Gangandi kvenfélagskonur í Grímsnesi í allan dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. október 2020 12:16 Konurnar tólf, ásamt hundi, sem lögðu af stað Sólheimahringinn í morgun klukkan 09:00. Þær reikna með að ljúka 24 kílómetra göngunni um klukkan 17:00 í dag. Kvenfélagskonur í Grímsnesi eru búnir að vera á gangi í alla morgun og ætla að ganga fram eftir degi en um er að ræða áheitagöngu þar sem þær ganga Sólheimahringinn, sem er tuttugu og fjórir kílómetrar. Félagið fagnaði hundrað ára afmæli á síðasta ári. Allt félagsstarf í kvenfélögum landsins liggur meira og minna niðri vegna Covid – 19 en þá þarf að huga út fyrir boxið eins og kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps hafa gert með því að ganga áheitagöngu úti í dag í góða veðrinu þar sem fjarlægðatakmörk verða virt og sóttvarnir hafðar í fyrirrúmi. Laufey Guðmundsdóttir er „Við ætlum að ganga 24 kílómetra, Sólheimahringinn svokallaða. Við byrjuðum í morgun klukkan níu og erum hérna að fikra okkur áfram hringinn. Við ákváðum að gera þetta því að við getum ekki hagað okkar starfsemi eins og vanalega, við gátum t.d. ekki haldið okkar árlegu Grímsævintýri og þar að leiðandi ekki tombólu og við reiknum ekki með að geta haldið jólabingó. Þetta eru okkar aðal fjáröflunarleiðir og við gefum alltaf alla afkomu til góðra málefna,“ segir Laufey. Laufey Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, sem er yfir sig stolt af konunum í félaginu, sem taka þátt í göngu dagsins.Einkasafn Það sem safnast í áheitagöngu dagsins rennur til „Sjóðsins góða“, sem er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir hver jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. „Við ætlu ekki bara að gefa það sem kemur inn á reikninginn, heldur ætlum við líka að veita ákveðið mótframlag, allt að fimm hundruð þúsundum frá kvenfélaginu sjálfu, þannig að þetta gæti verið ágætis búbót fyrir þá sem minna mega sín,“ bætir Laufey við. Tólf konur og einn hundur taka þátt í göngunni á öllum aldri. Laufey er stolt af sínu félagi og konum, enda ótrúlega vel gert og flott framtak hjá kvenfélaginu. „Já, það er náttúrlega alltaf gott að geta gefið af sér og það veitir manni hamingju og ef ekki í dag, hvenær eigum við að gera það,“ segir Laufey. Þeir sem vilja leggja málefninu lið og heita á konurnar í Grímsnesi geta lagt fram áheit á reikning félagsins, 0152-26-020958 og kennitalan er; 420389-1329 – skýring „áheit“. Kvenfélag Grímsneshrepps var stofnað 24.apríl 1919. Tilgangur félagsins er að efla samúð og samheldni kvenna í Grímsneshreppi. Vinna að menningar og líknarmálum innan sveitar og utan, eftir því sem þörf krefur og geta leyfir.Kvenfélag Grímsneshrepps Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Kvenfélagskonur í Grímsnesi eru búnir að vera á gangi í alla morgun og ætla að ganga fram eftir degi en um er að ræða áheitagöngu þar sem þær ganga Sólheimahringinn, sem er tuttugu og fjórir kílómetrar. Félagið fagnaði hundrað ára afmæli á síðasta ári. Allt félagsstarf í kvenfélögum landsins liggur meira og minna niðri vegna Covid – 19 en þá þarf að huga út fyrir boxið eins og kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps hafa gert með því að ganga áheitagöngu úti í dag í góða veðrinu þar sem fjarlægðatakmörk verða virt og sóttvarnir hafðar í fyrirrúmi. Laufey Guðmundsdóttir er „Við ætlum að ganga 24 kílómetra, Sólheimahringinn svokallaða. Við byrjuðum í morgun klukkan níu og erum hérna að fikra okkur áfram hringinn. Við ákváðum að gera þetta því að við getum ekki hagað okkar starfsemi eins og vanalega, við gátum t.d. ekki haldið okkar árlegu Grímsævintýri og þar að leiðandi ekki tombólu og við reiknum ekki með að geta haldið jólabingó. Þetta eru okkar aðal fjáröflunarleiðir og við gefum alltaf alla afkomu til góðra málefna,“ segir Laufey. Laufey Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, sem er yfir sig stolt af konunum í félaginu, sem taka þátt í göngu dagsins.Einkasafn Það sem safnast í áheitagöngu dagsins rennur til „Sjóðsins góða“, sem er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir hver jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. „Við ætlu ekki bara að gefa það sem kemur inn á reikninginn, heldur ætlum við líka að veita ákveðið mótframlag, allt að fimm hundruð þúsundum frá kvenfélaginu sjálfu, þannig að þetta gæti verið ágætis búbót fyrir þá sem minna mega sín,“ bætir Laufey við. Tólf konur og einn hundur taka þátt í göngunni á öllum aldri. Laufey er stolt af sínu félagi og konum, enda ótrúlega vel gert og flott framtak hjá kvenfélaginu. „Já, það er náttúrlega alltaf gott að geta gefið af sér og það veitir manni hamingju og ef ekki í dag, hvenær eigum við að gera það,“ segir Laufey. Þeir sem vilja leggja málefninu lið og heita á konurnar í Grímsnesi geta lagt fram áheit á reikning félagsins, 0152-26-020958 og kennitalan er; 420389-1329 – skýring „áheit“. Kvenfélag Grímsneshrepps var stofnað 24.apríl 1919. Tilgangur félagsins er að efla samúð og samheldni kvenna í Grímsneshreppi. Vinna að menningar og líknarmálum innan sveitar og utan, eftir því sem þörf krefur og geta leyfir.Kvenfélag Grímsneshrepps
Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira