Innlent

Starfsmaður Hrafnistu með kórónuveiruna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hrafnista við Sléttuveg.
Hrafnista við Sléttuveg. Sjómannadagsráð

Starfsmaður dvalarheimilisins Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi greindist í dag með kórónuveiruna. Starfsmaðurinn mætti síðast til vinnu mánudaginn 5. október, að því er fram kemur í tilkynningu frá neyðarstjórn. Áður hafa tveir íbúar á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ greinst með veiruna.

Starfsmaðurinn sem greindist í dag er einkennalaus. Hann hóf sóttkví í dag. Deildinni sem viðkomandi starfar á hefur verið lokað og hún sett í sóttkví. Unnið er að því að greina hvaða starfsfólk þarf að vera áfram í sóttkví og hversu lengi.

Hvorki aðrir íbúar deildarinnar né starfsmenn hafa fundið fyrir einkennum Covid-19 að svo stöddu.

Öllum aðstandendum íbúa á deildinni hefur verið gert viðvart og boðið að hafa samband við umboðsmann íbúa og aðstandenda Hrafnistu varðandi frekari upplýsingar.


Tengdar fréttir

Búið að skima fjölda íbúa og starfsmanna á Ísafold

Óljóst er hvort að fleiri íbúar hafi smitast af kórnuveirunni á Ísafold hjúkrunarheimili Hrafnistu í Garðabæ. Búið er að skima stóran hóp íbúa og starfsmanna. Forstjóri heimilanna segir að búið sé að grípa til víðtækra ráðstafana til að reyna að koma í veg fyrir frekari smit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×