Aldrei aftur Baldur Borgþórsson skrifar 7. október 2020 13:01 Þúsundir fjölskyldna horfa nú fram á að missa heimili sín komi ekki til aðgerða af hálfu ríkisstjórnar landsins. Ástæðan er öllum kunn. Covid-19. Þá ekki síst vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í nafni sóttvarnarlaga þar sem þúsundum heimila er meinað að afla sér tekna og þar með lífsviðurværis. Hjá sumum er tekjufallið verulegt hjá öðrum algjört. Deila má um þá aðferðafræði og úrræði sem notuð hafa verið í baráttunni við veiruna hvort heldur sem er hér á landi eða erlendis. Athygli vekur þó að það land sem lengst hefur gengið í skerðingu frelsis borgara sinna, Spánn, er jafnframt það land sem er með hæsta nýgengni smita í Evrópu. Langhæsta. Slík staðreynd hlýtur að vekja spurningar. En veltum okkur ekki upp úr vandanum skoðum frekar lausnir: Hvað er til ráða? Eigum við aftur að horfa upp á þúsundir fjölskyldna missa heimili sín að ósekju? Svarið er Nei. Þegar svona er komið þarf að hugsa út fyrir kassann og finna lausnir. Ríkisstjórnin getur með fulltingi Alþingis komið til bjargar. Gera mætti lánastofnunum skylt að frysta lán og skuldbindingar þeirra sem hafa misst getuna til að standa undir slíku vegna þeirra aðstæðna/aðgerða sem áður eru nefndar. Frysting felur í sér að engir vextir safnast, enginn kostnaður. Lán og skuldbindingar halda krónutölu sinni. Viðkomandi lánastofnanir fá á móti núll vexti hjá SÍ fyrir samsvarandi upphæð og fryst er. Sömu aðferðafræði mætti síðan beita víðar. Sveitafélög geta sem dæmi boðið upp á frystingu fasteignagjalda með sama hætti svo eitthvað sé nefnt. Sömu aðferðafræði væri jafnframt beitt vegna þeirra sem eru á leigumarkaði. Enginn á að missa heimili sitt vegna aðstæðna og aðgerða sem þeir hafa ekkert með að gera og engar varnir gegn. Allt skal gert til að hindra slíkar hörmungar. Undirritaður gefur sig ekki út fyrir að vera sérmenntaður í fjármálafræðum en hefur þó fullvissu fyrir því að aðgerðir sem þessar eru sannarlega framkvæmanlegar. Allt sem þarf er vilji. Eitt er ljóst. Ekkert okkar vill horfa upp á fólk og fjölskyldur missa heimili sín og býli aftur. Aldrei aftur. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Sjá meira
Þúsundir fjölskyldna horfa nú fram á að missa heimili sín komi ekki til aðgerða af hálfu ríkisstjórnar landsins. Ástæðan er öllum kunn. Covid-19. Þá ekki síst vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í nafni sóttvarnarlaga þar sem þúsundum heimila er meinað að afla sér tekna og þar með lífsviðurværis. Hjá sumum er tekjufallið verulegt hjá öðrum algjört. Deila má um þá aðferðafræði og úrræði sem notuð hafa verið í baráttunni við veiruna hvort heldur sem er hér á landi eða erlendis. Athygli vekur þó að það land sem lengst hefur gengið í skerðingu frelsis borgara sinna, Spánn, er jafnframt það land sem er með hæsta nýgengni smita í Evrópu. Langhæsta. Slík staðreynd hlýtur að vekja spurningar. En veltum okkur ekki upp úr vandanum skoðum frekar lausnir: Hvað er til ráða? Eigum við aftur að horfa upp á þúsundir fjölskyldna missa heimili sín að ósekju? Svarið er Nei. Þegar svona er komið þarf að hugsa út fyrir kassann og finna lausnir. Ríkisstjórnin getur með fulltingi Alþingis komið til bjargar. Gera mætti lánastofnunum skylt að frysta lán og skuldbindingar þeirra sem hafa misst getuna til að standa undir slíku vegna þeirra aðstæðna/aðgerða sem áður eru nefndar. Frysting felur í sér að engir vextir safnast, enginn kostnaður. Lán og skuldbindingar halda krónutölu sinni. Viðkomandi lánastofnanir fá á móti núll vexti hjá SÍ fyrir samsvarandi upphæð og fryst er. Sömu aðferðafræði mætti síðan beita víðar. Sveitafélög geta sem dæmi boðið upp á frystingu fasteignagjalda með sama hætti svo eitthvað sé nefnt. Sömu aðferðafræði væri jafnframt beitt vegna þeirra sem eru á leigumarkaði. Enginn á að missa heimili sitt vegna aðstæðna og aðgerða sem þeir hafa ekkert með að gera og engar varnir gegn. Allt skal gert til að hindra slíkar hörmungar. Undirritaður gefur sig ekki út fyrir að vera sérmenntaður í fjármálafræðum en hefur þó fullvissu fyrir því að aðgerðir sem þessar eru sannarlega framkvæmanlegar. Allt sem þarf er vilji. Eitt er ljóst. Ekkert okkar vill horfa upp á fólk og fjölskyldur missa heimili sín og býli aftur. Aldrei aftur. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun