Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2020 16:20 Ekkert verður af öðrum sjónvarpskappræðum Trump og Biden eftir að forsetinn dró sig úr þeim þegar tilkynnt var að þær færu fram í gegnum fjarfund. AP/Patrick Semansky Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. Þar kallaði forsetinn eftir því að leiðtogar demókratar yrðu sóttir til saka óljósa glæpi. Trump, sem er nú í sóttkví í Hvíta húsinu eftir að hann greindist smitaður af Covid-19 í síðustu viku, hringdi inn í þátt Mariu Bartiromo á Fox News í morgun. Þar helti forsetinn úr skálum reiði sinnar og tilkynnti að hann ætlaði ekki að taka þátt í sjónvarpskappræðum við Joe Biden, frambjóðanda demókrata, í næstu viku vegna þess að þær ættu að fara fram í fjarfundi. Lýsti hann kappræðunum sem „tímasóun“. Í tvígang lýsti forsetinn Harris, sem atti kappi við Mike Pence varaforseta í kappræðum í gærkvöldi, sem „skrímsli“ og í fjórgang sem „kommúnista“ sem engum gæti líkað við. "She's a communist," Trump says of Kamala Harris, adding without a shred of irony that "Biden won't make it two months as president" pic.twitter.com/DpwtPh6NSF— Aaron Rupar (@atrupar) October 8, 2020 Þá ávítti hann Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og William Barr, dómsmálaráðherra, sem eru báðir taldir einhverjir húsbóndahollustu ráðgjafar forsetans fyrir að hafa ekki gengið harðar fram gegn pólitískum andstæðingum sínum. „Bill Barr verður annað hvort minnst sem besta dómsmálaráðherra í sögu landsins eða hans verður minnst sem mjög dapurlegrar, dapurlegrar stöðu,“ sagði Trump um dómsmálaráðherrann sem hann vill að sæki Barack Obama, Joe Biden og Hillary Clinton til saka vegna rannsóknar alríkislögreglunnar FBI á tengslum forsetaframboðs hans við Rússa árið 2016. Vildi forsetinn að Pompeo birti gögn úr utanríkisráðuneytinu um Clinton sem var utanríkisráðherra í fyrri ríkisstjórn Obama. „Þau eru í utanríkisráðuneytinu en Mike Pompeo hefur ekki tekist að ná þeim út, sem er í raun mjög dapurlegt. Ég er ekki ánægður með hann af þeirri ástæðu,“ sagði Trump við Bartiromo. "I'm not happy about him, for that" -- Trump criticizes Pompeo for not finding Hillary's emails pic.twitter.com/xvreo9AtYE— Aaron Rupar (@atrupar) October 8, 2020 Christopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar sem Trump skipaði sjálfur, slapp ekki við reiði forsetans. Hann er Wray reiður fyrir að styðja ekki stoðlausar ásakanir sínar um að stórfelld kosningasvik verði viðhöfð í forsetakosningunum í næsta mánuði. Vildi Trump ekki staðfesta að Wray yrði áfram í embætti næði hann endurkjöri. Telur sig „alls ekkert“ smitandi Trump gerði afar lítið úr veikindum sínum í viðtalinu og gaf misvísandi upplýsingar um meðferðina sem hann hefur fengið. Þannig lýsti hann dexamethasone, sterkum sterum sem hann hefur fengið, sem „ekki sterkum sterum“. Hann sé nú „varla á nokkrum lyfjum“. „Ég held að ég sé alls ekkert smitandi,“ sagði Trump án nokkurs rökstuðnings en hann greindist smitaður af kórónuveirunni fyrir innan við viku. AP-fréttastofan segir að Trump hafi enn verið smitandi þegar hann var útskrifaður af Walter Reed-hersjúkrahúsinu á mánudag. Læknar forsetans hafa ekki veitt neinar nákvæmar upplýsingar um heilsu hans síðan þá. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir að Covid-19-sjúklingar með mild eða hófleg einkenni geti verið smitandi í allt að tíu daga og ættu að halda sig í einangrun á meðan. Til stóð að halda kappræðurnar á milli Trump og Biden á föstudag í næstu viku. Þá hefðu verið liðnar rétt um tvær vikur frá því að Trump smitaðist. Kosningastjóri hans sakaði nefndina sem skipuleggur kappræðurnar um að „halda hlífiskildi“ yfir Biden með því að hætta við að halda þær í persónu. Þess í stað ætlar framboðið að halda kosningafund með stuðningsmönnum forsetans. As Maria Bartiromo tries to end the interview, Trump yells out of nowhere, "why isn't Hillary Clinton being indicted?!" pic.twitter.com/v5RyLcKvsL— Aaron Rupar (@atrupar) October 8, 2020 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Varaforsetinn endursagði lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. Þar kallaði forsetinn eftir því að leiðtogar demókratar yrðu sóttir til saka óljósa glæpi. Trump, sem er nú í sóttkví í Hvíta húsinu eftir að hann greindist smitaður af Covid-19 í síðustu viku, hringdi inn í þátt Mariu Bartiromo á Fox News í morgun. Þar helti forsetinn úr skálum reiði sinnar og tilkynnti að hann ætlaði ekki að taka þátt í sjónvarpskappræðum við Joe Biden, frambjóðanda demókrata, í næstu viku vegna þess að þær ættu að fara fram í fjarfundi. Lýsti hann kappræðunum sem „tímasóun“. Í tvígang lýsti forsetinn Harris, sem atti kappi við Mike Pence varaforseta í kappræðum í gærkvöldi, sem „skrímsli“ og í fjórgang sem „kommúnista“ sem engum gæti líkað við. "She's a communist," Trump says of Kamala Harris, adding without a shred of irony that "Biden won't make it two months as president" pic.twitter.com/DpwtPh6NSF— Aaron Rupar (@atrupar) October 8, 2020 Þá ávítti hann Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og William Barr, dómsmálaráðherra, sem eru báðir taldir einhverjir húsbóndahollustu ráðgjafar forsetans fyrir að hafa ekki gengið harðar fram gegn pólitískum andstæðingum sínum. „Bill Barr verður annað hvort minnst sem besta dómsmálaráðherra í sögu landsins eða hans verður minnst sem mjög dapurlegrar, dapurlegrar stöðu,“ sagði Trump um dómsmálaráðherrann sem hann vill að sæki Barack Obama, Joe Biden og Hillary Clinton til saka vegna rannsóknar alríkislögreglunnar FBI á tengslum forsetaframboðs hans við Rússa árið 2016. Vildi forsetinn að Pompeo birti gögn úr utanríkisráðuneytinu um Clinton sem var utanríkisráðherra í fyrri ríkisstjórn Obama. „Þau eru í utanríkisráðuneytinu en Mike Pompeo hefur ekki tekist að ná þeim út, sem er í raun mjög dapurlegt. Ég er ekki ánægður með hann af þeirri ástæðu,“ sagði Trump við Bartiromo. "I'm not happy about him, for that" -- Trump criticizes Pompeo for not finding Hillary's emails pic.twitter.com/xvreo9AtYE— Aaron Rupar (@atrupar) October 8, 2020 Christopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar sem Trump skipaði sjálfur, slapp ekki við reiði forsetans. Hann er Wray reiður fyrir að styðja ekki stoðlausar ásakanir sínar um að stórfelld kosningasvik verði viðhöfð í forsetakosningunum í næsta mánuði. Vildi Trump ekki staðfesta að Wray yrði áfram í embætti næði hann endurkjöri. Telur sig „alls ekkert“ smitandi Trump gerði afar lítið úr veikindum sínum í viðtalinu og gaf misvísandi upplýsingar um meðferðina sem hann hefur fengið. Þannig lýsti hann dexamethasone, sterkum sterum sem hann hefur fengið, sem „ekki sterkum sterum“. Hann sé nú „varla á nokkrum lyfjum“. „Ég held að ég sé alls ekkert smitandi,“ sagði Trump án nokkurs rökstuðnings en hann greindist smitaður af kórónuveirunni fyrir innan við viku. AP-fréttastofan segir að Trump hafi enn verið smitandi þegar hann var útskrifaður af Walter Reed-hersjúkrahúsinu á mánudag. Læknar forsetans hafa ekki veitt neinar nákvæmar upplýsingar um heilsu hans síðan þá. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir að Covid-19-sjúklingar með mild eða hófleg einkenni geti verið smitandi í allt að tíu daga og ættu að halda sig í einangrun á meðan. Til stóð að halda kappræðurnar á milli Trump og Biden á föstudag í næstu viku. Þá hefðu verið liðnar rétt um tvær vikur frá því að Trump smitaðist. Kosningastjóri hans sakaði nefndina sem skipuleggur kappræðurnar um að „halda hlífiskildi“ yfir Biden með því að hætta við að halda þær í persónu. Þess í stað ætlar framboðið að halda kosningafund með stuðningsmönnum forsetans. As Maria Bartiromo tries to end the interview, Trump yells out of nowhere, "why isn't Hillary Clinton being indicted?!" pic.twitter.com/v5RyLcKvsL— Aaron Rupar (@atrupar) October 8, 2020
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Varaforsetinn endursagði lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Varaforsetinn endursagði lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. 8. október 2020 15:01
Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45
Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48
Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. 7. október 2020 07:00