Gæti minni loftmengun dregið úr útbreiðslu Covid-19 veirunnar? Anna Tara Andrésdóttir skrifar 9. október 2020 10:30 Covid-19 faraldurinn geisar enn og yfirvöld halda áfram sínu góða starfi að ráða bug á faraldrinum. Eftir því sem tíminn líður og heimsbyggðin heldur áfram að fást við ástandið koma nýjar upplýsingar og rannsóknir fram á sjónarsviðið sem síður ná til almennings en hafa ýmsar áhugaverðar kenningar að geyma. Rannsóknir eru sjaldnast sammála, þó virðast allar þær rannsóknir sem ég komst yfir vera sammála um eitt: Að aukin loftmengun geti leitt til fleiri smita, alvarlegri einkenna og fleiri dauðsfalla af völdum Covid-19, með öðrum orðum sé fylgni þar á milli. Ein möguleg útskýring er að nokkrar Covid-19 veirur geti bundist við loftmengun og fólk því smitast af meira veirumagni í einu en ella. Líkt og útgöngubönn hafa sýnt hjálpar einangrun við að ná tökum á veirunni, þó telja vísindamenn að einangrun sé ekki ein þar að verki heldur að betri loftgæði spili einnig hlutverk, enda dregur útgöngubann og einangrun umtalsvert úr loftmengun. Ef tekið er mið af því, gæti verið að minni mengun ein og sér gæti dregið úr útbreiðslu Covid-19 veirunnar? Læknirinn Zach Bush veltir því fyrir sér hvort Covid-19 veiran geti verið eins konar flutningstæki fyrir loftmengun inn í líkamann. Loftmengunin gæti þannig valdið vefjaskemmdum í ýmsum líffærum vegna súrefnisskorts líkt og við höfum séð. Hann bendir þá sérstaklega á blásýrueitrun því hún hafi mjög svipuð einkenni og Covid-19. Þetta gæti mögulega útskýrt afhverju Covid-19 veiran, sem er öndunarfæraveira, leggi ekki fólk með öndunarfærasjúkdóma í mesta í hættu. Í staðinn eru helstu áhættuhóparnir fólk með háþrýsting, hjarta- og æðavandamál og sykursýki. Auk þess hefur ein stærsta rannsóknin fram að þessu ekki fundið hin hefðbundnu lífsmerki veirusýkinga, engan hita, ekki lækkun á dauffrumum og ekki hækkun á eitilfrumum eins og við væri að búast ef um veirusýkingu væri að ræða. Zach Bush útskýrir enn frekar að fjöldi veira á jörðinni sé um 1031 og því stór meirihluti þeirra sem ógna ekki heilsu okkar. Í raun gegna veirur mjög mikilvægu hlutverki í afkomu mannkynsins. Veirur innsetja sig inn í DNA-ið okkar og uppæra erfðafræðilegar upplýsingar í þeim tilgangi aðlaga mennina betur að umhverfi sínu. Að minnsta kosti 50% af DNA mannkynsins hafa verið uppfærð af veirum, þar á meðal fylgjur óléttra kvenna, því mætti segja að við mennirnir værum ekki á lífi í dag án aðkomu veira. Getur verið að veirur í sjálfu sér sé ekki það sem þurfi að óttast heldur inngrip og lifnaðarhættir mannana sem breyta sambandi okkar við veirurnar? Höfundur er hugsjónarkona og feministi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Covid-19 faraldurinn geisar enn og yfirvöld halda áfram sínu góða starfi að ráða bug á faraldrinum. Eftir því sem tíminn líður og heimsbyggðin heldur áfram að fást við ástandið koma nýjar upplýsingar og rannsóknir fram á sjónarsviðið sem síður ná til almennings en hafa ýmsar áhugaverðar kenningar að geyma. Rannsóknir eru sjaldnast sammála, þó virðast allar þær rannsóknir sem ég komst yfir vera sammála um eitt: Að aukin loftmengun geti leitt til fleiri smita, alvarlegri einkenna og fleiri dauðsfalla af völdum Covid-19, með öðrum orðum sé fylgni þar á milli. Ein möguleg útskýring er að nokkrar Covid-19 veirur geti bundist við loftmengun og fólk því smitast af meira veirumagni í einu en ella. Líkt og útgöngubönn hafa sýnt hjálpar einangrun við að ná tökum á veirunni, þó telja vísindamenn að einangrun sé ekki ein þar að verki heldur að betri loftgæði spili einnig hlutverk, enda dregur útgöngubann og einangrun umtalsvert úr loftmengun. Ef tekið er mið af því, gæti verið að minni mengun ein og sér gæti dregið úr útbreiðslu Covid-19 veirunnar? Læknirinn Zach Bush veltir því fyrir sér hvort Covid-19 veiran geti verið eins konar flutningstæki fyrir loftmengun inn í líkamann. Loftmengunin gæti þannig valdið vefjaskemmdum í ýmsum líffærum vegna súrefnisskorts líkt og við höfum séð. Hann bendir þá sérstaklega á blásýrueitrun því hún hafi mjög svipuð einkenni og Covid-19. Þetta gæti mögulega útskýrt afhverju Covid-19 veiran, sem er öndunarfæraveira, leggi ekki fólk með öndunarfærasjúkdóma í mesta í hættu. Í staðinn eru helstu áhættuhóparnir fólk með háþrýsting, hjarta- og æðavandamál og sykursýki. Auk þess hefur ein stærsta rannsóknin fram að þessu ekki fundið hin hefðbundnu lífsmerki veirusýkinga, engan hita, ekki lækkun á dauffrumum og ekki hækkun á eitilfrumum eins og við væri að búast ef um veirusýkingu væri að ræða. Zach Bush útskýrir enn frekar að fjöldi veira á jörðinni sé um 1031 og því stór meirihluti þeirra sem ógna ekki heilsu okkar. Í raun gegna veirur mjög mikilvægu hlutverki í afkomu mannkynsins. Veirur innsetja sig inn í DNA-ið okkar og uppæra erfðafræðilegar upplýsingar í þeim tilgangi aðlaga mennina betur að umhverfi sínu. Að minnsta kosti 50% af DNA mannkynsins hafa verið uppfærð af veirum, þar á meðal fylgjur óléttra kvenna, því mætti segja að við mennirnir værum ekki á lífi í dag án aðkomu veira. Getur verið að veirur í sjálfu sér sé ekki það sem þurfi að óttast heldur inngrip og lifnaðarhættir mannana sem breyta sambandi okkar við veirurnar? Höfundur er hugsjónarkona og feministi.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun