Ættu að fá mikinn stuðning gegn Íslandi en mæta bullurnar með blysin? Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2020 22:00 Ungverjar köstuðu blysum inn á völlinn í 1-1 jafnteflinu við Íslendinga á EM 2016. Getty Eins og staðan er núna er útlit fyrir að 20 þúsund stuðningsmenn Ungverjalands geti stutt við bakið á sínum mönnum í úrslitaleiknum gegn Íslandi um sæti á EM í fótbolta. Eftir að Ísland sló Rúmeníu út í gær, og Ungverjaland sló Búlgaríu út, er ljóst að liðin mætast í Búdapest 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Sigurliðið í leiknum mun svo einmitt spila tvo leiki í Búdapest í riðlakeppninni á EM, gegn Portúgal og Frakklandi. Núgildandi reglur UEFA kveða á um að selja megi miða í þriðjung sæta á hverjum landsleik þessa dagana. Reglur í hverju landi gilda þó auðvitað fram yfir reglur UEFA, eins og sást á Laugardalsvelli í gær þar sem aðeins 60 stuðningsmenn voru í stúkunni. Hinir svokölluðu „ultras“ stuðningsmenn voru vígalegir á leiknum í Marseille um árið og þurfti mikla öryggisgæslu í kringum þá.Getty Puskás Arena í Búdapest rúmar yfir 67.000 áhorfendur og samkvæmt ungverskum miðlum fara, miðað við núverandi forsendur, 20 þúsund miðar í almenna sölu þegar miðasala hefst eftir hálfan mánuð. Með ólæti og hentu blysum að Hannesi og félögum Síðast þegar Ísland og Ungverjaland mættust voru stuðningsmenn þjóðanna afar áberandi, í Marseille á EM í Frakklandi sumarið 2016. Svartklæddir stuðningsmenn Ungverjalands, svokallaðir „ultras“, fóru þó yfir strikið. Læti í þeim fyrir leik urðu til þess að hægt gekk að koma fólki inn á völlinn, og hópur Íslendinga missti af upphafsmínútunum. Á leiknum sjálfum þurfti svo að gera hlé um stund í seinni hálfleik vegna þess að logandi blysum var kastað í átt að Hannesi Þór Halldórssyni og varnarmönnum íslenska liðsins. Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn, hversu margir sem þeir verða, munu alla vega láta vel í sér heyra á úrslitaleiknum og freista þess að koma sínu liði á EM. Miðað við núgildandi reglur verða hins vegar engir íslenskir stuðningsmenn, þar sem stuðningsmenn gestaliðs eru ekki leyfðir. Dregið var um það í nóvember í fyrra hvaða lið yrði á heimavelli í úrslitaleik umspilsins. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ungverjar mótherjar Íslands í úrslitaleiknum | Lars og lærisveinar úr leik Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um laust sæti á EM 2020. Ungverjar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í kvöld. 8. október 2020 22:58 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 23:00 Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. 8. október 2020 21:08 Gylfi: Held að vinstri löppin sé betri en sú hægri Tveggja marka maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður eftir sigurinn á Rúmeníu. 8. október 2020 21:13 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. 8. október 2020 21:37 Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Eins og staðan er núna er útlit fyrir að 20 þúsund stuðningsmenn Ungverjalands geti stutt við bakið á sínum mönnum í úrslitaleiknum gegn Íslandi um sæti á EM í fótbolta. Eftir að Ísland sló Rúmeníu út í gær, og Ungverjaland sló Búlgaríu út, er ljóst að liðin mætast í Búdapest 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Sigurliðið í leiknum mun svo einmitt spila tvo leiki í Búdapest í riðlakeppninni á EM, gegn Portúgal og Frakklandi. Núgildandi reglur UEFA kveða á um að selja megi miða í þriðjung sæta á hverjum landsleik þessa dagana. Reglur í hverju landi gilda þó auðvitað fram yfir reglur UEFA, eins og sást á Laugardalsvelli í gær þar sem aðeins 60 stuðningsmenn voru í stúkunni. Hinir svokölluðu „ultras“ stuðningsmenn voru vígalegir á leiknum í Marseille um árið og þurfti mikla öryggisgæslu í kringum þá.Getty Puskás Arena í Búdapest rúmar yfir 67.000 áhorfendur og samkvæmt ungverskum miðlum fara, miðað við núverandi forsendur, 20 þúsund miðar í almenna sölu þegar miðasala hefst eftir hálfan mánuð. Með ólæti og hentu blysum að Hannesi og félögum Síðast þegar Ísland og Ungverjaland mættust voru stuðningsmenn þjóðanna afar áberandi, í Marseille á EM í Frakklandi sumarið 2016. Svartklæddir stuðningsmenn Ungverjalands, svokallaðir „ultras“, fóru þó yfir strikið. Læti í þeim fyrir leik urðu til þess að hægt gekk að koma fólki inn á völlinn, og hópur Íslendinga missti af upphafsmínútunum. Á leiknum sjálfum þurfti svo að gera hlé um stund í seinni hálfleik vegna þess að logandi blysum var kastað í átt að Hannesi Þór Halldórssyni og varnarmönnum íslenska liðsins. Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn, hversu margir sem þeir verða, munu alla vega láta vel í sér heyra á úrslitaleiknum og freista þess að koma sínu liði á EM. Miðað við núgildandi reglur verða hins vegar engir íslenskir stuðningsmenn, þar sem stuðningsmenn gestaliðs eru ekki leyfðir. Dregið var um það í nóvember í fyrra hvaða lið yrði á heimavelli í úrslitaleik umspilsins.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ungverjar mótherjar Íslands í úrslitaleiknum | Lars og lærisveinar úr leik Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um laust sæti á EM 2020. Ungverjar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í kvöld. 8. október 2020 22:58 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 23:00 Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. 8. október 2020 21:08 Gylfi: Held að vinstri löppin sé betri en sú hægri Tveggja marka maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður eftir sigurinn á Rúmeníu. 8. október 2020 21:13 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. 8. október 2020 21:37 Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Ungverjar mótherjar Íslands í úrslitaleiknum | Lars og lærisveinar úr leik Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um laust sæti á EM 2020. Ungverjar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í kvöld. 8. október 2020 22:58
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 23:00
Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. 8. október 2020 21:08
Gylfi: Held að vinstri löppin sé betri en sú hægri Tveggja marka maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður eftir sigurinn á Rúmeníu. 8. október 2020 21:13
Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15
Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. 8. október 2020 21:37
Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17