Vesturbæingar ánægðastir með göngugötur en Grafarvogsbúar neikvæðastir Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 17:35 Frá göngugötu á Laugaveginum í sumar. Vísir/vilhelm Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. Því nær göngugötusvæðum sem fólk er búsett, því jákvæðara er það. Mest ánægja með göngugötur er meðal Vesturbæinga en Grafarvogsbúar eru neikvæðastir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg í september. 67,2% Reykvíkinga eru jákvæðir gagnvart göngugötum í ár miðað við 64,5% árið 2019 og eru því tveir af hverjum þremur borgarbúum með jákvætt viðhorf til göngugatna. Neikvæðum fækkar úr 20,3% í 16,1%. Um helmingur fólks segir göngugötusvæðið hæfilega stórt en þeim sem finnst svæðið of lítið fjölgar úr 19,3% 2019 í 23,6% í ár. Að sama skapi fækkar þeim um fjögur prósentustig sem finnst svæðið of stórt, í 24,3%. Þau sem heimsækja göngugötur í miðborginni vikulega eða oftar eru jákvæðust eða 82% og hefur fjölgað í þessum hópi frá fyrra ári. Þau sem heimsækja göngugötur 1-3 sinnum í mánuði eru einnig ánægðari en áður 76% þessa hóps er jákvæður gagnvart göngugötum í ár miðað við 68% í fyrra. Þau sem sækja göngugötur heim sjaldnar en mánaðarlega eru síst jákvæð gagnvart göngugötum eða 42%. Milli ára dregur úr neikvæðni í öllum þremur hópum um fjögur til fimm prósentustig. Mikill munur er á milli hverfa borgarinnar hvað viðhorfið varðar. Íbúar í miðborginni og hverfanna næst henni eru jákvæðastir gagnvart göngugötum en jákvæðastir eru Vesturbæingar, eða 89%. Þegar kemur að Breiðholti, Árbæ, Grafarholti og Úlfarsárdal lækkar ánægjan en neikvæðastir eru íbúar Grafarvogs. Þar eru 26% með neikvætt viðhorf til göngugatna. Könnunin var lögð fyrir Reykvíkinga í Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram á netinu dagana 8. - 17. september 2020. Svarendur voru 884 talsins, 18 ára og eldri úr öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sannfærð um að bíllinn myndi stoppa þangað til hún sá framan í ökumanninn Kona sem forðaði sér og tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötu á Laugavegi um helgina segir atvikið hafa verið erfiða lífsreynslu. 18. september 2020 07:00 Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09 Aðeins þriðjungur velur bílinn Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. 17. september 2020 15:00 Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. Því nær göngugötusvæðum sem fólk er búsett, því jákvæðara er það. Mest ánægja með göngugötur er meðal Vesturbæinga en Grafarvogsbúar eru neikvæðastir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg í september. 67,2% Reykvíkinga eru jákvæðir gagnvart göngugötum í ár miðað við 64,5% árið 2019 og eru því tveir af hverjum þremur borgarbúum með jákvætt viðhorf til göngugatna. Neikvæðum fækkar úr 20,3% í 16,1%. Um helmingur fólks segir göngugötusvæðið hæfilega stórt en þeim sem finnst svæðið of lítið fjölgar úr 19,3% 2019 í 23,6% í ár. Að sama skapi fækkar þeim um fjögur prósentustig sem finnst svæðið of stórt, í 24,3%. Þau sem heimsækja göngugötur í miðborginni vikulega eða oftar eru jákvæðust eða 82% og hefur fjölgað í þessum hópi frá fyrra ári. Þau sem heimsækja göngugötur 1-3 sinnum í mánuði eru einnig ánægðari en áður 76% þessa hóps er jákvæður gagnvart göngugötum í ár miðað við 68% í fyrra. Þau sem sækja göngugötur heim sjaldnar en mánaðarlega eru síst jákvæð gagnvart göngugötum eða 42%. Milli ára dregur úr neikvæðni í öllum þremur hópum um fjögur til fimm prósentustig. Mikill munur er á milli hverfa borgarinnar hvað viðhorfið varðar. Íbúar í miðborginni og hverfanna næst henni eru jákvæðastir gagnvart göngugötum en jákvæðastir eru Vesturbæingar, eða 89%. Þegar kemur að Breiðholti, Árbæ, Grafarholti og Úlfarsárdal lækkar ánægjan en neikvæðastir eru íbúar Grafarvogs. Þar eru 26% með neikvætt viðhorf til göngugatna. Könnunin var lögð fyrir Reykvíkinga í Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram á netinu dagana 8. - 17. september 2020. Svarendur voru 884 talsins, 18 ára og eldri úr öllum hverfum Reykjavíkurborgar.
Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sannfærð um að bíllinn myndi stoppa þangað til hún sá framan í ökumanninn Kona sem forðaði sér og tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötu á Laugavegi um helgina segir atvikið hafa verið erfiða lífsreynslu. 18. september 2020 07:00 Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09 Aðeins þriðjungur velur bílinn Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. 17. september 2020 15:00 Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Sannfærð um að bíllinn myndi stoppa þangað til hún sá framan í ökumanninn Kona sem forðaði sér og tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötu á Laugavegi um helgina segir atvikið hafa verið erfiða lífsreynslu. 18. september 2020 07:00
Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09
Aðeins þriðjungur velur bílinn Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. 17. september 2020 15:00
Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35