Bar grímu og gaf myndavélum þumal á leiðinni út af sjúkrahúsinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 23:31 Donald Trump gekk út af Walter Reed-herspítalanum í kvöld þaðan sem hann hélt aftur með þyrlu í Hvíta húsið eftir þriggja daga dvöl á spítala. AP/Evan Vucc Donald Trump Bandaríkjaforseti er farinn af Walter Reed-sjúkrahúsinu. Forsetinn var fluttur með þyrlu frá sjúkrahúsinu og til baka í Hvíta húsið fyrr í kvöld en hann greindi sjálfur frá því á Twitter í dag að hann hygðist yfirgefa spítalann í kvöld. Forsetinn bar grímu fyrir vitum sér, lyfti þumalfingri og reisti hnefann fyrir myndavélar sem hann gekk út af spítalanum. Sean P. Conley, læknir forsetans, segir þó að ekki verði „endanlega hægt að anda léttar“ fyrr en í fyrsta lagi eftir viku. President Trump gives a thumbs up and raises his fist as he leaves Walter Reed Medical Center wearing a surgical mask. Reporters are heard asking, "How many of your staff are sick?" and "Do you think you might be a super spreader, Mr. President?" https://t.co/U5qnHU3CKy pic.twitter.com/8fZDy6qUAO— CBS News (@CBSNews) October 5, 2020 Trump dvaldi alls í þrjár nætur á sjúkrahúsinu en þótt hann sé nú snúinn til baka í Hvíta húsið er hann þó að sögn Conley læknis ekki alveg laus allra mála eftir að hafa greinst smitaður af covid-19. „Síðasta sólarhringinn hefur ástand forsetans haldið áfram að batna,“ sagði Conley við blaðamenn utan við sjúkrahúsið í kvöld og bætti við að forsetinn uppfylli allar kröfur til þess að útskrifast. Forsetinn var fluttur með þyrlu aftur í Hvíta húsið. AP/Alex Brandon Hann svaraði jafnframt spurningum blaðamanna um ástand forsetans og greindi frá því að hann hafi fengið þriðja skammtinn af veirulyfinu remdesivir og að hann haldi áfram að taka dexamethasone, steralyf sem hafi sýnt sig að verki vel á sjúklinga sem hafa orðið mjög veikir af covid-19. „Við horfum til helgarinnar,“ sagði Conley. „Ef við getum komist í gegnum mánudaginn, með hann í sama ástandi eða betra, þá getum við loksins andað léttar.“ Hann svaraði því ekki með skýrum hætti hvort forsetinn yrði í einangrun á heimili sínu. Hér má sjá Donald Trump við það að taka af sér grímuna eftir að vera mættur til baka í Hvíta húsið. AP/Alex Brandon Fjöldi covid-19 smitaðra sem starfa í vestur álmu Hvíta hússins hefur farið vaxandi undanfarna daga en síðast í dag bættist blaðafulltrúi Trump, Keyleigh McEnany, í hóp þeirra starfsmanna sem sýktir eru af veirunni. Fleiri en 200 þúsund eru látnir í Bandaríkjunum af völdum covid-19 eftir að faraldurinn hófst. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er farinn af Walter Reed-sjúkrahúsinu. Forsetinn var fluttur með þyrlu frá sjúkrahúsinu og til baka í Hvíta húsið fyrr í kvöld en hann greindi sjálfur frá því á Twitter í dag að hann hygðist yfirgefa spítalann í kvöld. Forsetinn bar grímu fyrir vitum sér, lyfti þumalfingri og reisti hnefann fyrir myndavélar sem hann gekk út af spítalanum. Sean P. Conley, læknir forsetans, segir þó að ekki verði „endanlega hægt að anda léttar“ fyrr en í fyrsta lagi eftir viku. President Trump gives a thumbs up and raises his fist as he leaves Walter Reed Medical Center wearing a surgical mask. Reporters are heard asking, "How many of your staff are sick?" and "Do you think you might be a super spreader, Mr. President?" https://t.co/U5qnHU3CKy pic.twitter.com/8fZDy6qUAO— CBS News (@CBSNews) October 5, 2020 Trump dvaldi alls í þrjár nætur á sjúkrahúsinu en þótt hann sé nú snúinn til baka í Hvíta húsið er hann þó að sögn Conley læknis ekki alveg laus allra mála eftir að hafa greinst smitaður af covid-19. „Síðasta sólarhringinn hefur ástand forsetans haldið áfram að batna,“ sagði Conley við blaðamenn utan við sjúkrahúsið í kvöld og bætti við að forsetinn uppfylli allar kröfur til þess að útskrifast. Forsetinn var fluttur með þyrlu aftur í Hvíta húsið. AP/Alex Brandon Hann svaraði jafnframt spurningum blaðamanna um ástand forsetans og greindi frá því að hann hafi fengið þriðja skammtinn af veirulyfinu remdesivir og að hann haldi áfram að taka dexamethasone, steralyf sem hafi sýnt sig að verki vel á sjúklinga sem hafa orðið mjög veikir af covid-19. „Við horfum til helgarinnar,“ sagði Conley. „Ef við getum komist í gegnum mánudaginn, með hann í sama ástandi eða betra, þá getum við loksins andað léttar.“ Hann svaraði því ekki með skýrum hætti hvort forsetinn yrði í einangrun á heimili sínu. Hér má sjá Donald Trump við það að taka af sér grímuna eftir að vera mættur til baka í Hvíta húsið. AP/Alex Brandon Fjöldi covid-19 smitaðra sem starfa í vestur álmu Hvíta hússins hefur farið vaxandi undanfarna daga en síðast í dag bættist blaðafulltrúi Trump, Keyleigh McEnany, í hóp þeirra starfsmanna sem sýktir eru af veirunni. Fleiri en 200 þúsund eru látnir í Bandaríkjunum af völdum covid-19 eftir að faraldurinn hófst.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“