Ættu að fá mikinn stuðning gegn Íslandi en mæta bullurnar með blysin? Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2020 22:00 Ungverjar köstuðu blysum inn á völlinn í 1-1 jafnteflinu við Íslendinga á EM 2016. Getty Eins og staðan er núna er útlit fyrir að 20 þúsund stuðningsmenn Ungverjalands geti stutt við bakið á sínum mönnum í úrslitaleiknum gegn Íslandi um sæti á EM í fótbolta. Eftir að Ísland sló Rúmeníu út í gær, og Ungverjaland sló Búlgaríu út, er ljóst að liðin mætast í Búdapest 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Sigurliðið í leiknum mun svo einmitt spila tvo leiki í Búdapest í riðlakeppninni á EM, gegn Portúgal og Frakklandi. Núgildandi reglur UEFA kveða á um að selja megi miða í þriðjung sæta á hverjum landsleik þessa dagana. Reglur í hverju landi gilda þó auðvitað fram yfir reglur UEFA, eins og sást á Laugardalsvelli í gær þar sem aðeins 60 stuðningsmenn voru í stúkunni. Hinir svokölluðu „ultras“ stuðningsmenn voru vígalegir á leiknum í Marseille um árið og þurfti mikla öryggisgæslu í kringum þá.Getty Puskás Arena í Búdapest rúmar yfir 67.000 áhorfendur og samkvæmt ungverskum miðlum fara, miðað við núverandi forsendur, 20 þúsund miðar í almenna sölu þegar miðasala hefst eftir hálfan mánuð. Með ólæti og hentu blysum að Hannesi og félögum Síðast þegar Ísland og Ungverjaland mættust voru stuðningsmenn þjóðanna afar áberandi, í Marseille á EM í Frakklandi sumarið 2016. Svartklæddir stuðningsmenn Ungverjalands, svokallaðir „ultras“, fóru þó yfir strikið. Læti í þeim fyrir leik urðu til þess að hægt gekk að koma fólki inn á völlinn, og hópur Íslendinga missti af upphafsmínútunum. Á leiknum sjálfum þurfti svo að gera hlé um stund í seinni hálfleik vegna þess að logandi blysum var kastað í átt að Hannesi Þór Halldórssyni og varnarmönnum íslenska liðsins. Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn, hversu margir sem þeir verða, munu alla vega láta vel í sér heyra á úrslitaleiknum og freista þess að koma sínu liði á EM. Miðað við núgildandi reglur verða hins vegar engir íslenskir stuðningsmenn, þar sem stuðningsmenn gestaliðs eru ekki leyfðir. Dregið var um það í nóvember í fyrra hvaða lið yrði á heimavelli í úrslitaleik umspilsins. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ungverjar mótherjar Íslands í úrslitaleiknum | Lars og lærisveinar úr leik Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um laust sæti á EM 2020. Ungverjar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í kvöld. 8. október 2020 22:58 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 23:00 Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. 8. október 2020 21:08 Gylfi: Held að vinstri löppin sé betri en sú hægri Tveggja marka maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður eftir sigurinn á Rúmeníu. 8. október 2020 21:13 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. 8. október 2020 21:37 Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Eins og staðan er núna er útlit fyrir að 20 þúsund stuðningsmenn Ungverjalands geti stutt við bakið á sínum mönnum í úrslitaleiknum gegn Íslandi um sæti á EM í fótbolta. Eftir að Ísland sló Rúmeníu út í gær, og Ungverjaland sló Búlgaríu út, er ljóst að liðin mætast í Búdapest 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Sigurliðið í leiknum mun svo einmitt spila tvo leiki í Búdapest í riðlakeppninni á EM, gegn Portúgal og Frakklandi. Núgildandi reglur UEFA kveða á um að selja megi miða í þriðjung sæta á hverjum landsleik þessa dagana. Reglur í hverju landi gilda þó auðvitað fram yfir reglur UEFA, eins og sást á Laugardalsvelli í gær þar sem aðeins 60 stuðningsmenn voru í stúkunni. Hinir svokölluðu „ultras“ stuðningsmenn voru vígalegir á leiknum í Marseille um árið og þurfti mikla öryggisgæslu í kringum þá.Getty Puskás Arena í Búdapest rúmar yfir 67.000 áhorfendur og samkvæmt ungverskum miðlum fara, miðað við núverandi forsendur, 20 þúsund miðar í almenna sölu þegar miðasala hefst eftir hálfan mánuð. Með ólæti og hentu blysum að Hannesi og félögum Síðast þegar Ísland og Ungverjaland mættust voru stuðningsmenn þjóðanna afar áberandi, í Marseille á EM í Frakklandi sumarið 2016. Svartklæddir stuðningsmenn Ungverjalands, svokallaðir „ultras“, fóru þó yfir strikið. Læti í þeim fyrir leik urðu til þess að hægt gekk að koma fólki inn á völlinn, og hópur Íslendinga missti af upphafsmínútunum. Á leiknum sjálfum þurfti svo að gera hlé um stund í seinni hálfleik vegna þess að logandi blysum var kastað í átt að Hannesi Þór Halldórssyni og varnarmönnum íslenska liðsins. Ljóst er að ungverskir stuðningsmenn, hversu margir sem þeir verða, munu alla vega láta vel í sér heyra á úrslitaleiknum og freista þess að koma sínu liði á EM. Miðað við núgildandi reglur verða hins vegar engir íslenskir stuðningsmenn, þar sem stuðningsmenn gestaliðs eru ekki leyfðir. Dregið var um það í nóvember í fyrra hvaða lið yrði á heimavelli í úrslitaleik umspilsins.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ungverjar mótherjar Íslands í úrslitaleiknum | Lars og lærisveinar úr leik Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um laust sæti á EM 2020. Ungverjar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í kvöld. 8. október 2020 22:58 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 23:00 Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. 8. október 2020 21:08 Gylfi: Held að vinstri löppin sé betri en sú hægri Tveggja marka maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður eftir sigurinn á Rúmeníu. 8. október 2020 21:13 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. 8. október 2020 21:37 Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Ungverjar mótherjar Íslands í úrslitaleiknum | Lars og lærisveinar úr leik Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum um laust sæti á EM 2020. Ungverjar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í kvöld. 8. október 2020 22:58
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 23:00
Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. 8. október 2020 21:08
Gylfi: Held að vinstri löppin sé betri en sú hægri Tveggja marka maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður eftir sigurinn á Rúmeníu. 8. október 2020 21:13
Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15
Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. 8. október 2020 21:37
Kári ekki fótbrotinn Bjartsýni ríkir um að Kári Árnason geti leikið með íslenska landsliðinu gegn því ungverska eftir mánuð. 9. október 2020 16:17