Katrín „væntir þess“ að leikur Íslands og Rúmeníu fari fram á fimmtudaginn Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2020 18:36 Katrín reiknar með að leikurinn fari fram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sagði nú rétt í þessu að leikur Íslands og Rúmeníu á fimmtudaginn muni að öllum líkindum fara fram. Þetta sagði hún í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vænti þess að leikurinn geti farið fram en að við þurfum að horfa á hann í sjónvarpinu,“ sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ísland og Rúmeníu mætast í umspili um laust sæti á EM næsta sumar en leikurinn er undanúrslitaleikur. Sigurvegarinn mætir annað hvort Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleiknum. „Það fer eftir því hvað kemur til með að standa í endanlegu reglugerðinni varðandi íþróttastarf,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn í dag, er hann var spurður út í landsleikinn í dag. Þá átti einnig eftir að fara yfir hversu mikilvægur leikurinn væri samfélaginu. Það er með öllu óljóst í augnablikinu hvort Ísland og Rúmenía mætast á fimmtudaginn.https://t.co/DfH9oomjGN— Sportið á Vísi (@VisirSport) October 6, 2020 „Það hafa verið veittar undanþágur í reglugerðunum hingað til vegna samfélagslega mikilvægra aðgerða. Það má örugglega deila um það hversu mikilvægur fótboltaleikur er. Okkur hefur verið gerð grein fyrir því af knattspyrnusambandinu að þarna sé leikur þar sem að milljarðar króna séu í húfi, þannig að það getur verið ansi samfélagslega mikilvægt mál. Það verður auðvitað skoðað í framhaldinu,“ sagði Víðir. UEFA greiðir hverju knattspyrnusambandi sem kemur liði á EM 9,25 milljónir evra, jafnvirði 1,5 milljarðs króna. Fyrir hvern sigur í riðlakeppni fæst 1,5 milljón evra og 750 þúsund evrur fyrir jafntefli, og með því að komast lengra á mótinu fæst sífellt hærri upphæð. Mest er hægt að fá samtals 34 milljónir evra með því að vinna EM, bara með vinningsfé frá UEFA. Vonir stóðu til að 900 stuðningsmenn gætu mætt á landsleikinn á fimmtudag en Þórólfur kvaðst á fundinum í dag mæla með 20 manna samkomutakmörkunum, eingöngu með undantekningum fyrir útfarir og skólastarf. Því eru litlar sem engar líkur á að engir áhorfendur verði á leiknum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sagði nú rétt í þessu að leikur Íslands og Rúmeníu á fimmtudaginn muni að öllum líkindum fara fram. Þetta sagði hún í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vænti þess að leikurinn geti farið fram en að við þurfum að horfa á hann í sjónvarpinu,“ sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ísland og Rúmeníu mætast í umspili um laust sæti á EM næsta sumar en leikurinn er undanúrslitaleikur. Sigurvegarinn mætir annað hvort Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleiknum. „Það fer eftir því hvað kemur til með að standa í endanlegu reglugerðinni varðandi íþróttastarf,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn í dag, er hann var spurður út í landsleikinn í dag. Þá átti einnig eftir að fara yfir hversu mikilvægur leikurinn væri samfélaginu. Það er með öllu óljóst í augnablikinu hvort Ísland og Rúmenía mætast á fimmtudaginn.https://t.co/DfH9oomjGN— Sportið á Vísi (@VisirSport) October 6, 2020 „Það hafa verið veittar undanþágur í reglugerðunum hingað til vegna samfélagslega mikilvægra aðgerða. Það má örugglega deila um það hversu mikilvægur fótboltaleikur er. Okkur hefur verið gerð grein fyrir því af knattspyrnusambandinu að þarna sé leikur þar sem að milljarðar króna séu í húfi, þannig að það getur verið ansi samfélagslega mikilvægt mál. Það verður auðvitað skoðað í framhaldinu,“ sagði Víðir. UEFA greiðir hverju knattspyrnusambandi sem kemur liði á EM 9,25 milljónir evra, jafnvirði 1,5 milljarðs króna. Fyrir hvern sigur í riðlakeppni fæst 1,5 milljón evra og 750 þúsund evrur fyrir jafntefli, og með því að komast lengra á mótinu fæst sífellt hærri upphæð. Mest er hægt að fá samtals 34 milljónir evra með því að vinna EM, bara með vinningsfé frá UEFA. Vonir stóðu til að 900 stuðningsmenn gætu mætt á landsleikinn á fimmtudag en Þórólfur kvaðst á fundinum í dag mæla með 20 manna samkomutakmörkunum, eingöngu með undantekningum fyrir útfarir og skólastarf. Því eru litlar sem engar líkur á að engir áhorfendur verði á leiknum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira