Kanínur greindust með refavanka í fyrsta sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 17:43 Flest spendýr sem smitast sýna engin einkenni. Vísir/vilhelm Sjúkdómurinn refavanki greindist nýlega í tveimur kanínum með mótefnamælingu í blóði á Dýraspítalanum í Víðidal. Þetta er í fyrsta sinn sem smit af þessari tegund greinist í kanínum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST). MAST vill vekja athygli dýraeigenda og dýralækna á smitunum svo hægt sé að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum og fólk leiti mögulega eftir greiningu á sjúkdómnum ef það á við. Sníkjudýrið sem veldur sjúkdómnum heitir Encephalitozoon cuniculi. Það finnst nú þegar víða um land í villtum dýrum og því verður ekki gripið til neinna aðgerða af hálfu yfirvalda til að reyna að takmarka frekari dreifingu þess. Hér á landi greindist E. cuniculi í refum á níunda áratug síðustu aldar og einnig í minkum og músum. Engin skimun hefur farið fram í kanínum hér á landi, svo umfang smits af þessu tagi í þeim er óþekkt. Samkvæmt reglugerð um tilkynningar- og skráningarskylda sjúkdóma er skylt að tilkynna grun eða staðfestingu á E. cuniculi til Matvælastofnunar. Flest spendýr sem smitast sýna engin einkenni en lítill hluti dýra sem smitast þróa einkenni og þá helst frá taugakerfi, augum og/eða nýrum. Einkenni frá taugakerfi geta verið skekkja á höfuðstöðu, óstöðugleiki, hringganga og óeðlilegar augnhreyfingar. Augneinkenni geta verið hvítur massi í auga, aukinn þrýstingur og/eða sýking (uveitt). Einkenni eru oftast aðeins í öðru auganu og dýrið annars einkennalaust. E. cuniculi einfrumungurinn sækir einnig í nýru og getur valdið bráðri eða langvinnri nýrnabilun. Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sjúkdómurinn refavanki greindist nýlega í tveimur kanínum með mótefnamælingu í blóði á Dýraspítalanum í Víðidal. Þetta er í fyrsta sinn sem smit af þessari tegund greinist í kanínum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST). MAST vill vekja athygli dýraeigenda og dýralækna á smitunum svo hægt sé að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum og fólk leiti mögulega eftir greiningu á sjúkdómnum ef það á við. Sníkjudýrið sem veldur sjúkdómnum heitir Encephalitozoon cuniculi. Það finnst nú þegar víða um land í villtum dýrum og því verður ekki gripið til neinna aðgerða af hálfu yfirvalda til að reyna að takmarka frekari dreifingu þess. Hér á landi greindist E. cuniculi í refum á níunda áratug síðustu aldar og einnig í minkum og músum. Engin skimun hefur farið fram í kanínum hér á landi, svo umfang smits af þessu tagi í þeim er óþekkt. Samkvæmt reglugerð um tilkynningar- og skráningarskylda sjúkdóma er skylt að tilkynna grun eða staðfestingu á E. cuniculi til Matvælastofnunar. Flest spendýr sem smitast sýna engin einkenni en lítill hluti dýra sem smitast þróa einkenni og þá helst frá taugakerfi, augum og/eða nýrum. Einkenni frá taugakerfi geta verið skekkja á höfuðstöðu, óstöðugleiki, hringganga og óeðlilegar augnhreyfingar. Augneinkenni geta verið hvítur massi í auga, aukinn þrýstingur og/eða sýking (uveitt). Einkenni eru oftast aðeins í öðru auganu og dýrið annars einkennalaust. E. cuniculi einfrumungurinn sækir einnig í nýru og getur valdið bráðri eða langvinnri nýrnabilun.
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira