Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata.
Nefndin sem heldur utan um kappræður frambjóðendanna ákvað að kappræðurnar, sem fyrirhugaðar voru 15. október, yrðu að fara fram í netheimum. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar þess að Trump greindist með Covid-19.
Trump segir nú að hann vilji ekki „eyða tímanum“ með því að taka þátt í rafrænum kappræðum sem ákveðið hafi verið að grípa til í þeim tilgangi að „verja“ keppinaut sinn.
Kappræður varaforsetaefnanna Mike Pence og Kamölu Harris fóru fram í nótt, en fyrr í mánuðinum mættust þeir Trump og Biden í kappræðum sem vöktu helst athygli fyrir frammíköll og almenna ringulreið.
Kappræðurnar sem fyrirhugaðar voru 15. október áttu að fara fram í Adrienne Arsht Center for the Performing Arts í Miami.
Áður hafi Trump sagst hlakka til að eiga í öðrum kappræðum við Biden á sviði, en Biden sagðist þó einungis ætla að taka þátt, gæfu læknar grænt ljós.