Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2020 07:46 Trump og Biden mættust í kappræðum 29. september síðastliðinn. Þeir munu mætast aftur þann 22. október, í síðasta sinn fyrir kosningar. Mario Tama/Getty Nefndin sem heldur utan um kappræður forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum hefur tilkynnt að fyrirhugaðar netkappræður milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna í forsetakosningunum í nóvember næstkomandi munu ekki fara fram. Fyrirhugað var að demókratinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og repúblikaninn Donald Trump forseti, myndu mætast í rafrænum kappræðum fimmtudaginn 15. október næstkomandi. Ástæðan fyrir því að halda átti kappræðurnar rafrænt er að Trump forseti greindist með Covid-19 í byrjun október. Forsetinn vill ekki „eyða tíma“ Í gær tilkynnti kappræðunefndin að ekkert verði af kappræðunum, þar sem forsetinn neitaði að taka þátt í rafrænum kappræðum. Síðastliðinn fimmtudag sagðist Trump ekki vilja „eyða tíma sínum“ í að taka þátt í rafrænum kappræðum sem ákveðið hafi verið að grípa til með það fyrir augum að „verja“ Biden, sem var tilbúinn að taka þátt í slíkum kappræðum. „Nú er ljóst að ekkert verður af kappræðunum 15. október og mun nefndin nú snúa sér að undirbúningi fyrir síðustu kappræður forsetaframbjóðendanna, sem fyrirhugað er að fari fram 22. október,“ segir í yfirlýsingu sem nefndin sendi frá sér í gær. Kappræðurnar 22. október verða þær síðustu fyrir kosningarnar 3. nóvember og fara fram í Nashville í Tennessee. Trump, sem greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku, hefur þegar sett kosningaviðburði á dagskrá hjá sér. Þar hyggst hann mæta í persónu og ávarpa hóp stuðningsmanna sinna. Ráðgert er að hann haldi ræðu á svölum Hvíta hússins í dag og kosningafund í Flórída á mánudag. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Nefndin sem heldur utan um kappræður forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum hefur tilkynnt að fyrirhugaðar netkappræður milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna í forsetakosningunum í nóvember næstkomandi munu ekki fara fram. Fyrirhugað var að demókratinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og repúblikaninn Donald Trump forseti, myndu mætast í rafrænum kappræðum fimmtudaginn 15. október næstkomandi. Ástæðan fyrir því að halda átti kappræðurnar rafrænt er að Trump forseti greindist með Covid-19 í byrjun október. Forsetinn vill ekki „eyða tíma“ Í gær tilkynnti kappræðunefndin að ekkert verði af kappræðunum, þar sem forsetinn neitaði að taka þátt í rafrænum kappræðum. Síðastliðinn fimmtudag sagðist Trump ekki vilja „eyða tíma sínum“ í að taka þátt í rafrænum kappræðum sem ákveðið hafi verið að grípa til með það fyrir augum að „verja“ Biden, sem var tilbúinn að taka þátt í slíkum kappræðum. „Nú er ljóst að ekkert verður af kappræðunum 15. október og mun nefndin nú snúa sér að undirbúningi fyrir síðustu kappræður forsetaframbjóðendanna, sem fyrirhugað er að fari fram 22. október,“ segir í yfirlýsingu sem nefndin sendi frá sér í gær. Kappræðurnar 22. október verða þær síðustu fyrir kosningarnar 3. nóvember og fara fram í Nashville í Tennessee. Trump, sem greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku, hefur þegar sett kosningaviðburði á dagskrá hjá sér. Þar hyggst hann mæta í persónu og ávarpa hóp stuðningsmanna sinna. Ráðgert er að hann haldi ræðu á svölum Hvíta hússins í dag og kosningafund í Flórída á mánudag.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45
Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48