Sáu enga liðsheild eða liðsanda hjá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2020 16:37 KR hefur tapað fjórum leikjum í röð í Pepsi Max-deild kvenna. vísir/hulda margrét KR steinlá fyrir Þrótti, 5-0, í fallbaráttuslag í Pepsi Max-deild kvenna á sunnudaginn. Þróttarar voru 4-0 yfir í hálfleik. KR er í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar og Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingar Pepsi Max marka kvenna, eiga erfitt með að sjá Vesturbæjarliðið bjarga sér frá falli, jafnvel þótt það eigi tvo leiki inni. Þær segja að liðsheildin hjá KR sé ekki sterk, eða það sjáist allavega ekki. „Þegar þú ert í þessari stöðu í deildinni finnst mér að það eigi að vera næg hvatning. Þær eiga leiki inni og geta gert sér mat úr þessu. En miðað við hvernig þær eru að spila og mæta í þennan leik sé ég þær ekki stíga allt í einu upp og spila blússandi bolta. Þetta hefur bara verið slakt í sumar,“ sagði Bára í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Margrét Lára segir að samstaðan hjá KR-liðinu hafi ekki verið sýnileg í leiknum gegn Þrótti. „Það er von- og trúleysi yfir þessu. Maður sá þegar leikmenn gengu af velli að það fór enginn til hver annars til að hvetja. Þegar flautað var af löbbuðu allir í sitt hvora áttina. Maður sá enga liðsheild eða liðsanda. Maður reynir að hjálpa félaganum og það hefur örugglega gerst eitthvað inni í klefa eftir leik,“ sagði Margret Lára. „Maður vill taka utan um félagann og segja að þetta verði allt í lagi. Það er svo ofboðslega óþægilegt að finna að maður sé einn í þessu og lítil samstaða. Nú er maður að geta í eyðurnar. Það getur vel verið að það sé samstaða þarna en tilfinningin sem maður fær er lán- og vonleysi og svolítil uppgjöf, því miður. Maður finnur til með þeim. Þetta er erfið staða að vera í, ekki spurning, en það er engin önnur leið fyrir þær en upp á við.“ KR er með tíu stig í tíunda og neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti. KR-ingar eiga fjóra leiki eftir en öll hin liðin í fallbaráttunni tvo. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um KR Pepsi Max-deild kvenna KR Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Margrét Lára og Bára vilja sjá meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Pepsi mörk kvenna voru ekki ánægðar með frammistöðu markadrottninga Valsliðsins í stóru leikjum sumarsins eftir 180 markalausar mínútur Valsliðsins í tveimur leikjum á móti Breiðabliki í sumar. 7. október 2020 15:01 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 5-0 KR | Þróttur slátraði KR í Laugardalnum Þróttur rústaði KR 5-0 í Pepsi Max deild kvenna. 4. október 2020 16:45 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
KR steinlá fyrir Þrótti, 5-0, í fallbaráttuslag í Pepsi Max-deild kvenna á sunnudaginn. Þróttarar voru 4-0 yfir í hálfleik. KR er í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar og Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingar Pepsi Max marka kvenna, eiga erfitt með að sjá Vesturbæjarliðið bjarga sér frá falli, jafnvel þótt það eigi tvo leiki inni. Þær segja að liðsheildin hjá KR sé ekki sterk, eða það sjáist allavega ekki. „Þegar þú ert í þessari stöðu í deildinni finnst mér að það eigi að vera næg hvatning. Þær eiga leiki inni og geta gert sér mat úr þessu. En miðað við hvernig þær eru að spila og mæta í þennan leik sé ég þær ekki stíga allt í einu upp og spila blússandi bolta. Þetta hefur bara verið slakt í sumar,“ sagði Bára í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Margrét Lára segir að samstaðan hjá KR-liðinu hafi ekki verið sýnileg í leiknum gegn Þrótti. „Það er von- og trúleysi yfir þessu. Maður sá þegar leikmenn gengu af velli að það fór enginn til hver annars til að hvetja. Þegar flautað var af löbbuðu allir í sitt hvora áttina. Maður sá enga liðsheild eða liðsanda. Maður reynir að hjálpa félaganum og það hefur örugglega gerst eitthvað inni í klefa eftir leik,“ sagði Margret Lára. „Maður vill taka utan um félagann og segja að þetta verði allt í lagi. Það er svo ofboðslega óþægilegt að finna að maður sé einn í þessu og lítil samstaða. Nú er maður að geta í eyðurnar. Það getur vel verið að það sé samstaða þarna en tilfinningin sem maður fær er lán- og vonleysi og svolítil uppgjöf, því miður. Maður finnur til með þeim. Þetta er erfið staða að vera í, ekki spurning, en það er engin önnur leið fyrir þær en upp á við.“ KR er með tíu stig í tíunda og neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti. KR-ingar eiga fjóra leiki eftir en öll hin liðin í fallbaráttunni tvo. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um KR
Pepsi Max-deild kvenna KR Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Margrét Lára og Bára vilja sjá meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Pepsi mörk kvenna voru ekki ánægðar með frammistöðu markadrottninga Valsliðsins í stóru leikjum sumarsins eftir 180 markalausar mínútur Valsliðsins í tveimur leikjum á móti Breiðabliki í sumar. 7. október 2020 15:01 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 5-0 KR | Þróttur slátraði KR í Laugardalnum Þróttur rústaði KR 5-0 í Pepsi Max deild kvenna. 4. október 2020 16:45 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Margrét Lára og Bára vilja sjá meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Pepsi mörk kvenna voru ekki ánægðar með frammistöðu markadrottninga Valsliðsins í stóru leikjum sumarsins eftir 180 markalausar mínútur Valsliðsins í tveimur leikjum á móti Breiðabliki í sumar. 7. október 2020 15:01
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 5-0 KR | Þróttur slátraði KR í Laugardalnum Þróttur rústaði KR 5-0 í Pepsi Max deild kvenna. 4. október 2020 16:45
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó