Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 23:00 Dr. Anthony Fauci, er ósáttur við framboð Bandaríkjaforseta. AP/Kevin Dietsch Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna er ósáttur við að orð hans hafi verið notuð í auglýsingu fyrir framboð Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann segir þau hafa verið slitin úr samhengi og að hann hafi ekki samþykkt að taka þátt í henni. Umrædd auglýsing var sett í loftið í síðustu viku og fjallar hún um aðgerðir ríkisstjórnar hans til þess að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Ég get ekki ímyndað mér að einhver gæti verið að gera meira,“ heyrist Fauci segja í auglýsingunni en um er að ræða hljóðbrot úr viðtali sem tekið var við hann í mars síðastliðnum, þar sem hann ræddi almennt um þær aðgerðir sem verið væri að ráðast, og virðist miðað við heildarsamhengi ummælanna aðallega hafa verið að tala um sjálfan sig, en CNN birtir ummælin í heild sinni. Í yfirlýsingu sem Fauci sendi CNN vegna málsins segir hann að á þeim rúmlega fimm áratugum sem hann hafi starfað sem opinber starfsmaður hafi hann aldrei stutt tiltekin framboð eða stjórnmálamenn opinberlega. Segir hann ummælin sem framboð Trumps hafi nýtt sér hafi verið slitin úr samhengi þar sem hann hafi verið að ræða um heildarframlag opinberra starfsmanna gegn kórónuveirufaraldrinum. Þetta hafi verið gert að honum forspurðum og án þess að spyrja leyfis. Framboð Trumps virðist þó vera nokkuð sama um að Fauci sé ósáttur og í svari við fyrirspurn CNN segir Tim Murtaugh, samskiptastjóri framboðsins að einfaldlega sé um að ræða eigin orð Fauci. „Myndbandið er tekið úr viðtali sem birt var á landsvísu í sjónvarpi þar sem Dr. Fauci hrósar starfi ríkisstjórnar Trump. Það sem heyrist er það sem Dr. Fauci sagði,“ segir Murtaugh. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna er ósáttur við að orð hans hafi verið notuð í auglýsingu fyrir framboð Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann segir þau hafa verið slitin úr samhengi og að hann hafi ekki samþykkt að taka þátt í henni. Umrædd auglýsing var sett í loftið í síðustu viku og fjallar hún um aðgerðir ríkisstjórnar hans til þess að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Ég get ekki ímyndað mér að einhver gæti verið að gera meira,“ heyrist Fauci segja í auglýsingunni en um er að ræða hljóðbrot úr viðtali sem tekið var við hann í mars síðastliðnum, þar sem hann ræddi almennt um þær aðgerðir sem verið væri að ráðast, og virðist miðað við heildarsamhengi ummælanna aðallega hafa verið að tala um sjálfan sig, en CNN birtir ummælin í heild sinni. Í yfirlýsingu sem Fauci sendi CNN vegna málsins segir hann að á þeim rúmlega fimm áratugum sem hann hafi starfað sem opinber starfsmaður hafi hann aldrei stutt tiltekin framboð eða stjórnmálamenn opinberlega. Segir hann ummælin sem framboð Trumps hafi nýtt sér hafi verið slitin úr samhengi þar sem hann hafi verið að ræða um heildarframlag opinberra starfsmanna gegn kórónuveirufaraldrinum. Þetta hafi verið gert að honum forspurðum og án þess að spyrja leyfis. Framboð Trumps virðist þó vera nokkuð sama um að Fauci sé ósáttur og í svari við fyrirspurn CNN segir Tim Murtaugh, samskiptastjóri framboðsins að einfaldlega sé um að ræða eigin orð Fauci. „Myndbandið er tekið úr viðtali sem birt var á landsvísu í sjónvarpi þar sem Dr. Fauci hrósar starfi ríkisstjórnar Trump. Það sem heyrist er það sem Dr. Fauci sagði,“ segir Murtaugh.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira