann segir Suður-Kóreu einnig hafa beitt víðtækri smitrakningu sem hafi skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Nú þegar lengra sé liðið frá því að faraldurinn hófst er ljóst að grímunotkun geti haft mikil áhrif og komið í veg fyrir frekara smit. „Því lengur sem þú ert í návígi við einhvern annan án grímu er meiri hætta á dreifingu ef annar hvor einstaklingurinn er með Covid-19.“ Þrátt fyrir að mæla sterklega með frekari grímunotkun áréttar hann að margt annað skipti máli. Persónulegar sóttvarnir á borð við handþvott og sótthreinsun hafi borið árangur og grímunotkun komi ekki í stað annarra sóttvarna. „Ég held að aðalatriðið í þessu öllu er að það er aldrei einhvern ein lausn sem lagar allt – þetta eru mörg atriði sem við þurfum að huga að.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jón Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tuttugu manna samkomubann hefur tekið gildi Á miðnætti tóku gildi verulega hertar samkomutakmarkanir frá því sem verið hefur undanfarið. 5. október 2020 06:16 „Pestin verður ekki kveðin í kútinn fyrr en í lok næsta árs“ Það er óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar sóttvarnaraðgerðir er tekin og þar til þær taka gildi að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. 4. október 2020 19:15 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, segir grímunotkun geta haft veruleg áhrif á þróun faraldursins hér á landi. Aukin þekking á sjúkdómnum renni frekari stoðum undir þá hugmynd að grímur geti spornað gegn frekari smitum og það gæti verið ákjósanlegt að fólk noti þær við fleiri tilefni. Hann segir marga þætti skipta máli í sóttvarnaaðgerðum en grímur séu „klárlega einn nauðsynlegur liður“ í því að koma í veg fyrir smit. Jón Magnús, sem hefur einnig starfað á Covid-göngudeild Landspítalans, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að hann væri ekki viss um að það væri þó réttlætanlegt að setja almenna grímuskyldu á almannafæri. „Grímuskylda gefur svolítið til kynna að það séu afleiðingar af því að fylgja því ekki. Ekki allir hafa fullkomið aðgengi að grímum,“ sagði Jón Magnús og vísaði til þess að kostnaður við regluleg grímukaup gætu reynst mörgum erfið. Þó sæi hann fulla ástæðu til þess að hvetja frekari grímunotkunar, þá sérstaklega á stöðum eins og í matvörubúðum þar sem fólk getur ekki verið visst um að viðhalda fjarlægðarmörkum. „Þó það sé ekki grímuskylda þurfum við að búa til umhverfi sem hvetur til grímunotkunar við sem flestar aðstæður.“ Grímuskylda hefur verið tekin upp í Strætó. Jón Magnús segir skynsamlegt að fólk noti grímur í aðstæðum þar sem ekki er víst að hægt sé að tryggja fjarlægðarmörk.Vísir/Vilhelm Mun meira smitandi en flensa Að sögn Jóns Magnúsar er skiljanlegt að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á grímunotkun snemma í faraldrinum. Sjálfur hafi hann ekki sett það í forgang í umræðu um kórónuveirufaraldurinn en viðurkennir í dag að það hafi verið rangt. „Margar sýkingar og margir smitsjúkdómar í öndunarfærum dreifa sér þannig best ef fólk er með mikil einkenni. Klassískt dæmi er flensa og hún dreifist fyrst og fremst þegar fólk er með einkenni flensu. Það sem við lærðum þegar leið á er að fólk gat verið, og er, smitandi með Covid-19 áður en einkennin koma fram,“ segir Jón Magnús. „Það leiddi eiginlega til þess að það sem var ríkjandi stefna fyrst var að grímur hjálpuðu ekki, en það var byggt á þeirri þekkingu sem við bjuggum við fyrstu mánuði faraldursins.“ Hann segir einkennalausa smita þannig út frá sér og það sé stór liður í dreifingu sjúkdómsins. Þegar kemur að flensunni þurfi einungis að hafa áhyggjur af þeim sem séu með einkenni og því breyti andlitsgrímur litlu. „Hérna er þetta miklu stærri hópur,“ segir Jón Magnús. Ekki er víst að fólk geti alltaf tryggt eins metra fjarlægð á almannafæri.Vísir/vilhelm Engin ein lausn „Það sem er stundum flókið í þessari umræðu og flækti þetta snemma í faraldrinum, að þau lönd sem hafa beitt grímuskyldum til þessa hafa líka beitt mörgum öðrum inngripum. Þar má nefna Suður-Kóreu, Suður-Kórea er fullkomið dæmi um land sem beitti mjög snemma grímuskyldu,“ segir Jón Magnús aðspurður um hvort dæmi séu um vel heppnaða grímuskyldu. Hann segir Suður-Kóreu einnig hafa beitt víðtækri smitrakningu sem hafi skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Nú þegar lengra sé liðið frá því að faraldurinn hófst er ljóst að grímunotkun geti haft mikil áhrif og komið í veg fyrir frekara smit. „Því lengur sem þú ert í návígi við einhvern annan án grímu er meiri hætta á dreifingu ef annar hvor einstaklingurinn er með Covid-19.“ Þrátt fyrir að mæla sterklega með frekari grímunotkun áréttar hann að margt annað skipti máli. Persónulegar sóttvarnir á borð við handþvott og sótthreinsun hafi borið árangur og grímunotkun komi ekki í stað annarra sóttvarna. „Ég held að aðalatriðið í þessu öllu er að það er aldrei einhvern ein lausn sem lagar allt – þetta eru mörg atriði sem við þurfum að huga að.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jón Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tuttugu manna samkomubann hefur tekið gildi Á miðnætti tóku gildi verulega hertar samkomutakmarkanir frá því sem verið hefur undanfarið. 5. október 2020 06:16 „Pestin verður ekki kveðin í kútinn fyrr en í lok næsta árs“ Það er óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar sóttvarnaraðgerðir er tekin og þar til þær taka gildi að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. 4. október 2020 19:15 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Tuttugu manna samkomubann hefur tekið gildi Á miðnætti tóku gildi verulega hertar samkomutakmarkanir frá því sem verið hefur undanfarið. 5. október 2020 06:16
„Pestin verður ekki kveðin í kútinn fyrr en í lok næsta árs“ Það er óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar sóttvarnaraðgerðir er tekin og þar til þær taka gildi að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. 4. október 2020 19:15
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent