Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast veldisvöxt útbreiðslunnar Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2020 12:06 Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að útbreiðsla kórónuveirunnar sé komin í veldisvöxt og nú verði allir að leggjast á eitt við að hefta útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að útbreiðsla kórónuveirunnar sé kominn í veldisvöxt. Þess vegna sé nauðsynlegt að grípa til hertari sótttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra reiknar með að hertari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu verði auglýstar von bráðar, jafnvel síðar í dag. Forsætisráðherra reiknar með að fjarlægðartakmarkanir verði hertar sem og að undanþágur frá samkomutakmörkunum verði endurskoðaðar. Þær snúa meðal annars að leikhúsum og íþróttaviðburðum.Stöð 2/Egill „Það sem við sjáum með þessum mikla fjölda smitaðra er að veiran er auðvitað búin að dreifa sér út um allt samfélag og hún er gríðarlega skæð. Smitar víða. Þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni. Ég hef verið í samskiptum við sóttvarnayfirvöld í morgun og veit til þess að þau eru að skoða að leggja til hertar aðgerðir sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,” segir Katrín. Góður árangur hafi náðist í fyrri bylgjum faraldursins og hún hafi trú á að það takist nú. Það kalli hins vegar á mjög samstilltar aðgerðir sem allir verði að taka þátt í. Hægt sé að ganga lengra í fjarlægðartakmörkunum sem enn séu einn metri og endurskoða undanþágur frá tuttugu manna samkomutakmörkunum sem sóttvarnayfirvöld séu að skoða. Klippa: Katrín Jakobsdóttir ræðir hertar aðgerðir „Ég held að staðan sé hreinlega þannig þegar við sjáum þessa miklu fjölgun í hópi þeirra sem hafa smitast. Núna eru hátt í átta hundruð manns í smitaðir í einangrun. Þetta er gríðarlegur fjöldi. Við sjáum líka að dreifingin er mjög mikil. Þannig að þá er mjög mikilvægt að grípa fast inn í til að ná stjórn á ástandinu,” segir forsætisráðherra. Hingað til hefur útbreiðsla veirunnar ekki náð veldisvexti í samfélaginu. En forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að nú sé það að gerast. „Það er full ástæða til að óttast það þegar við sjáum svona tölur. Við erum búin að hafa alltaf tvö leiðarljós fyrir framan okkur í þessum faraldri. Annars vegar að forgangsraða lífi og heilsu fólks og hins vegar að lágmarka samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Nú sjáum við aftur á móti álag á heilbrigðiskerfið okkar fara mjög vaxandi vegna þessara miklu veikinda fólks og það skiptir máli að grípa fast inn í,” sagði Katrín Jakobsdóttir skömmu fyrir hádegi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 96 börn nú í einangrun Alls eru nú 96 börn sautján ára og yngri í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19. 6. október 2020 11:27 Boða til upplýsingafundar eftir metfjölda smita Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar klukkan þrjú í dag. 6. október 2020 11:23 Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að útbreiðsla kórónuveirunnar sé kominn í veldisvöxt. Þess vegna sé nauðsynlegt að grípa til hertari sótttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra reiknar með að hertari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu verði auglýstar von bráðar, jafnvel síðar í dag. Forsætisráðherra reiknar með að fjarlægðartakmarkanir verði hertar sem og að undanþágur frá samkomutakmörkunum verði endurskoðaðar. Þær snúa meðal annars að leikhúsum og íþróttaviðburðum.Stöð 2/Egill „Það sem við sjáum með þessum mikla fjölda smitaðra er að veiran er auðvitað búin að dreifa sér út um allt samfélag og hún er gríðarlega skæð. Smitar víða. Þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni. Ég hef verið í samskiptum við sóttvarnayfirvöld í morgun og veit til þess að þau eru að skoða að leggja til hertar aðgerðir sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,” segir Katrín. Góður árangur hafi náðist í fyrri bylgjum faraldursins og hún hafi trú á að það takist nú. Það kalli hins vegar á mjög samstilltar aðgerðir sem allir verði að taka þátt í. Hægt sé að ganga lengra í fjarlægðartakmörkunum sem enn séu einn metri og endurskoða undanþágur frá tuttugu manna samkomutakmörkunum sem sóttvarnayfirvöld séu að skoða. Klippa: Katrín Jakobsdóttir ræðir hertar aðgerðir „Ég held að staðan sé hreinlega þannig þegar við sjáum þessa miklu fjölgun í hópi þeirra sem hafa smitast. Núna eru hátt í átta hundruð manns í smitaðir í einangrun. Þetta er gríðarlegur fjöldi. Við sjáum líka að dreifingin er mjög mikil. Þannig að þá er mjög mikilvægt að grípa fast inn í til að ná stjórn á ástandinu,” segir forsætisráðherra. Hingað til hefur útbreiðsla veirunnar ekki náð veldisvexti í samfélaginu. En forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að nú sé það að gerast. „Það er full ástæða til að óttast það þegar við sjáum svona tölur. Við erum búin að hafa alltaf tvö leiðarljós fyrir framan okkur í þessum faraldri. Annars vegar að forgangsraða lífi og heilsu fólks og hins vegar að lágmarka samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Nú sjáum við aftur á móti álag á heilbrigðiskerfið okkar fara mjög vaxandi vegna þessara miklu veikinda fólks og það skiptir máli að grípa fast inn í,” sagði Katrín Jakobsdóttir skömmu fyrir hádegi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 96 börn nú í einangrun Alls eru nú 96 börn sautján ára og yngri í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19. 6. október 2020 11:27 Boða til upplýsingafundar eftir metfjölda smita Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar klukkan þrjú í dag. 6. október 2020 11:23 Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
96 börn nú í einangrun Alls eru nú 96 börn sautján ára og yngri í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19. 6. október 2020 11:27
Boða til upplýsingafundar eftir metfjölda smita Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar klukkan þrjú í dag. 6. október 2020 11:23
Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19