Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2020 10:08 Fyrstu Boeing 757 þotunni var flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi vestur til Bandaríkjanna þar sem hún verður rifin. Visir/Vilhelm Gunnarsson. Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. „Tvær vélar fara til samstarfsaðila okkar í Kansas City þar sem ákveðið hefur verið að rífa þær. Íhlutir úr þeim verða notaðir í okkar rekstur, ásamt því að töluverður markaður er fyrir þá. Auk þess mun starfsfólk okkar í skýlinu í Keflavík sjá um niðurrif á tveimur vélum til viðbótar á næstu vikum,“ segir Sigrún Össurardóttir, staðgengill upplýsingafulltrúa Icelandair, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Fyrsta vélin til að hljóta þessi örlög er TF-ISL, Öræfajökull. Hélt hún í loftið frá Keflavík um hálftíuleytið í morgun og er áætlað að hún lendi í Kansas um klukkan 16 að íslenskum tíma. Samkvæmt vefsíðunni Plainspotters er hún tæplega 29 ára gömul, var afhent American Airlines í janúar 1992 en Icelandair fékk vélina í mars 2012. Flugvélin TF-ISL, Öræfajökull, við flugstöð Leifs Eiríkssonar í október í fyrra. Henni var flogið af landi brott í morgun til niðurrifs í Bandaríkjunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þegar kemur að því að fækka vélum í flotanum, eins og Icelandair þarf að gera, eru margar leiðir til að hámarka virði þeirra. Niðurrif var besta leiðin fyrir þessar vélar, enda eru töluverð verðmæti í ýmsum íhlutum sem bæði geta nýst til rekstrar annarra véla Icelandair sem og til sölu. Mjög hátt hlutfall vélanna er endurunnið eða endurnýtt með einhverjum hætti. Eftir sem áður er félagið með stóran flota til að þjóna þeim verkefnum sem upp kunna að koma og við búum yfir miklum sveigjanleika í flotamálum,“ segir Sigrún. Þá er stefnt að því að fljúga 9 vélum til Roswell í New Mexico í geymslu fyrir veturinn, að sögn Sigrúnar. Í frétt Stöðvar 2 fyrr á árinu kom fram að meðalaldur Boeing 757 véla Icelandair væri orðinn 24 ár. Elsta vélin er 31 árs, árgerð 1989: Í fyrrahaust var Boeing 737 MAX-þotum Icelandair flogið til vetrargeymslu á Spáni: Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. „Tvær vélar fara til samstarfsaðila okkar í Kansas City þar sem ákveðið hefur verið að rífa þær. Íhlutir úr þeim verða notaðir í okkar rekstur, ásamt því að töluverður markaður er fyrir þá. Auk þess mun starfsfólk okkar í skýlinu í Keflavík sjá um niðurrif á tveimur vélum til viðbótar á næstu vikum,“ segir Sigrún Össurardóttir, staðgengill upplýsingafulltrúa Icelandair, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Fyrsta vélin til að hljóta þessi örlög er TF-ISL, Öræfajökull. Hélt hún í loftið frá Keflavík um hálftíuleytið í morgun og er áætlað að hún lendi í Kansas um klukkan 16 að íslenskum tíma. Samkvæmt vefsíðunni Plainspotters er hún tæplega 29 ára gömul, var afhent American Airlines í janúar 1992 en Icelandair fékk vélina í mars 2012. Flugvélin TF-ISL, Öræfajökull, við flugstöð Leifs Eiríkssonar í október í fyrra. Henni var flogið af landi brott í morgun til niðurrifs í Bandaríkjunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þegar kemur að því að fækka vélum í flotanum, eins og Icelandair þarf að gera, eru margar leiðir til að hámarka virði þeirra. Niðurrif var besta leiðin fyrir þessar vélar, enda eru töluverð verðmæti í ýmsum íhlutum sem bæði geta nýst til rekstrar annarra véla Icelandair sem og til sölu. Mjög hátt hlutfall vélanna er endurunnið eða endurnýtt með einhverjum hætti. Eftir sem áður er félagið með stóran flota til að þjóna þeim verkefnum sem upp kunna að koma og við búum yfir miklum sveigjanleika í flotamálum,“ segir Sigrún. Þá er stefnt að því að fljúga 9 vélum til Roswell í New Mexico í geymslu fyrir veturinn, að sögn Sigrúnar. Í frétt Stöðvar 2 fyrr á árinu kom fram að meðalaldur Boeing 757 véla Icelandair væri orðinn 24 ár. Elsta vélin er 31 árs, árgerð 1989: Í fyrrahaust var Boeing 737 MAX-þotum Icelandair flogið til vetrargeymslu á Spáni:
Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36