Brann setti heimsmet í að ná inn leikmanni á síðustu stundu: 23:59:59 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 11:01 Það munaði ekki litlu að Sander Svendsen kæmist ekki til norska félagsins Brann frá OB. Getty/Lars Ronbog Norska knattspyrnufélagið Brann tryggði sér nýjan leikmenn rétt fyrir lok félagsskiptagluggans á mánudagskvöldið en það munaði aðeins einni sekúndu að félagsskiptin næðu ekki í gegn. Brann var að ná í Norðmanninn Sander Svendsen heim frá Odense í Danmörku og undir lokin var mikið kapphlaup að ná félagsskiptunum í gegn fyrir lokun gluggans á miðnætti á mánudaginn. Brann sendi öll gögn sem félagið þurfti að senda til norska knattspyrnusambandsins klukkan 23:59:31 og þessi gögn fóru svo til FIFA klukkan 23:59:59 eða einni sekúndu áður en félagaskiptgalugginn lokaði. Ny verdensrekord? https://t.co/1P0l8ZPFqS— Sportsklubben Brann (@skbrann) October 8, 2020 Norska knattspyrnusambandið heldur að Brann hafi þarna sett nýtt heimsmet í að vera á síðustu stundu með að skila inn félagsskiptum. „Það var ekki möguleiki að komast nær lokafrestinum. Norska sambandið segir að við höfum sett heimsmet sem verði ekki bætt,“ sagði Rune Soltvedt, íþróttastjóri hjá Brann í samtali við norska ríkisútvarpið. Brann vissi skiljanlega ekki fyrst hvort þeir hefðu náð gögnunum inn í tíma. „Ég vissi að við hefðum náð þessu,“ sagði Soltvedt. Það kom samt ekki endanleg staðfesting frá FIFA fyrr en í gær. Blaðamaður NRK fékk líka staðfestingu á heimsmetinu hjá norska sambandinu. „Ef þessi félagsskipti hefðu verið kláruð sekúndu síðar þá hefðu félagsskiptin ekki gengið í gegn. Þetta er því met sem er aðeins hægt að jafna,“ sagði Kristian Skjennum hjá norska sambandinu Sander Svendsen hefur spilað með Molde, Hammarby og Odd á ferlinum og nú síðast hjá OB en hann getur spilað margar stöður á vellinum. Brann hefur verið að styrkja sig að undanförnu en íslenski miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson kom til liðsins í síðasta mánuði og þá hefur félagið einnig náð í fleiri leikmenn. Þeir seldu hins vegar markhæsta leikmann sinn, Gilbert Koomson, til tyrkneska félagsins Kasimpasa. Norski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Norska knattspyrnufélagið Brann tryggði sér nýjan leikmenn rétt fyrir lok félagsskiptagluggans á mánudagskvöldið en það munaði aðeins einni sekúndu að félagsskiptin næðu ekki í gegn. Brann var að ná í Norðmanninn Sander Svendsen heim frá Odense í Danmörku og undir lokin var mikið kapphlaup að ná félagsskiptunum í gegn fyrir lokun gluggans á miðnætti á mánudaginn. Brann sendi öll gögn sem félagið þurfti að senda til norska knattspyrnusambandsins klukkan 23:59:31 og þessi gögn fóru svo til FIFA klukkan 23:59:59 eða einni sekúndu áður en félagaskiptgalugginn lokaði. Ny verdensrekord? https://t.co/1P0l8ZPFqS— Sportsklubben Brann (@skbrann) October 8, 2020 Norska knattspyrnusambandið heldur að Brann hafi þarna sett nýtt heimsmet í að vera á síðustu stundu með að skila inn félagsskiptum. „Það var ekki möguleiki að komast nær lokafrestinum. Norska sambandið segir að við höfum sett heimsmet sem verði ekki bætt,“ sagði Rune Soltvedt, íþróttastjóri hjá Brann í samtali við norska ríkisútvarpið. Brann vissi skiljanlega ekki fyrst hvort þeir hefðu náð gögnunum inn í tíma. „Ég vissi að við hefðum náð þessu,“ sagði Soltvedt. Það kom samt ekki endanleg staðfesting frá FIFA fyrr en í gær. Blaðamaður NRK fékk líka staðfestingu á heimsmetinu hjá norska sambandinu. „Ef þessi félagsskipti hefðu verið kláruð sekúndu síðar þá hefðu félagsskiptin ekki gengið í gegn. Þetta er því met sem er aðeins hægt að jafna,“ sagði Kristian Skjennum hjá norska sambandinu Sander Svendsen hefur spilað með Molde, Hammarby og Odd á ferlinum og nú síðast hjá OB en hann getur spilað margar stöður á vellinum. Brann hefur verið að styrkja sig að undanförnu en íslenski miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson kom til liðsins í síðasta mánuði og þá hefur félagið einnig náð í fleiri leikmenn. Þeir seldu hins vegar markhæsta leikmann sinn, Gilbert Koomson, til tyrkneska félagsins Kasimpasa.
Norski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira