Stefnir í metkjörsókn vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 16:58 Skilti vísar kjósendum að utankjörfundarstað í Norwood í Ohio. AP/Aaron Doster Fleiri en fjórar milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar í forseta- og þingkosningum sem fara fram eftir fjórar vikur. Aldrei áður hafa svo margir verið búnir að greiða atkvæði á þessum tímapunkti fyrir kosningar og stefnir nú í mögulega metkjörsókn. Um fimmtíufalt fleiri hafa nú þegar greitt atkvæði en höfðu gert það mánuði fyrir kjördag árið 2016, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þær tölur sem nú liggja fyrir eru frá 31 ríki. Mörg ríki bjóða nú upp á rýmri utankjörfundaratkvæðagreiðslu og greiðari aðgang að póstatkvæðum en áður til að takmarka smithættu og mannmergð á kjörstöðum í kórónuveirufaraldrinum sem geisar enn. Þeim sem greiða atkvæði á kjörstað á kjördegi hefur einnig fækkað hlutfallslega í undanförnum kosningum. Michael McDonald frá Háskólanum á Flórída sem stýrir verkefni sem heldur utan um kosningagögn segir að miðað við tölurnar um utankjörfundaratkvæði gæti kjörsókn náð allt að 150 milljónum manna, um 65% fólks á gjaldgengra kjósenda. Það yrði mesta kjörsókn frá árinu 1908. Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi á bilinu 7-9 prósentustiga forskot á Donald Trump forseta á landsvísu. Munurinn er minni í lykilríkjum sem munu að líkindum ráða úrslitum um sigurvegara forsetakosninganna. Trump forseti hefur um margra mánaða skeið hamast gegn póstatkvæðum sem hann heldur fram rakalaust að eigi eftir að leiða til stórfelldra kosningasvika. Því hefur talning póstatkvæða og reglur um þau orðið að heitum deilu- og dómsmálum í mörgum ríkjum í aðdraganda kosninganna í ár. Vegna orðræðu forsetans gegn póstatkvæðum benda kannanir til þess að hlutfallslega mun fleiri demókratar en repúblikanar hafi óskað eftir því að greiða atkvæði í pósti. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Sjá meira
Fleiri en fjórar milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar í forseta- og þingkosningum sem fara fram eftir fjórar vikur. Aldrei áður hafa svo margir verið búnir að greiða atkvæði á þessum tímapunkti fyrir kosningar og stefnir nú í mögulega metkjörsókn. Um fimmtíufalt fleiri hafa nú þegar greitt atkvæði en höfðu gert það mánuði fyrir kjördag árið 2016, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þær tölur sem nú liggja fyrir eru frá 31 ríki. Mörg ríki bjóða nú upp á rýmri utankjörfundaratkvæðagreiðslu og greiðari aðgang að póstatkvæðum en áður til að takmarka smithættu og mannmergð á kjörstöðum í kórónuveirufaraldrinum sem geisar enn. Þeim sem greiða atkvæði á kjörstað á kjördegi hefur einnig fækkað hlutfallslega í undanförnum kosningum. Michael McDonald frá Háskólanum á Flórída sem stýrir verkefni sem heldur utan um kosningagögn segir að miðað við tölurnar um utankjörfundaratkvæði gæti kjörsókn náð allt að 150 milljónum manna, um 65% fólks á gjaldgengra kjósenda. Það yrði mesta kjörsókn frá árinu 1908. Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi á bilinu 7-9 prósentustiga forskot á Donald Trump forseta á landsvísu. Munurinn er minni í lykilríkjum sem munu að líkindum ráða úrslitum um sigurvegara forsetakosninganna. Trump forseti hefur um margra mánaða skeið hamast gegn póstatkvæðum sem hann heldur fram rakalaust að eigi eftir að leiða til stórfelldra kosningasvika. Því hefur talning póstatkvæða og reglur um þau orðið að heitum deilu- og dómsmálum í mörgum ríkjum í aðdraganda kosninganna í ár. Vegna orðræðu forsetans gegn póstatkvæðum benda kannanir til þess að hlutfallslega mun fleiri demókratar en repúblikanar hafi óskað eftir því að greiða atkvæði í pósti.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Sjá meira