Versti leiðarinn Unnþór Jónsson skrifar 10. október 2020 17:00 Á undanförnum vikum hafa sóttvarnaraðgerðir yfirvalda verið gagnrýndar í leiðurum Fréttablaðsins. Hefur sú gagnrýni aðallega beinst að aðgerðum á landamærum en einnig að hertum aðgerðum innanlands. Aftur á móti hefur í umræddum leiðurum skort hagnýtar lausnir um hvernig eigi að takast á við heimsfaraldur COVID-19. Í leiðara Harðar Ægissonar ritstjóra Markaðarins föstudaginn 9. október kom loksins tillaga að lausn: Leyfa veirunni að dreifast meðal heilbrigðs fólks og ná þannig hjarðónæmi. Lausnin sótti stoð sína í yfirlýsingu fræðimanna sem ber heitið The Great Barrington Decleration og bendir ritstjórinn á að á þriðja tug fræðimanna auk Nóbelsverðlaunahafa hafi skrifað undir hana. Við þessa meintu lausn og umrædda yfirlýsingu er ýmislegt að athuga. Gjaldþrota jaðarskoðun Fyrir það fyrsta er yfirlýsingin jaðarskoðun meðal sérfræðinga og þannig séð ekki ósvipað skoðunum þeirra loftslagsvísindamanna sem draga hlýnun jarðar í efa eða skoðunum sagnfræðinga sem afneita helförinni. Skoðun er ekki röng fyrir það eitt að vera á jaðrinum en það vekur samt upp ýmsar spurningar. Þar sem hún fer gegn skoðunum yfirgnæfandi meirihluta sérfræðinga þarf að grandskoða hvaða rök og gögn eru færð fram. Fyrir það fyrsta vísar yfirlýsingin ekki í neinar rannsóknir eða aðrar vísindalegar heimildir sem styðja málstað hennar, eins og t.d. um það hvenær hjarðónæmi myndi nást. Flestir sérfræðingar telja það vera í kringum 60-70% þó ekki sé útilokað þröskuldurinn sé eitthvað lægri en það. Augljóst er af mótefnamælingum að langt er í það ástand svo gott sem alls staðar í heiminum, jafnvel í þeim borgum og löndum sem hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á veirunni. Í öðru lagi er ekki skilgreint hverjir teljast vera í áhættuhópi en það skiptir nefnilega máli upp á það hverjir eiga að fara í margra mánaða einangrun og hverjir ekki. Það er því miður flóknara en svo að benda einfaldlega á eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóm, eins og dæmin hafa sýnt fram á. Í þriðja lagi þá er sú áætlun um að vernda áhættuhópa meðan heilbrigt fólk smitast, lítið sem ekkert útfærð. Er það kannski ekki furða enda er það talið vera ógerningur. Fólk í áhættuhópi er nefnilega hluti af samfélaginu en ekki hópur sem býr saman í einhverju úthverfi. Út um allan heim hefur verið lögð áhersla á að vernda viðkvæma hópa en hvergi hefur það heppnast nægilega vel. Í fjórða lagi er skautað fram hjá þeirri óþægilegu staðreynd að markverður hluti þeirra sem sýkjast, hvort sem það er í áhættuhópi eða ekki, glímir og mun glíma við langvarandi afleiðingar veirunnar. Í fimmta lagi er einnig skautað fram hjá þeirri óþægilegu staðreynd að við vitum ekki hvað ónæmi endist lengi, en af nýlegum fregnum um endursmit er í það minnsta víst að sá möguleiki er til staðar. Vísindalegur grundvöllur yfirlýsingarinnar er því miður gjaldþrota. Fölsk tvíhyggja Yfirlýsingin byggir á þeirri fölsku tvíhyggju að viðbrögð við kórónaveirufaraldrinum geti annað hvort falist í viðvarandi ströngum sóttvarnaraðgerðum (e. lockdown) eða að leyfa heilbrigðu fólki að sýkjast svo hægt sé að ná hjarðónæmi áður en bóluefni kemur til sögunnar. Þetta er rangt. Sérfræðingar eru á einu máli um að þessar ströngu sóttvarnaraðgerðir séu ekki nauðsynlegar nema þegar allt er komið í óefni. Vel sé hægt að halda veirunni í skefjum með öflugum, snemmbúnum og fyrirbyggjandi sóttvarnaraðgerðum. Í þeim efnum er fjöldinn allur af fyrirmyndum og þá sérstaklega í löndum Austur-Asíu, eins og t.d. í Suður-Kóreu, Japan og Taívan. Þar hafa víðtækar skimanir, öflugar smitrakningar og mikil notkun andlitsgrímna auk annarra skilvirkra sóttvarna sem borgarar sinna af samfélagslegri ábyrgð komið í veg fyrir fleiri erfiðar bylgjur og hefur daglegt líf raskast mun minna en í vestrænum löndum. Þá má líka horfa okkur nær eins og t.d. til Svíþjóðar, sem þrátt fyrir ýmis afglöp í viðbrögðum sínum hefur tekið langtímaviðhorf í faraldrinun og forðast þannig lokanir og aðrar lamandi sóttvarnaraðgerðir en samt sem áður viðhaft 50 manna samkomutakmarkanir í langan tíma. Jafnvel má segja að viðbrögð hér á landi við svokallaðri annarri bylgju í lok júlí hafi einmitt verið dæmi um það hvernig hægt er að koma í veg fyrir útbreitt samfélagssmit. Sú bylgja fjaraði því miður ekki alfarið út og þriðja bylgjan kom strax í kjölfarið af miklum krafti. Augljóslega voru gerð mistök í aðdraganda hennar en við þurfum að horfast í auga við þá staðreynd og læra af henni í stað þess að gefast upp. Skoðun hverra? Að fara í manninn en ekki boltann er allajafna talið ómálefnalegt. Aftur á móti þegar um jaðarskoðun er að ræða sem varðar jafn alvarlegt mál og heimsfaraldur þá skiptir samhengið málið. Yfirlýsingin er nefnilega runnin undan rifjum American Institute for Economic Research, hægri sinnaðri hugveitu sem hefur lengi haft horn í síðu sóttvarnaraðgerða. Forsvarsmenn yfirlýsingarinnar, þau Sunetra Gupta, Jay Bhattacharya og Martin Kulldorff, hafa tjáð sig oft og mörgum sinnum um kórónaveirufaraldurinn á undanförnum mánuðum undir litlum undirtektum og mikilli gagnrýni kollega sinna. Á sama degi og yfirlýsingin birtist á netinu áttu þremenningarnir fund með Alex Azar, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Bandaríkjanna, og taugalækninum Scott Atlas, ráðgjafa viðbragðsnefndar Hvíta hússins gegn kórónuveirufaraldrinum, en sá síðarnefndi hefur verið talsmaður hinnar umdeildu hjarðónæmisleiðar og margoft birst á Fox sjónvarpsstöðinni til að mæla fyrir þeirri skoðun. Að fundinum loknum tísti Alex Azar um það hvað yfirlýsingin væri mikill stuðningur við stefnu Trump ríkisstjórnarinnar gegn faraldrinum! Stefnu sem hvert óháða og virta vísinda- og læknatímarit á fætur öðru keppist við að fordæma og ganga jafnvel svo langt að hvetja fólk til að kjósa andstæðing hans í komandi forsetakosningum! Stefna sem leiðari Fréttablaðsins hvetur sóttvarnaryfirvöld nú til að taka upp. Þá er rétt að benda á að Nóbelsverðlaunahafarnir sem vísað var til í leiðaranum er að vísu bara einn Nóbelsverðlaunahafi. Það er enginn annar en lífeðlisfræðingurinn Michael Levitt sem hefur gert sig að sorglegu athlægi með kolröngum og stórhættulegum spám um þróun faraldursins. Að gera illt verra Blessunarlega er hvorki vilji hjá stjórnvöldum né almenningi til að fara þá leið sem ritstjórinn leggur til. Afar ólíklegt er að kúvending verði í stefnu sóttvarnaryfirvalda í þessum málum þrátt fyrir að þessar skoðanir séu að fá aukið vægi í þjóðfélagsumræðunni. Það eina sem leiðari Fréttablaðsins áorkar er að fá almenning til að vantreysta sóttvarnaraðgerðum. Slík óeining leiðir til þess að núverandi bylgja gengur enn hægar niður en ella. Það er það síðasta sem við þurfum á að halda á þessari stundu. Vil ég því hvetja ritstjórann til að beita gagnrýnni hugsun á jaðarskoðun sem byggist á óraunhæfri óskhyggju og nota næsta tækifæri til að stappa stálinu í þjóðina í stað þess að gera illt verra. Höfundur er kóviti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hafa sóttvarnaraðgerðir yfirvalda verið gagnrýndar í leiðurum Fréttablaðsins. Hefur sú gagnrýni aðallega beinst að aðgerðum á landamærum en einnig að hertum aðgerðum innanlands. Aftur á móti hefur í umræddum leiðurum skort hagnýtar lausnir um hvernig eigi að takast á við heimsfaraldur COVID-19. Í leiðara Harðar Ægissonar ritstjóra Markaðarins föstudaginn 9. október kom loksins tillaga að lausn: Leyfa veirunni að dreifast meðal heilbrigðs fólks og ná þannig hjarðónæmi. Lausnin sótti stoð sína í yfirlýsingu fræðimanna sem ber heitið The Great Barrington Decleration og bendir ritstjórinn á að á þriðja tug fræðimanna auk Nóbelsverðlaunahafa hafi skrifað undir hana. Við þessa meintu lausn og umrædda yfirlýsingu er ýmislegt að athuga. Gjaldþrota jaðarskoðun Fyrir það fyrsta er yfirlýsingin jaðarskoðun meðal sérfræðinga og þannig séð ekki ósvipað skoðunum þeirra loftslagsvísindamanna sem draga hlýnun jarðar í efa eða skoðunum sagnfræðinga sem afneita helförinni. Skoðun er ekki röng fyrir það eitt að vera á jaðrinum en það vekur samt upp ýmsar spurningar. Þar sem hún fer gegn skoðunum yfirgnæfandi meirihluta sérfræðinga þarf að grandskoða hvaða rök og gögn eru færð fram. Fyrir það fyrsta vísar yfirlýsingin ekki í neinar rannsóknir eða aðrar vísindalegar heimildir sem styðja málstað hennar, eins og t.d. um það hvenær hjarðónæmi myndi nást. Flestir sérfræðingar telja það vera í kringum 60-70% þó ekki sé útilokað þröskuldurinn sé eitthvað lægri en það. Augljóst er af mótefnamælingum að langt er í það ástand svo gott sem alls staðar í heiminum, jafnvel í þeim borgum og löndum sem hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á veirunni. Í öðru lagi er ekki skilgreint hverjir teljast vera í áhættuhópi en það skiptir nefnilega máli upp á það hverjir eiga að fara í margra mánaða einangrun og hverjir ekki. Það er því miður flóknara en svo að benda einfaldlega á eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóm, eins og dæmin hafa sýnt fram á. Í þriðja lagi þá er sú áætlun um að vernda áhættuhópa meðan heilbrigt fólk smitast, lítið sem ekkert útfærð. Er það kannski ekki furða enda er það talið vera ógerningur. Fólk í áhættuhópi er nefnilega hluti af samfélaginu en ekki hópur sem býr saman í einhverju úthverfi. Út um allan heim hefur verið lögð áhersla á að vernda viðkvæma hópa en hvergi hefur það heppnast nægilega vel. Í fjórða lagi er skautað fram hjá þeirri óþægilegu staðreynd að markverður hluti þeirra sem sýkjast, hvort sem það er í áhættuhópi eða ekki, glímir og mun glíma við langvarandi afleiðingar veirunnar. Í fimmta lagi er einnig skautað fram hjá þeirri óþægilegu staðreynd að við vitum ekki hvað ónæmi endist lengi, en af nýlegum fregnum um endursmit er í það minnsta víst að sá möguleiki er til staðar. Vísindalegur grundvöllur yfirlýsingarinnar er því miður gjaldþrota. Fölsk tvíhyggja Yfirlýsingin byggir á þeirri fölsku tvíhyggju að viðbrögð við kórónaveirufaraldrinum geti annað hvort falist í viðvarandi ströngum sóttvarnaraðgerðum (e. lockdown) eða að leyfa heilbrigðu fólki að sýkjast svo hægt sé að ná hjarðónæmi áður en bóluefni kemur til sögunnar. Þetta er rangt. Sérfræðingar eru á einu máli um að þessar ströngu sóttvarnaraðgerðir séu ekki nauðsynlegar nema þegar allt er komið í óefni. Vel sé hægt að halda veirunni í skefjum með öflugum, snemmbúnum og fyrirbyggjandi sóttvarnaraðgerðum. Í þeim efnum er fjöldinn allur af fyrirmyndum og þá sérstaklega í löndum Austur-Asíu, eins og t.d. í Suður-Kóreu, Japan og Taívan. Þar hafa víðtækar skimanir, öflugar smitrakningar og mikil notkun andlitsgrímna auk annarra skilvirkra sóttvarna sem borgarar sinna af samfélagslegri ábyrgð komið í veg fyrir fleiri erfiðar bylgjur og hefur daglegt líf raskast mun minna en í vestrænum löndum. Þá má líka horfa okkur nær eins og t.d. til Svíþjóðar, sem þrátt fyrir ýmis afglöp í viðbrögðum sínum hefur tekið langtímaviðhorf í faraldrinun og forðast þannig lokanir og aðrar lamandi sóttvarnaraðgerðir en samt sem áður viðhaft 50 manna samkomutakmarkanir í langan tíma. Jafnvel má segja að viðbrögð hér á landi við svokallaðri annarri bylgju í lok júlí hafi einmitt verið dæmi um það hvernig hægt er að koma í veg fyrir útbreitt samfélagssmit. Sú bylgja fjaraði því miður ekki alfarið út og þriðja bylgjan kom strax í kjölfarið af miklum krafti. Augljóslega voru gerð mistök í aðdraganda hennar en við þurfum að horfast í auga við þá staðreynd og læra af henni í stað þess að gefast upp. Skoðun hverra? Að fara í manninn en ekki boltann er allajafna talið ómálefnalegt. Aftur á móti þegar um jaðarskoðun er að ræða sem varðar jafn alvarlegt mál og heimsfaraldur þá skiptir samhengið málið. Yfirlýsingin er nefnilega runnin undan rifjum American Institute for Economic Research, hægri sinnaðri hugveitu sem hefur lengi haft horn í síðu sóttvarnaraðgerða. Forsvarsmenn yfirlýsingarinnar, þau Sunetra Gupta, Jay Bhattacharya og Martin Kulldorff, hafa tjáð sig oft og mörgum sinnum um kórónaveirufaraldurinn á undanförnum mánuðum undir litlum undirtektum og mikilli gagnrýni kollega sinna. Á sama degi og yfirlýsingin birtist á netinu áttu þremenningarnir fund með Alex Azar, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Bandaríkjanna, og taugalækninum Scott Atlas, ráðgjafa viðbragðsnefndar Hvíta hússins gegn kórónuveirufaraldrinum, en sá síðarnefndi hefur verið talsmaður hinnar umdeildu hjarðónæmisleiðar og margoft birst á Fox sjónvarpsstöðinni til að mæla fyrir þeirri skoðun. Að fundinum loknum tísti Alex Azar um það hvað yfirlýsingin væri mikill stuðningur við stefnu Trump ríkisstjórnarinnar gegn faraldrinum! Stefnu sem hvert óháða og virta vísinda- og læknatímarit á fætur öðru keppist við að fordæma og ganga jafnvel svo langt að hvetja fólk til að kjósa andstæðing hans í komandi forsetakosningum! Stefna sem leiðari Fréttablaðsins hvetur sóttvarnaryfirvöld nú til að taka upp. Þá er rétt að benda á að Nóbelsverðlaunahafarnir sem vísað var til í leiðaranum er að vísu bara einn Nóbelsverðlaunahafi. Það er enginn annar en lífeðlisfræðingurinn Michael Levitt sem hefur gert sig að sorglegu athlægi með kolröngum og stórhættulegum spám um þróun faraldursins. Að gera illt verra Blessunarlega er hvorki vilji hjá stjórnvöldum né almenningi til að fara þá leið sem ritstjórinn leggur til. Afar ólíklegt er að kúvending verði í stefnu sóttvarnaryfirvalda í þessum málum þrátt fyrir að þessar skoðanir séu að fá aukið vægi í þjóðfélagsumræðunni. Það eina sem leiðari Fréttablaðsins áorkar er að fá almenning til að vantreysta sóttvarnaraðgerðum. Slík óeining leiðir til þess að núverandi bylgja gengur enn hægar niður en ella. Það er það síðasta sem við þurfum á að halda á þessari stundu. Vil ég því hvetja ritstjórann til að beita gagnrýnni hugsun á jaðarskoðun sem byggist á óraunhæfri óskhyggju og nota næsta tækifæri til að stappa stálinu í þjóðina í stað þess að gera illt verra. Höfundur er kóviti.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun