Björgunarhringnum kastað Árni Steinn Viggósson skrifar 6. október 2020 08:02 Ég er einn af fjölmörgum Íslendingum sem rekur lítinn veitingastað og leita nú allra leiða til að halda staðnum í rekstri og borga starfsfólki mínu laun. Þegar allt lokaði í vor aðlagaði ég reksturinn að aðstæðunum eftir fremsta megni, eins og fleiri í geiranum. Þannig fór ég m.a. að bjóða upp á heimsendingu og gekk hún vel framan af. Á litla veitingastaðnum mínum sel ég bæði mat og drykk. Þeir sem mæta á staðinn mega, eðli málsins samkvæmt, kaupa allan matinn og alla drykkina sem ég hef upp á bjóða. Þeir sem panta heimsendingu á netinu mega hins vegar bara panta mat og takmarkaðan hluta drykkjanna. Þannig má ég, lögum samkvæmt, ekki leyfa viðskiptavinum mínum að panta sér vel valinn bjór eða vín með matnum sem þeir panta á netinu. Næstu vikur mun aðsókn á staðinn minn fyrirsjáanlega minnka gríðarlega. Þess vegna þarf ég að reiða mig á netpantanir og heimsendingu, ef ég ætla yfir höfuð að halda áfram rekstri og hafa fólk í vinnu. Eins og algengt er í þessum rekstri stendur sala á bjór og léttvíni, sem fólk neytir í hófi með matnum, undir meira en fimmtungi tekna staðarins. Það er því gríðarlegt högg að á sama tíma og meirihluti gesta á staðnum hverfur, sé mér bannað að selja vörur sem standa alla jafna undir stórum hluta teknanna á netinu ásamt matnum. Með því að breyta reglunum hvað þetta varðar mætti líklega bjarga fjölmörgum stöðum eins og mínum, og starfsfólki þeirra, í gegnum stærstu öldurnar. Nýlega kastaði dómsmálaráðherra út kærkomnum björgunarhring til veitingageirans þegar hún lagði til jafnræði í netverslun með áfengi. Með því að heimila íslenska netverslun, eins og lagt er til, gæti velta margra staða aukist nægilega til að þeir geti að minnsta kosti haldið baráttunni áfram næstu mánuði og haldið fólki í vinnu. Veitingarekstur gerir fáa að milljónamæringum. Hins vegar dregur geirinn að sér skapandi fólk úr öllum áttum, auðgar menningu landsins, veitir fólki gleði og býr til ótal störf. Þegar ég opnaði staðinn minn fyrir tæpu ári síðan var mér efst í huga að skapa eitthvað nýtt og þjóna fólki sem átti ekki úr mörgum stöðum við sitt hæfi að velja. Ég vona að ég geti haldið því áfram. Ég vona því að þingmenn og almenningur taki tillögunum fagnandi. Þannig getum við gripið björgunarhringinn og haldið áfram að gera það sem við elskum. Það er nefnilega ekki bara minn staður og mitt starfsfólk undir, heldur allur veitingageirinn. Höfundur rekur lítinn veitingastað í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Ég er einn af fjölmörgum Íslendingum sem rekur lítinn veitingastað og leita nú allra leiða til að halda staðnum í rekstri og borga starfsfólki mínu laun. Þegar allt lokaði í vor aðlagaði ég reksturinn að aðstæðunum eftir fremsta megni, eins og fleiri í geiranum. Þannig fór ég m.a. að bjóða upp á heimsendingu og gekk hún vel framan af. Á litla veitingastaðnum mínum sel ég bæði mat og drykk. Þeir sem mæta á staðinn mega, eðli málsins samkvæmt, kaupa allan matinn og alla drykkina sem ég hef upp á bjóða. Þeir sem panta heimsendingu á netinu mega hins vegar bara panta mat og takmarkaðan hluta drykkjanna. Þannig má ég, lögum samkvæmt, ekki leyfa viðskiptavinum mínum að panta sér vel valinn bjór eða vín með matnum sem þeir panta á netinu. Næstu vikur mun aðsókn á staðinn minn fyrirsjáanlega minnka gríðarlega. Þess vegna þarf ég að reiða mig á netpantanir og heimsendingu, ef ég ætla yfir höfuð að halda áfram rekstri og hafa fólk í vinnu. Eins og algengt er í þessum rekstri stendur sala á bjór og léttvíni, sem fólk neytir í hófi með matnum, undir meira en fimmtungi tekna staðarins. Það er því gríðarlegt högg að á sama tíma og meirihluti gesta á staðnum hverfur, sé mér bannað að selja vörur sem standa alla jafna undir stórum hluta teknanna á netinu ásamt matnum. Með því að breyta reglunum hvað þetta varðar mætti líklega bjarga fjölmörgum stöðum eins og mínum, og starfsfólki þeirra, í gegnum stærstu öldurnar. Nýlega kastaði dómsmálaráðherra út kærkomnum björgunarhring til veitingageirans þegar hún lagði til jafnræði í netverslun með áfengi. Með því að heimila íslenska netverslun, eins og lagt er til, gæti velta margra staða aukist nægilega til að þeir geti að minnsta kosti haldið baráttunni áfram næstu mánuði og haldið fólki í vinnu. Veitingarekstur gerir fáa að milljónamæringum. Hins vegar dregur geirinn að sér skapandi fólk úr öllum áttum, auðgar menningu landsins, veitir fólki gleði og býr til ótal störf. Þegar ég opnaði staðinn minn fyrir tæpu ári síðan var mér efst í huga að skapa eitthvað nýtt og þjóna fólki sem átti ekki úr mörgum stöðum við sitt hæfi að velja. Ég vona að ég geti haldið því áfram. Ég vona því að þingmenn og almenningur taki tillögunum fagnandi. Þannig getum við gripið björgunarhringinn og haldið áfram að gera það sem við elskum. Það er nefnilega ekki bara minn staður og mitt starfsfólk undir, heldur allur veitingageirinn. Höfundur rekur lítinn veitingastað í Reykjavík.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun