Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2020 07:46 Trump og Biden mættust í kappræðum 29. september síðastliðinn. Þeir munu mætast aftur þann 22. október, í síðasta sinn fyrir kosningar. Mario Tama/Getty Nefndin sem heldur utan um kappræður forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum hefur tilkynnt að fyrirhugaðar netkappræður milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna í forsetakosningunum í nóvember næstkomandi munu ekki fara fram. Fyrirhugað var að demókratinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og repúblikaninn Donald Trump forseti, myndu mætast í rafrænum kappræðum fimmtudaginn 15. október næstkomandi. Ástæðan fyrir því að halda átti kappræðurnar rafrænt er að Trump forseti greindist með Covid-19 í byrjun október. Forsetinn vill ekki „eyða tíma“ Í gær tilkynnti kappræðunefndin að ekkert verði af kappræðunum, þar sem forsetinn neitaði að taka þátt í rafrænum kappræðum. Síðastliðinn fimmtudag sagðist Trump ekki vilja „eyða tíma sínum“ í að taka þátt í rafrænum kappræðum sem ákveðið hafi verið að grípa til með það fyrir augum að „verja“ Biden, sem var tilbúinn að taka þátt í slíkum kappræðum. „Nú er ljóst að ekkert verður af kappræðunum 15. október og mun nefndin nú snúa sér að undirbúningi fyrir síðustu kappræður forsetaframbjóðendanna, sem fyrirhugað er að fari fram 22. október,“ segir í yfirlýsingu sem nefndin sendi frá sér í gær. Kappræðurnar 22. október verða þær síðustu fyrir kosningarnar 3. nóvember og fara fram í Nashville í Tennessee. Trump, sem greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku, hefur þegar sett kosningaviðburði á dagskrá hjá sér. Þar hyggst hann mæta í persónu og ávarpa hóp stuðningsmanna sinna. Ráðgert er að hann haldi ræðu á svölum Hvíta hússins í dag og kosningafund í Flórída á mánudag. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Nefndin sem heldur utan um kappræður forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum hefur tilkynnt að fyrirhugaðar netkappræður milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna í forsetakosningunum í nóvember næstkomandi munu ekki fara fram. Fyrirhugað var að demókratinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og repúblikaninn Donald Trump forseti, myndu mætast í rafrænum kappræðum fimmtudaginn 15. október næstkomandi. Ástæðan fyrir því að halda átti kappræðurnar rafrænt er að Trump forseti greindist með Covid-19 í byrjun október. Forsetinn vill ekki „eyða tíma“ Í gær tilkynnti kappræðunefndin að ekkert verði af kappræðunum, þar sem forsetinn neitaði að taka þátt í rafrænum kappræðum. Síðastliðinn fimmtudag sagðist Trump ekki vilja „eyða tíma sínum“ í að taka þátt í rafrænum kappræðum sem ákveðið hafi verið að grípa til með það fyrir augum að „verja“ Biden, sem var tilbúinn að taka þátt í slíkum kappræðum. „Nú er ljóst að ekkert verður af kappræðunum 15. október og mun nefndin nú snúa sér að undirbúningi fyrir síðustu kappræður forsetaframbjóðendanna, sem fyrirhugað er að fari fram 22. október,“ segir í yfirlýsingu sem nefndin sendi frá sér í gær. Kappræðurnar 22. október verða þær síðustu fyrir kosningarnar 3. nóvember og fara fram í Nashville í Tennessee. Trump, sem greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku, hefur þegar sett kosningaviðburði á dagskrá hjá sér. Þar hyggst hann mæta í persónu og ávarpa hóp stuðningsmanna sinna. Ráðgert er að hann haldi ræðu á svölum Hvíta hússins í dag og kosningafund í Flórída á mánudag.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45
Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48