Njarðvíkingum finnst bann Buljan vera óhóflegt og vilja endurskoðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 11:03 Zvonko Buljan í leik með Telekom Baskets Bonn. Getty/ Dennis Grombkowski Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún hvetur stjórn KKÍ sem og aga- og úrskurðarnefnd til þess að endurskoða niðurstöðu sína í máli Króatans Zvonko Buljan. Zvonko Buljan byrjaði vel með Njarðvíkingum og var með 25 stig og 11 fráköst í tólf stiga sigri á KR-ingum. Hann gerðist hins vegar sekur um óíþróttamannslega framkomu í leiknum. Zvonko Buljan var í gær dæmdur í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ fyrir að taka KR-inginn Roberts Stumbris hreðjataki í leik KR og Njarðvíkur í fyrstu umferð Domino´s deildar karla. Hér fyrir neðan er yfirlýsing Njarðvíkinga. Eins og fram hefur komið var Zvonko Buljan leikmaður Njarðvíkur í dag dæmdur í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Niðurstaða nefndarinnar er stjórn KKD UMFN mikil vonbrigði. Stjórn KKD UMFN mótmælti ekki kærunni til aga- og úrskurðarnefndar þegar hún var upphaflega send til félagsins enda áttu gjörðir Buljan sem hann er dæmdur fyrir ekkert erindi við körfuknattleik. Njarðvík harmar þessa hegðun leikmannsins og verður tekið á málinu innanbúðar með viðeigandi hætti. Það er einróma mat stjórnar KKD UMFN að í þessu máli hafi aga- og úrskurðarnefnd farið umtalsvert úr hófi fram við dómskvaðningu sína. Að vísa til reglugerðar um líkamsmeiðingar eða tilrauna til slíks, þegar myndbandsupptakan sýnir glögglega að þarna var á ferðinni óviðeigandi hegðun og tilraun til ögrunar án líkamsmeiðinga, er óhóf af hálfu aga- og úrskurðarnefndar. Síðustu sex ár hafa sex leikmenn á Íslandi verið dæmdir í þriggja leikja bann eða meira. Ástæður hafa verið m.a. „hættuleg framkoma gagnvart dómurum leiksins.“ – „Sérlega grófur leikur eða ofbeldi.“ – „Alvarlega grófur leikur.“ Myndbandið sem farið var vel yfir í Körfuboltakvöldi sýnir að sú var ekki raunin í viðureign KR og Njarðvíkur þann 3. október og því vill stjórn KKD UMFN hvetja stjórn KKÍ sem og aga- og úrskurðarnefnd til þess að endurskoða niðurstöðu sína í málinu. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún hvetur stjórn KKÍ sem og aga- og úrskurðarnefnd til þess að endurskoða niðurstöðu sína í máli Króatans Zvonko Buljan. Zvonko Buljan byrjaði vel með Njarðvíkingum og var með 25 stig og 11 fráköst í tólf stiga sigri á KR-ingum. Hann gerðist hins vegar sekur um óíþróttamannslega framkomu í leiknum. Zvonko Buljan var í gær dæmdur í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ fyrir að taka KR-inginn Roberts Stumbris hreðjataki í leik KR og Njarðvíkur í fyrstu umferð Domino´s deildar karla. Hér fyrir neðan er yfirlýsing Njarðvíkinga. Eins og fram hefur komið var Zvonko Buljan leikmaður Njarðvíkur í dag dæmdur í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Niðurstaða nefndarinnar er stjórn KKD UMFN mikil vonbrigði. Stjórn KKD UMFN mótmælti ekki kærunni til aga- og úrskurðarnefndar þegar hún var upphaflega send til félagsins enda áttu gjörðir Buljan sem hann er dæmdur fyrir ekkert erindi við körfuknattleik. Njarðvík harmar þessa hegðun leikmannsins og verður tekið á málinu innanbúðar með viðeigandi hætti. Það er einróma mat stjórnar KKD UMFN að í þessu máli hafi aga- og úrskurðarnefnd farið umtalsvert úr hófi fram við dómskvaðningu sína. Að vísa til reglugerðar um líkamsmeiðingar eða tilrauna til slíks, þegar myndbandsupptakan sýnir glögglega að þarna var á ferðinni óviðeigandi hegðun og tilraun til ögrunar án líkamsmeiðinga, er óhóf af hálfu aga- og úrskurðarnefndar. Síðustu sex ár hafa sex leikmenn á Íslandi verið dæmdir í þriggja leikja bann eða meira. Ástæður hafa verið m.a. „hættuleg framkoma gagnvart dómurum leiksins.“ – „Sérlega grófur leikur eða ofbeldi.“ – „Alvarlega grófur leikur.“ Myndbandið sem farið var vel yfir í Körfuboltakvöldi sýnir að sú var ekki raunin í viðureign KR og Njarðvíkur þann 3. október og því vill stjórn KKD UMFN hvetja stjórn KKÍ sem og aga- og úrskurðarnefnd til þess að endurskoða niðurstöðu sína í málinu.
Hér fyrir neðan er yfirlýsing Njarðvíkinga. Eins og fram hefur komið var Zvonko Buljan leikmaður Njarðvíkur í dag dæmdur í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Niðurstaða nefndarinnar er stjórn KKD UMFN mikil vonbrigði. Stjórn KKD UMFN mótmælti ekki kærunni til aga- og úrskurðarnefndar þegar hún var upphaflega send til félagsins enda áttu gjörðir Buljan sem hann er dæmdur fyrir ekkert erindi við körfuknattleik. Njarðvík harmar þessa hegðun leikmannsins og verður tekið á málinu innanbúðar með viðeigandi hætti. Það er einróma mat stjórnar KKD UMFN að í þessu máli hafi aga- og úrskurðarnefnd farið umtalsvert úr hófi fram við dómskvaðningu sína. Að vísa til reglugerðar um líkamsmeiðingar eða tilrauna til slíks, þegar myndbandsupptakan sýnir glögglega að þarna var á ferðinni óviðeigandi hegðun og tilraun til ögrunar án líkamsmeiðinga, er óhóf af hálfu aga- og úrskurðarnefndar. Síðustu sex ár hafa sex leikmenn á Íslandi verið dæmdir í þriggja leikja bann eða meira. Ástæður hafa verið m.a. „hættuleg framkoma gagnvart dómurum leiksins.“ – „Sérlega grófur leikur eða ofbeldi.“ – „Alvarlega grófur leikur.“ Myndbandið sem farið var vel yfir í Körfuboltakvöldi sýnir að sú var ekki raunin í viðureign KR og Njarðvíkur þann 3. október og því vill stjórn KKD UMFN hvetja stjórn KKÍ sem og aga- og úrskurðarnefnd til þess að endurskoða niðurstöðu sína í málinu.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira