Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 17:02 Þungvopnaðir menn hafa verið tíð sjón við þinghús Michigan undanfarna mánuði. EPA/JEFFREY SAUGER Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. Hún var meðvituð um ráðabruggið og þurfti nokkrum sinnum að flytja fjölskylduna vegna mannanna. Þetta kom fram í máli Dana Nessel, ríkissaksóknara Michigan, í viðtali í dag. Whitmer sjálf segir að ekki eigi að kalla menn sem þessa vopnaðar sveitir, eins og iðulega er gert vestanhafs. Það eigi að kalla þá heimaræktaða hryðjuverkamenn. They re not militias. They re domestic terrorists endangering and intimidating their fellow Americans. Words matter.— Governor Gretchen Whitmer (@GovWhitmer) October 9, 2020 Bandaríska alríkislögreglan (FBI) tilkynnti í gær að hún hefði stöðvað téðar fyrirætlanir hópsins. Sex hafa verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Whitmer í sumarhúsi hennar og sjö hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja valdarán í Michigan. Hópurinn virðist tengjast vopnuðum öfgasveitum hægri manna, sem hafi haft uppi hörð mótmæli vegna kórónuveiruaðgerða í ríkinu. Í frétt AP er haft eftir Nessel að ákveðið hafi verið að binda enda á eftirlitið og handtaka mennina þegar þeir ætluðu að fara að kaupa sprengiefni og skiptast búnaði. „Við töldum rétt að grípa inn í áður en einhver léti lífið,“ sagði Nessel. Whitmer gagnrýndi Donald Trump, forseta, í gær og sakaði hann um að ala á sundrung og ofbeldi. Í kjölfar þess gagnrýndi Trump Whitmern á Twitter og sakaði hana meðal annars um vanþakklæti. Hann sagðist fordæma allt ofbeldi Bandaríkjamanna. Whitmer hélt áfram að kenna Trump um ástandið í dag og í viðtali við ABC sagði hún orðræðu hans vera hættulega. Ekki bara fyrir hana heldur aðra embættismenn víðsvegar um Bandaríkin. „Frá því hann kallaði mig „þessa konu í Michigan“, sáum við aukningu í hatorsorðræðu gagnvart mér,“ sagði Whitmer í viðtalinu. Hún sagði að í hvert sinn sem forsetinn hefði tíst um þörf þess að „frelsa Michigan“ og kallað eftir því að hún semdi við þessa sömu menn og voru handteknir, því þeir væru gott fólk, væri hann að ýta undir hryðjuverk. Hún væri ekki eini ríkisstjórinn sem væri að eiga við þetta vandamál. Hún sagði einnig að góð manneskja myndi taka upp símann og spyrja hvernig hún hefði það. „Það gerði Joe Biden. Ég held að það segi okkur allt sem þarf um persónuleika þeirra tveggja sem eru að berjast um að leiða þetta ríki næstu fjögur árin.“ "Even the president last night in his tweet storm won't stop attacking me, and I think that it's creating a very dangerous situation." After foiled kidnapping plot, Michigan Gov. Gretchen Whitmer tells @GStephanopoulos threats against her are 'ongoing.' https://t.co/meMl2ps2dJ pic.twitter.com/QtGx3Vprqp— ABC News (@ABC) October 9, 2020 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. Hún var meðvituð um ráðabruggið og þurfti nokkrum sinnum að flytja fjölskylduna vegna mannanna. Þetta kom fram í máli Dana Nessel, ríkissaksóknara Michigan, í viðtali í dag. Whitmer sjálf segir að ekki eigi að kalla menn sem þessa vopnaðar sveitir, eins og iðulega er gert vestanhafs. Það eigi að kalla þá heimaræktaða hryðjuverkamenn. They re not militias. They re domestic terrorists endangering and intimidating their fellow Americans. Words matter.— Governor Gretchen Whitmer (@GovWhitmer) October 9, 2020 Bandaríska alríkislögreglan (FBI) tilkynnti í gær að hún hefði stöðvað téðar fyrirætlanir hópsins. Sex hafa verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Whitmer í sumarhúsi hennar og sjö hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja valdarán í Michigan. Hópurinn virðist tengjast vopnuðum öfgasveitum hægri manna, sem hafi haft uppi hörð mótmæli vegna kórónuveiruaðgerða í ríkinu. Í frétt AP er haft eftir Nessel að ákveðið hafi verið að binda enda á eftirlitið og handtaka mennina þegar þeir ætluðu að fara að kaupa sprengiefni og skiptast búnaði. „Við töldum rétt að grípa inn í áður en einhver léti lífið,“ sagði Nessel. Whitmer gagnrýndi Donald Trump, forseta, í gær og sakaði hann um að ala á sundrung og ofbeldi. Í kjölfar þess gagnrýndi Trump Whitmern á Twitter og sakaði hana meðal annars um vanþakklæti. Hann sagðist fordæma allt ofbeldi Bandaríkjamanna. Whitmer hélt áfram að kenna Trump um ástandið í dag og í viðtali við ABC sagði hún orðræðu hans vera hættulega. Ekki bara fyrir hana heldur aðra embættismenn víðsvegar um Bandaríkin. „Frá því hann kallaði mig „þessa konu í Michigan“, sáum við aukningu í hatorsorðræðu gagnvart mér,“ sagði Whitmer í viðtalinu. Hún sagði að í hvert sinn sem forsetinn hefði tíst um þörf þess að „frelsa Michigan“ og kallað eftir því að hún semdi við þessa sömu menn og voru handteknir, því þeir væru gott fólk, væri hann að ýta undir hryðjuverk. Hún væri ekki eini ríkisstjórinn sem væri að eiga við þetta vandamál. Hún sagði einnig að góð manneskja myndi taka upp símann og spyrja hvernig hún hefði það. „Það gerði Joe Biden. Ég held að það segi okkur allt sem þarf um persónuleika þeirra tveggja sem eru að berjast um að leiða þetta ríki næstu fjögur árin.“ "Even the president last night in his tweet storm won't stop attacking me, and I think that it's creating a very dangerous situation." After foiled kidnapping plot, Michigan Gov. Gretchen Whitmer tells @GStephanopoulos threats against her are 'ongoing.' https://t.co/meMl2ps2dJ pic.twitter.com/QtGx3Vprqp— ABC News (@ABC) October 9, 2020
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04
Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09
Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49