Búa sig undir fjórar gráðurnar og voru ánægðir með grasið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 12:30 Rúmenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Instagram/@echipanationala Rúmenska landsliðið fékk ekki langan tíma til að venjast íslenskum aðstæðum því liðið lenti á Íslandi innan við tveimur sólarhringum fyrir umspilsleikinn á móti Íslandi. Ísland og Rúmenía mætast klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld og í boði er sæti í hreinum úrslitaleik um farseðil á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Rúmenar lentu á Íslandi seint á þriðjudagskvöldið eftir um fimm tíma flug frá Búkarest þar sem liðið kom saman og æfði dagana á undan. Rúmenska liðið æfði síðan á Laugardalsvellinum í fyrsta sinn í gærkvöldi. Á samfélagsmiðlum rúmenska sambandsins má sjá myndband af æfingunni sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. watch on YouTube Rúmenar segjast hafa fengið að vita um veðurspána fyrir leikinn og hún séu fjórar gráður og með smá möguleika á rigningu. Þeir hrósuðu líka grasinu á Laugardalsvellinum. Rúmenar voru að koma úr talsvert betri veðri en hitastigið var yfir tuttugu gráður í Rúmeníu í byrjun vikunnar. Á heimasíðu rúmenska sambandsins er líka farið í gegnum þær ströngu sóttvarnir sem Rúmenar þurfa að fara í gegnum þegar þeir mæta á svæðið. Það má enginn úr rútunum tveimur fara inn á svæðið fyrr en að læknir rúmenska liðsins er búinn að fara yfir hlutina með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á Laugardalsvelli. Rúmenski læknirinn mun síðan hjálpa til við að skipuleggja komu leikmanna inn á svæðið. Leikmenn yfirgefa rútuna í fimm manna hópum og verða þeir þá hitamældir. Hver og einn þarf að sýna skilríki og staðfestingu á því að þeir hafi verið neikvæðir í COVID-19 smitprófinu frá því í æfingabúðum liðsins í Rúmeníu en það var vottað af UEFA. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. View this post on Instagram 8 octombrie 21:45 A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 2:01pm PDT EM 2020 í fótbolta Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Sjá meira
Rúmenska landsliðið fékk ekki langan tíma til að venjast íslenskum aðstæðum því liðið lenti á Íslandi innan við tveimur sólarhringum fyrir umspilsleikinn á móti Íslandi. Ísland og Rúmenía mætast klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld og í boði er sæti í hreinum úrslitaleik um farseðil á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. Rúmenar lentu á Íslandi seint á þriðjudagskvöldið eftir um fimm tíma flug frá Búkarest þar sem liðið kom saman og æfði dagana á undan. Rúmenska liðið æfði síðan á Laugardalsvellinum í fyrsta sinn í gærkvöldi. Á samfélagsmiðlum rúmenska sambandsins má sjá myndband af æfingunni sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. watch on YouTube Rúmenar segjast hafa fengið að vita um veðurspána fyrir leikinn og hún séu fjórar gráður og með smá möguleika á rigningu. Þeir hrósuðu líka grasinu á Laugardalsvellinum. Rúmenar voru að koma úr talsvert betri veðri en hitastigið var yfir tuttugu gráður í Rúmeníu í byrjun vikunnar. Á heimasíðu rúmenska sambandsins er líka farið í gegnum þær ströngu sóttvarnir sem Rúmenar þurfa að fara í gegnum þegar þeir mæta á svæðið. Það má enginn úr rútunum tveimur fara inn á svæðið fyrr en að læknir rúmenska liðsins er búinn að fara yfir hlutina með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á Laugardalsvelli. Rúmenski læknirinn mun síðan hjálpa til við að skipuleggja komu leikmanna inn á svæðið. Leikmenn yfirgefa rútuna í fimm manna hópum og verða þeir þá hitamældir. Hver og einn þarf að sýna skilríki og staðfestingu á því að þeir hafi verið neikvæðir í COVID-19 smitprófinu frá því í æfingabúðum liðsins í Rúmeníu en það var vottað af UEFA. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. View this post on Instagram 8 octombrie 21:45 A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 2:01pm PDT
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Sjá meira