John Lennon hefði orðið áttræður í dag Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2020 12:05 Feðgarnir John og Sean og Yoko fyrir utan Dakota bygginguna þar sem fjölskyldan bjó í New York. Getty/Vinnie Zuffante/Michael Ochs Archives John Lennon hefði orðið áttræður í dag og er þess minnst með margs konar hætti víða um heim. Sean sonur hans hefur meðal annars birt ábreiðu af einu lagi föður síns á YouTube í tilefni dagsins. Fáir rokktónlistarmenn hafa haft eins mikil pólitísk áhrif og John Lennon sem ýfði svo fjaðrirnar á Nixon Bandaríkjaforseta að hann lét FBI fylgjast náið með honum og hlera síma hans.Getty/Gijsbert Hanekroot John Winston Lennon fæddist í Liverpool hinn 9. október árið 1940 og verður að teljast stofnandi og leiðtogi The Beatles sem lagði heiminn að fótum sér árið 1963. The Beatles er án efa frægasta hljómsveit heims og er enn með söluhæstu hljómsveitum allra tíma. Lennon tók síðar upp ættarnafn eiginikonu sinnar árið 1969 og hét eftir það John Ono Lennon. Áður en Bítlarnir hættu formlega snemma árs 1970 hafði Lennon gefið út þrjár tilraunakenndar plötur með fjöllistakonunni Yoko Ono sem hann kynntist í Lundúnum árið 1966. En fyrsta hefðbundna sólóplatan „John Lennon/Plastic Ono Band" kom út í desember 1969. Eftir það gaf hann út fimm sólóplötur fram til ársins 1975. Ein af síðustu ljósmyndunum sem teknar voru af John áður en hann dó. Þessi mynd af honum og Yoko var tekin 2. nóvember 1980.Getty/Jack Mitchell Það ár fæddist Sean sonur hans og Yoko á afmælisdegi föður síns sem þann sama daga fékk einnig varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum eftir áralanga baráttu við bandarísk stjórnvöld. En Richard Nixon þáverandi forseta var mjög í nöp við Lennon og beitti sér gegn því að hann fengi dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Forsetinn lét Alríkislögregluna fylgjast með ferðum hans og hlera síma hans. Hinn 17. nóvember 1980 gáfu þau hjónin síðan út „Double Fantasy" en nokkrum vikum síðar, hinn 8. desember, var hann myrtur fyrir utan heimili sitt í New York. Fjórum árum síðar gaf Yoko út „Milk and Honey" með upptökum eins og þær voru daginn sem hann var myrtur. En platan átti að koma út snemma árs 1981 sem undanfari tónleikaferðalags hjónanna um Evrópu. Í viðtali við Stöð 2 staðfesti Yoko að þau hafi hugsað sér að fara til borga sem þau hefðu ekki komið til áður og tónleikaferðalagið hafi átt að byrja í Reykjavík. Það skýrir ef til vill þær sterku taugar sem Yoko hefur til Reykjavíkur. Framkvæmdir við Friðarsúluna, Imagine Peace Tower, einstakt listaverk Yoko hófst þegar Lennon hefði orðið 66 ára hinn 9. október árið 2006. Hún var svo vígð á afmælisdegi hans ári síðar og logar árlega fram að dánardegi hans. Hún verður tendruð í Viðey klukkan 21:00 í kvöld og verður streymt beint frá því á Vísi, vef borgarinnar og á vef listaverksins. Vegna kórónuveirufaraldursins verður athöfnin sjálf látlaus. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur stutt ávarp og svo verður tendrað á súlunni í fjórtánda sinn. Sean Lennon fæddist á afmælisdegi föður síns árið 1975 og hefur oft fylgt móður sinni til Íslands.Getty Images/Gustavo Caballero Sean Lennon hefur líka birt ábreiðu á YouTube af lagi föður síns „Isolation", eða einangrun, sem á mjög vel við í kórónufaraldrinum. Þá verður Harpa lýst með bláuum lit í dag til heiðurs Lennon áttræðum. Reykjavík Tónlist Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
John Lennon hefði orðið áttræður í dag og er þess minnst með margs konar hætti víða um heim. Sean sonur hans hefur meðal annars birt ábreiðu af einu lagi föður síns á YouTube í tilefni dagsins. Fáir rokktónlistarmenn hafa haft eins mikil pólitísk áhrif og John Lennon sem ýfði svo fjaðrirnar á Nixon Bandaríkjaforseta að hann lét FBI fylgjast náið með honum og hlera síma hans.Getty/Gijsbert Hanekroot John Winston Lennon fæddist í Liverpool hinn 9. október árið 1940 og verður að teljast stofnandi og leiðtogi The Beatles sem lagði heiminn að fótum sér árið 1963. The Beatles er án efa frægasta hljómsveit heims og er enn með söluhæstu hljómsveitum allra tíma. Lennon tók síðar upp ættarnafn eiginikonu sinnar árið 1969 og hét eftir það John Ono Lennon. Áður en Bítlarnir hættu formlega snemma árs 1970 hafði Lennon gefið út þrjár tilraunakenndar plötur með fjöllistakonunni Yoko Ono sem hann kynntist í Lundúnum árið 1966. En fyrsta hefðbundna sólóplatan „John Lennon/Plastic Ono Band" kom út í desember 1969. Eftir það gaf hann út fimm sólóplötur fram til ársins 1975. Ein af síðustu ljósmyndunum sem teknar voru af John áður en hann dó. Þessi mynd af honum og Yoko var tekin 2. nóvember 1980.Getty/Jack Mitchell Það ár fæddist Sean sonur hans og Yoko á afmælisdegi föður síns sem þann sama daga fékk einnig varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum eftir áralanga baráttu við bandarísk stjórnvöld. En Richard Nixon þáverandi forseta var mjög í nöp við Lennon og beitti sér gegn því að hann fengi dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Forsetinn lét Alríkislögregluna fylgjast með ferðum hans og hlera síma hans. Hinn 17. nóvember 1980 gáfu þau hjónin síðan út „Double Fantasy" en nokkrum vikum síðar, hinn 8. desember, var hann myrtur fyrir utan heimili sitt í New York. Fjórum árum síðar gaf Yoko út „Milk and Honey" með upptökum eins og þær voru daginn sem hann var myrtur. En platan átti að koma út snemma árs 1981 sem undanfari tónleikaferðalags hjónanna um Evrópu. Í viðtali við Stöð 2 staðfesti Yoko að þau hafi hugsað sér að fara til borga sem þau hefðu ekki komið til áður og tónleikaferðalagið hafi átt að byrja í Reykjavík. Það skýrir ef til vill þær sterku taugar sem Yoko hefur til Reykjavíkur. Framkvæmdir við Friðarsúluna, Imagine Peace Tower, einstakt listaverk Yoko hófst þegar Lennon hefði orðið 66 ára hinn 9. október árið 2006. Hún var svo vígð á afmælisdegi hans ári síðar og logar árlega fram að dánardegi hans. Hún verður tendruð í Viðey klukkan 21:00 í kvöld og verður streymt beint frá því á Vísi, vef borgarinnar og á vef listaverksins. Vegna kórónuveirufaraldursins verður athöfnin sjálf látlaus. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur stutt ávarp og svo verður tendrað á súlunni í fjórtánda sinn. Sean Lennon fæddist á afmælisdegi föður síns árið 1975 og hefur oft fylgt móður sinni til Íslands.Getty Images/Gustavo Caballero Sean Lennon hefur líka birt ábreiðu á YouTube af lagi föður síns „Isolation", eða einangrun, sem á mjög vel við í kórónufaraldrinum. Þá verður Harpa lýst með bláuum lit í dag til heiðurs Lennon áttræðum.
Reykjavík Tónlist Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira