Stöðugleiki Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 6. október 2020 07:30 Jónas Hallgrímsson orti „allt er í heiminum hverfult“ í ljóði samnefndu landinu okkar góða. Án þess að ræða sérstaklega gengi og tilurð krónunnar þá er það í yfirgnæfandi fjölda tilfella þegar Íslendingar ræða stöðugleika að íslenska krónan sé tengd við umræðuna. Við þurfum að leita að og viðhalda stöðugleika. Ómældur tími og orka fer í slíkar aðgerðir og afrakstur misgóður. Og við erum ekkert endilega sátt í þessu leitarferli því innst inni finnst okkur við vera að leita að einhverju sem aldrei birtist. Það hefur ekki verið stöðugleika að finna á Íslandi í 46 ár. Ekkert frekar þó við skoðum líf foreldra okkar og enn síður æviskeið afa og ömmu. Síðan birtist lítill veiruskratti sem gárar og gruggar vatnið í sífellu svo sjaldnast sést til botns. Alveg eins og samfélagsmiðlar eru stærsta félagsfræðitilraun mannkynssögunnar og við öll ófrjáls viðföng þá er tilfinningin sú að í veiruviðureigninni séum við látin ganga í gegnum síendurteknar æfingar í þolinmæði og þrautseigju. Það eina sem stöðugt er á Íslandi eru árlegar lægðir sem ganga upp að landinu, staðreynd sem á tilurð sína af legu lands á miðju Atlantshafi norðarlega, og önnur fjölbreytt veðurfarsleg einkenni allan ársins hring. Það er því affarasælast að gera sér grein fyrir aðstæðum, einblína á forvarnir og viðbrögð með því að búa sig vel og pakka trampolínum saman í tæka tíð. Grímur, sápa, spritt og nándarfælni eru nauðsyn sem og samstaða með góðum skammt af samhygð. Skjót og skilvirk aðlögunarhæfni er okkur öllum í blóð búin og gerir okkur kleift að búa þetta land saman – ekki leitin að stöðugleikanum sem er ekki til. Niðurstaðan ef einhver er: það eru þrjár – fjórar árstíðir á Íslandi eftir því hvernig viðrar. Til að lifa af síbreytilegt umhverfi okkar mætti ætla að SAMstaða, SAMvinna og SAMhugur skili okkur langt. Hugurinn ber okkur hálfa leið og er úrslitainnihaldsefni þegar við stefnum á afburðaárangur. Svo „hlýðum Víði“ - stillum hugarfarið af og stefnum að framúrskarandi árangri. Við búum nefninlega hér SAMan. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Jónas Hallgrímsson orti „allt er í heiminum hverfult“ í ljóði samnefndu landinu okkar góða. Án þess að ræða sérstaklega gengi og tilurð krónunnar þá er það í yfirgnæfandi fjölda tilfella þegar Íslendingar ræða stöðugleika að íslenska krónan sé tengd við umræðuna. Við þurfum að leita að og viðhalda stöðugleika. Ómældur tími og orka fer í slíkar aðgerðir og afrakstur misgóður. Og við erum ekkert endilega sátt í þessu leitarferli því innst inni finnst okkur við vera að leita að einhverju sem aldrei birtist. Það hefur ekki verið stöðugleika að finna á Íslandi í 46 ár. Ekkert frekar þó við skoðum líf foreldra okkar og enn síður æviskeið afa og ömmu. Síðan birtist lítill veiruskratti sem gárar og gruggar vatnið í sífellu svo sjaldnast sést til botns. Alveg eins og samfélagsmiðlar eru stærsta félagsfræðitilraun mannkynssögunnar og við öll ófrjáls viðföng þá er tilfinningin sú að í veiruviðureigninni séum við látin ganga í gegnum síendurteknar æfingar í þolinmæði og þrautseigju. Það eina sem stöðugt er á Íslandi eru árlegar lægðir sem ganga upp að landinu, staðreynd sem á tilurð sína af legu lands á miðju Atlantshafi norðarlega, og önnur fjölbreytt veðurfarsleg einkenni allan ársins hring. Það er því affarasælast að gera sér grein fyrir aðstæðum, einblína á forvarnir og viðbrögð með því að búa sig vel og pakka trampolínum saman í tæka tíð. Grímur, sápa, spritt og nándarfælni eru nauðsyn sem og samstaða með góðum skammt af samhygð. Skjót og skilvirk aðlögunarhæfni er okkur öllum í blóð búin og gerir okkur kleift að búa þetta land saman – ekki leitin að stöðugleikanum sem er ekki til. Niðurstaðan ef einhver er: það eru þrjár – fjórar árstíðir á Íslandi eftir því hvernig viðrar. Til að lifa af síbreytilegt umhverfi okkar mætti ætla að SAMstaða, SAMvinna og SAMhugur skili okkur langt. Hugurinn ber okkur hálfa leið og er úrslitainnihaldsefni þegar við stefnum á afburðaárangur. Svo „hlýðum Víði“ - stillum hugarfarið af og stefnum að framúrskarandi árangri. Við búum nefninlega hér SAMan. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar