Stöðugleiki Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 6. október 2020 07:30 Jónas Hallgrímsson orti „allt er í heiminum hverfult“ í ljóði samnefndu landinu okkar góða. Án þess að ræða sérstaklega gengi og tilurð krónunnar þá er það í yfirgnæfandi fjölda tilfella þegar Íslendingar ræða stöðugleika að íslenska krónan sé tengd við umræðuna. Við þurfum að leita að og viðhalda stöðugleika. Ómældur tími og orka fer í slíkar aðgerðir og afrakstur misgóður. Og við erum ekkert endilega sátt í þessu leitarferli því innst inni finnst okkur við vera að leita að einhverju sem aldrei birtist. Það hefur ekki verið stöðugleika að finna á Íslandi í 46 ár. Ekkert frekar þó við skoðum líf foreldra okkar og enn síður æviskeið afa og ömmu. Síðan birtist lítill veiruskratti sem gárar og gruggar vatnið í sífellu svo sjaldnast sést til botns. Alveg eins og samfélagsmiðlar eru stærsta félagsfræðitilraun mannkynssögunnar og við öll ófrjáls viðföng þá er tilfinningin sú að í veiruviðureigninni séum við látin ganga í gegnum síendurteknar æfingar í þolinmæði og þrautseigju. Það eina sem stöðugt er á Íslandi eru árlegar lægðir sem ganga upp að landinu, staðreynd sem á tilurð sína af legu lands á miðju Atlantshafi norðarlega, og önnur fjölbreytt veðurfarsleg einkenni allan ársins hring. Það er því affarasælast að gera sér grein fyrir aðstæðum, einblína á forvarnir og viðbrögð með því að búa sig vel og pakka trampolínum saman í tæka tíð. Grímur, sápa, spritt og nándarfælni eru nauðsyn sem og samstaða með góðum skammt af samhygð. Skjót og skilvirk aðlögunarhæfni er okkur öllum í blóð búin og gerir okkur kleift að búa þetta land saman – ekki leitin að stöðugleikanum sem er ekki til. Niðurstaðan ef einhver er: það eru þrjár – fjórar árstíðir á Íslandi eftir því hvernig viðrar. Til að lifa af síbreytilegt umhverfi okkar mætti ætla að SAMstaða, SAMvinna og SAMhugur skili okkur langt. Hugurinn ber okkur hálfa leið og er úrslitainnihaldsefni þegar við stefnum á afburðaárangur. Svo „hlýðum Víði“ - stillum hugarfarið af og stefnum að framúrskarandi árangri. Við búum nefninlega hér SAMan. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Jónas Hallgrímsson orti „allt er í heiminum hverfult“ í ljóði samnefndu landinu okkar góða. Án þess að ræða sérstaklega gengi og tilurð krónunnar þá er það í yfirgnæfandi fjölda tilfella þegar Íslendingar ræða stöðugleika að íslenska krónan sé tengd við umræðuna. Við þurfum að leita að og viðhalda stöðugleika. Ómældur tími og orka fer í slíkar aðgerðir og afrakstur misgóður. Og við erum ekkert endilega sátt í þessu leitarferli því innst inni finnst okkur við vera að leita að einhverju sem aldrei birtist. Það hefur ekki verið stöðugleika að finna á Íslandi í 46 ár. Ekkert frekar þó við skoðum líf foreldra okkar og enn síður æviskeið afa og ömmu. Síðan birtist lítill veiruskratti sem gárar og gruggar vatnið í sífellu svo sjaldnast sést til botns. Alveg eins og samfélagsmiðlar eru stærsta félagsfræðitilraun mannkynssögunnar og við öll ófrjáls viðföng þá er tilfinningin sú að í veiruviðureigninni séum við látin ganga í gegnum síendurteknar æfingar í þolinmæði og þrautseigju. Það eina sem stöðugt er á Íslandi eru árlegar lægðir sem ganga upp að landinu, staðreynd sem á tilurð sína af legu lands á miðju Atlantshafi norðarlega, og önnur fjölbreytt veðurfarsleg einkenni allan ársins hring. Það er því affarasælast að gera sér grein fyrir aðstæðum, einblína á forvarnir og viðbrögð með því að búa sig vel og pakka trampolínum saman í tæka tíð. Grímur, sápa, spritt og nándarfælni eru nauðsyn sem og samstaða með góðum skammt af samhygð. Skjót og skilvirk aðlögunarhæfni er okkur öllum í blóð búin og gerir okkur kleift að búa þetta land saman – ekki leitin að stöðugleikanum sem er ekki til. Niðurstaðan ef einhver er: það eru þrjár – fjórar árstíðir á Íslandi eftir því hvernig viðrar. Til að lifa af síbreytilegt umhverfi okkar mætti ætla að SAMstaða, SAMvinna og SAMhugur skili okkur langt. Hugurinn ber okkur hálfa leið og er úrslitainnihaldsefni þegar við stefnum á afburðaárangur. Svo „hlýðum Víði“ - stillum hugarfarið af og stefnum að framúrskarandi árangri. Við búum nefninlega hér SAMan. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar