Telur að niðurgreidd hitaveita geti hjálpað í baráttunni við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 09:15 Björn Birnir er prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla. Björn Birnir, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, telur að íslensk stjórnvöld gætu hjálpað Íslendingum í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn með því að niðurgreiða hitaveitu. Þannig gætu Íslendingar haft glugga húsa sinna opna í vetur, til þess að tryggja loftgæði innandyra og draga þannig úr líkum á því að smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í skoðanapistli eftir Björn, sem birtist á Vísi fyrr í dag. Í pistlinum vísar Björn í umfjöllun CNN um hvernig Covid-19 tók að breiðast út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í upphafi september og bendir á að þetta sé sá hluti landsins sem kólnar fyrst með vetrinum. Íbúar svæðisins séu því þeir fyrstu á hverju ári sem taka að kynda hús sín. „Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin,“ skrifar Björn. Hann bendir þá á að í ljós hafi komið að í lokuðum rýmum geti úði eða agnir sem innihalda kórónuveiruna safnast saman og þést þegar loftræsting er ekki góð. Hann bendir þá á að íbúar norðausturríkja Bandaríkjanna, sem náðu í sumar góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar, byrjaðir að kynda hús sín. Samhliða því megi sjá að sýkingaralda á í norðaustri sé í kortunum. Segir hættuna aukast þegar fólk heldur sig inni „Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19.“ Þá bendir Björn á að íslenska ríkið gæti séð tækifæri í því að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár, þar sem líkur séu að sú sýkingaraukning sem nú sést hér á landi sé að einhverju leyti rekjanleg til þess að fólk heldur sig í meira mæli inni við og kyndir meira, nú þegar tekið er að kólna í lofti. Björn segir því að gott ráð sé að „setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00 Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Björn Birnir, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, telur að íslensk stjórnvöld gætu hjálpað Íslendingum í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn með því að niðurgreiða hitaveitu. Þannig gætu Íslendingar haft glugga húsa sinna opna í vetur, til þess að tryggja loftgæði innandyra og draga þannig úr líkum á því að smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í skoðanapistli eftir Björn, sem birtist á Vísi fyrr í dag. Í pistlinum vísar Björn í umfjöllun CNN um hvernig Covid-19 tók að breiðast út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í upphafi september og bendir á að þetta sé sá hluti landsins sem kólnar fyrst með vetrinum. Íbúar svæðisins séu því þeir fyrstu á hverju ári sem taka að kynda hús sín. „Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin,“ skrifar Björn. Hann bendir þá á að í ljós hafi komið að í lokuðum rýmum geti úði eða agnir sem innihalda kórónuveiruna safnast saman og þést þegar loftræsting er ekki góð. Hann bendir þá á að íbúar norðausturríkja Bandaríkjanna, sem náðu í sumar góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar, byrjaðir að kynda hús sín. Samhliða því megi sjá að sýkingaralda á í norðaustri sé í kortunum. Segir hættuna aukast þegar fólk heldur sig inni „Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19.“ Þá bendir Björn á að íslenska ríkið gæti séð tækifæri í því að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár, þar sem líkur séu að sú sýkingaraukning sem nú sést hér á landi sé að einhverju leyti rekjanleg til þess að fólk heldur sig í meira mæli inni við og kyndir meira, nú þegar tekið er að kólna í lofti. Björn segir því að gott ráð sé að „setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00 Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00
Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54