Eru ekki bara með Hagi heldur líka með „Puskas“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 13:30 George Puscas og Ianis Hagi fagna saman marki með rúmenska landsliðinu. Samsett/Getty Tvær af ungu stjörnunum í rúmenska landsliðinu sem spila á Laugardalsvellinum í kvöld bera afar kunnugleg nöfn úr knattspyrnusögunni. Þetta eru þeir Hagi og Puscas. Það er þó ekki vitað um nein tengsl á milli George Puscas og ungversku stjórstjörnunnar Ferenc Puskás enda eru eftirnöfn þeirra ekki skrifuð eins þótt þau hljómi líkt. Tengslin á milli Hagi og hins eina sanna Gheorghe Hagi eru hins vegar eins sterk og þau verða. Ferenc Puskás skoraði á sínum tíma 84 mörk í 85 landsleikjum með Ungverjum og var um tíma talinn verða besti knattspyrnumaður heims. Hann endaði feril sinn með Real Madrid og sem spænskur landsliðsmaður. Gheorghe Hagi er markahæsti leikmaður rúmenska landsliðsins frá upphafi, skoraði 35 mörk í 124 landsleikjum af miðjunni og lék bæði með Real Madrid og Barcelona á sínum ferli. Ianis Hagi er 21 árs sókndjarfur miðjumaður sem er sonur frægasta fótboltamanns í sögu Rúmeníu, Gheorghe Hagi. Gheorghe Hagi á líka mikið í fótboltamanninum því Ianis Hagi kom upp í gegnum félag pabba síns, Viitorul Constanta. Gheorge Hagi í leik með rúmenska landsliðinu á EM 1996.Getty/Mark Leech Ianis Hagi er frekar nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir að hafa byrjað síðasa tímabil hjá belgíska félaginu Genk. Hann fór líka ungur að árum til Fiorentina en snéri aftur heim til Viitorul. Genk keypti hann frá rúmenska félaginu en lánaði hann svo til Rangers í janúar. Rangers keyptui síðan Ianis Hagi í maí. Ianis Hagi er kominn með ellefu landsleiki fyrir Rúmeníu en hefur ekki náð að skora. Hann skoraði aftur á móti 4 mörk í 14 leikjum með 21 árs liðinu og var í lykilhlutverki þegar liðið komst alla leið í undanúrslit á EM 2019. George Puscas er 23 ára framherji sem spilar þessa dagana með enska b-deildarliðinu Reading en var áður hjá Internazionale og Palermo. George Puscas skoraði 12 mörk í 38 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili með Reading en 2018-19 tímabilið var hann með 9 mörk í 33 leikjum með Palermo í ítölsku b-deildinni. George Puscas er með 1 mark í 3 fyrstu leikjunum með Reading á 2020-21 tímabilinu. George Puscas hefur aðeins spilað 15 leiki í A-deildum á ferlinum en er fyrir löngu búinn að stimpla sig inn hjá rúmenska landsliðinu þar sem hann er kominn með 7 mörk í 16 A-landsleikjum. Fimm af þeim komu í undankeppninni en öll í leikjum við Möltu (3) og Færeyjar (2). George Puscas var allt í öllu í framlínu 21 árs landsliðsins sem komst í undanúrslit á EM 2019 en hann varð þá næstmarkahæsti leikmaður keppninnar með 4 mörk og valinn í úrvalsliðið. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Tvær af ungu stjörnunum í rúmenska landsliðinu sem spila á Laugardalsvellinum í kvöld bera afar kunnugleg nöfn úr knattspyrnusögunni. Þetta eru þeir Hagi og Puscas. Það er þó ekki vitað um nein tengsl á milli George Puscas og ungversku stjórstjörnunnar Ferenc Puskás enda eru eftirnöfn þeirra ekki skrifuð eins þótt þau hljómi líkt. Tengslin á milli Hagi og hins eina sanna Gheorghe Hagi eru hins vegar eins sterk og þau verða. Ferenc Puskás skoraði á sínum tíma 84 mörk í 85 landsleikjum með Ungverjum og var um tíma talinn verða besti knattspyrnumaður heims. Hann endaði feril sinn með Real Madrid og sem spænskur landsliðsmaður. Gheorghe Hagi er markahæsti leikmaður rúmenska landsliðsins frá upphafi, skoraði 35 mörk í 124 landsleikjum af miðjunni og lék bæði með Real Madrid og Barcelona á sínum ferli. Ianis Hagi er 21 árs sókndjarfur miðjumaður sem er sonur frægasta fótboltamanns í sögu Rúmeníu, Gheorghe Hagi. Gheorghe Hagi á líka mikið í fótboltamanninum því Ianis Hagi kom upp í gegnum félag pabba síns, Viitorul Constanta. Gheorge Hagi í leik með rúmenska landsliðinu á EM 1996.Getty/Mark Leech Ianis Hagi er frekar nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir að hafa byrjað síðasa tímabil hjá belgíska félaginu Genk. Hann fór líka ungur að árum til Fiorentina en snéri aftur heim til Viitorul. Genk keypti hann frá rúmenska félaginu en lánaði hann svo til Rangers í janúar. Rangers keyptui síðan Ianis Hagi í maí. Ianis Hagi er kominn með ellefu landsleiki fyrir Rúmeníu en hefur ekki náð að skora. Hann skoraði aftur á móti 4 mörk í 14 leikjum með 21 árs liðinu og var í lykilhlutverki þegar liðið komst alla leið í undanúrslit á EM 2019. George Puscas er 23 ára framherji sem spilar þessa dagana með enska b-deildarliðinu Reading en var áður hjá Internazionale og Palermo. George Puscas skoraði 12 mörk í 38 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili með Reading en 2018-19 tímabilið var hann með 9 mörk í 33 leikjum með Palermo í ítölsku b-deildinni. George Puscas er með 1 mark í 3 fyrstu leikjunum með Reading á 2020-21 tímabilinu. George Puscas hefur aðeins spilað 15 leiki í A-deildum á ferlinum en er fyrir löngu búinn að stimpla sig inn hjá rúmenska landsliðinu þar sem hann er kominn með 7 mörk í 16 A-landsleikjum. Fimm af þeim komu í undankeppninni en öll í leikjum við Möltu (3) og Færeyjar (2). George Puscas var allt í öllu í framlínu 21 árs landsliðsins sem komst í undanúrslit á EM 2019 en hann varð þá næstmarkahæsti leikmaður keppninnar með 4 mörk og valinn í úrvalsliðið. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn