Lengi lifi íslensk kvikmyndagerð! Þórunn Egilsdóttir skrifar 7. október 2020 15:30 Í dag er ég er glöð því í fyrsta skipti í sögu þessarar þjóðar er lögð fram heildstæð stefna íslenskra stjórnvalda í kvikmyndagerð. Því ber að fagna. Íslenskri kvikmyndagerð hefur fleygt fram og er nú í hæsta gæðaflokki. Það færi verðum við að nýta. Í stefnu Framsóknarflokksins er lögð áhersla á að styðja við skapandi greinar, listir og menningarstarfsemi, ekki síst vegna þess að sýnt hefur verið fram á að slíkur stuðningur skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Mennta og menningarmálaráðherra Framsóknarflokksins hefur komið áherslum flokksins áfram með myndarlegri kvikmyndarstefnu sem ber nafnið Kvikmyndastefna til ársins 2030 – listgrein á tímamótum. Ísland land tækifæranna Markmiðið með kvikmyndastefnunni er að auðga kvikmyndarmennningu, sem styrkir sjálfsmynd þjóðarinnar og eflir íslenska tungu. Bjóða á uppá fjölbreyttari og metnaðarfyllri kvikmyndamenntun, styrkja samkeppnisstöðu greinarinnar og styðja við að Ísland verði þekkt alþjóðlegt vörumerki á sviði kvikmyndagerðar. Stefnan er komin, nú þurfum við bara að vinna saman og ná þessum markmiðum. Við Íslendingar getum verið stoltir yfir þeim góðu listamönnum sem hér búa, það er ekki sjálfgefið að svo fámenn þjóð eigi jafn marga frambærilega listamenn. Með auknu framboði í námi í kvikmyndagerð verður stuðlað að áframhaldandi vexti íslenskra listamanna. Kvikmyndagerð skapar atvinnu Kvikmyndagerð er listgrein en hún er líka svo miklu meiri en það. Hún er ört vaxandi iðngrein sem hefur alla burði til að styðja við verðmætasköpun og samkeppnishæfni þjóðarbúsins á næstu árum og áratugum. Kvikmyndagerð skapar umtalsverð verðmæti fyrir ríkissjóð, skapar á fjórða þúsund beinna og afleiddra starfa og laðar að erlenda fjárfestingu. Á bakvið eina bíómynd eru mörg handtök og mörg sérhæfð störf lista- og kvikmyndagerðarmanna en við framleiðslu á kvikmynd skapast fjöldi annarra afleiddra starfa. Með því að laða til landsins stór erlend verkefni styður það enn frekar við íslenska ferðaþjónustu út um allt land hvort sem um er að ræða t.d. gistiheimili, hótel, leiðsögumenn, bílaleigur eða veitingastaði. Er þá ótalinn öll sú landkynningin sem kvikmyndagerð getur fært okkur til framtíðar. Allt helst þetta í hendur. Áfram veginn! Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Egilsdóttir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er ég er glöð því í fyrsta skipti í sögu þessarar þjóðar er lögð fram heildstæð stefna íslenskra stjórnvalda í kvikmyndagerð. Því ber að fagna. Íslenskri kvikmyndagerð hefur fleygt fram og er nú í hæsta gæðaflokki. Það færi verðum við að nýta. Í stefnu Framsóknarflokksins er lögð áhersla á að styðja við skapandi greinar, listir og menningarstarfsemi, ekki síst vegna þess að sýnt hefur verið fram á að slíkur stuðningur skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Mennta og menningarmálaráðherra Framsóknarflokksins hefur komið áherslum flokksins áfram með myndarlegri kvikmyndarstefnu sem ber nafnið Kvikmyndastefna til ársins 2030 – listgrein á tímamótum. Ísland land tækifæranna Markmiðið með kvikmyndastefnunni er að auðga kvikmyndarmennningu, sem styrkir sjálfsmynd þjóðarinnar og eflir íslenska tungu. Bjóða á uppá fjölbreyttari og metnaðarfyllri kvikmyndamenntun, styrkja samkeppnisstöðu greinarinnar og styðja við að Ísland verði þekkt alþjóðlegt vörumerki á sviði kvikmyndagerðar. Stefnan er komin, nú þurfum við bara að vinna saman og ná þessum markmiðum. Við Íslendingar getum verið stoltir yfir þeim góðu listamönnum sem hér búa, það er ekki sjálfgefið að svo fámenn þjóð eigi jafn marga frambærilega listamenn. Með auknu framboði í námi í kvikmyndagerð verður stuðlað að áframhaldandi vexti íslenskra listamanna. Kvikmyndagerð skapar atvinnu Kvikmyndagerð er listgrein en hún er líka svo miklu meiri en það. Hún er ört vaxandi iðngrein sem hefur alla burði til að styðja við verðmætasköpun og samkeppnishæfni þjóðarbúsins á næstu árum og áratugum. Kvikmyndagerð skapar umtalsverð verðmæti fyrir ríkissjóð, skapar á fjórða þúsund beinna og afleiddra starfa og laðar að erlenda fjárfestingu. Á bakvið eina bíómynd eru mörg handtök og mörg sérhæfð störf lista- og kvikmyndagerðarmanna en við framleiðslu á kvikmynd skapast fjöldi annarra afleiddra starfa. Með því að laða til landsins stór erlend verkefni styður það enn frekar við íslenska ferðaþjónustu út um allt land hvort sem um er að ræða t.d. gistiheimili, hótel, leiðsögumenn, bílaleigur eða veitingastaði. Er þá ótalinn öll sú landkynningin sem kvikmyndagerð getur fært okkur til framtíðar. Allt helst þetta í hendur. Áfram veginn! Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokks.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar