Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 10:22 Frá bænum Barda í Nagorno-Karabakh. Bærinn hefur orðið fyrir stórskotaliðsárás. EPA/AZIZ KARIMOV Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. Þá hafa yfirvöld í Frakklandi sagt að deiluaðilar í Nagorno-Karabakh stefni á að koma á vopnahléi í dag og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur boðist til að halda friðarviðræður í Moskvu og hafa bæði Armenar og Aserar þáð það. Hundruð hafa fallið í átökunum og hafa báðar fylkingar sakað hina um að gera árásiri á almenna borgara. Áköll Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands eftir vopnahléi hafa hingað til verið hunsaðar. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Héraðið er landlukt svæði á milli ríkjanna sem sem tilheyrir Aserbaídsjan formlega. Því er þó stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Átökin hafa valdið áhyggjum um að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Heimastjórn Nagorno-Karabakh segir að í heildina hafi 376 hermenn heimastjórnarinnar fallið í átökunum. Tugir þúsunda hafa flúið héraðið vegna átakanna sem hafa nú staðið yfir í tæpar tvær vikur. Í frétt France24 var borgin Goris heimsótt en þangað hafa fjölmargir flóttamenn leitað og var rætt við flóttamenn og íbúa. AP fréttaveitan segir að margir íbúar Líbanon af armenskum uppruna fylgist náið með átökunum og einhverjir þeirra segjast tilbúnir til að fara og taka þátt í þeim. Þegar hafi hópur manna farið til Nagorno-Karabakh. Fjölmargir íbúar Líbanon eru af armenskum uppruna og er þar að mestu um að ræða afkomendur fólks sem lifið af þjóðarmorð Ottómana árið 1918 og flúði til Líbanon. Í frétt AP segir að víða megi sjá fána Armeníu á svölum í Beirút. Á sama tíma segja sérfræðingar að Tyrkir hafi sent rúmlega 1.200 sýrlenska málaliða til átakasvæðisins og þar taki þeir þátt í átökunum við hlið Asera. Heimildarmenn AP í Sýrlandi hafa staðfest það og segja að Tyrki ráði menn til að verja olíulindir en flestir þeirra endi þó á víglínunni. Bæði Tyrkir og Aserer neita því að sýrlenskir málaliðar taki þátt í átökunum. Armenía Aserbaídsjan Rússland Líbanon Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Enn átök á milli Armena og Asera Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. 8. október 2020 14:47 Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. Þá hafa yfirvöld í Frakklandi sagt að deiluaðilar í Nagorno-Karabakh stefni á að koma á vopnahléi í dag og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur boðist til að halda friðarviðræður í Moskvu og hafa bæði Armenar og Aserar þáð það. Hundruð hafa fallið í átökunum og hafa báðar fylkingar sakað hina um að gera árásiri á almenna borgara. Áköll Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands eftir vopnahléi hafa hingað til verið hunsaðar. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Héraðið er landlukt svæði á milli ríkjanna sem sem tilheyrir Aserbaídsjan formlega. Því er þó stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Átökin hafa valdið áhyggjum um að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Heimastjórn Nagorno-Karabakh segir að í heildina hafi 376 hermenn heimastjórnarinnar fallið í átökunum. Tugir þúsunda hafa flúið héraðið vegna átakanna sem hafa nú staðið yfir í tæpar tvær vikur. Í frétt France24 var borgin Goris heimsótt en þangað hafa fjölmargir flóttamenn leitað og var rætt við flóttamenn og íbúa. AP fréttaveitan segir að margir íbúar Líbanon af armenskum uppruna fylgist náið með átökunum og einhverjir þeirra segjast tilbúnir til að fara og taka þátt í þeim. Þegar hafi hópur manna farið til Nagorno-Karabakh. Fjölmargir íbúar Líbanon eru af armenskum uppruna og er þar að mestu um að ræða afkomendur fólks sem lifið af þjóðarmorð Ottómana árið 1918 og flúði til Líbanon. Í frétt AP segir að víða megi sjá fána Armeníu á svölum í Beirút. Á sama tíma segja sérfræðingar að Tyrkir hafi sent rúmlega 1.200 sýrlenska málaliða til átakasvæðisins og þar taki þeir þátt í átökunum við hlið Asera. Heimildarmenn AP í Sýrlandi hafa staðfest það og segja að Tyrki ráði menn til að verja olíulindir en flestir þeirra endi þó á víglínunni. Bæði Tyrkir og Aserer neita því að sýrlenskir málaliðar taki þátt í átökunum.
Armenía Aserbaídsjan Rússland Líbanon Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Enn átök á milli Armena og Asera Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. 8. október 2020 14:47 Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Enn átök á milli Armena og Asera Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. 8. október 2020 14:47
Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59
Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59