Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 12. október 2020 07:58 Amy Coney Barrett tekur við tilnefningu Trumps forseta á dögunum. Athöfnin var í Rósagarðinum í Hvíta húsinu og hefur verið harðlega gagnrýnd í ljósi þess að svo virðist sem hluti gestanna hafi smitast af kórónuveirunni en litlar sem engar tilraunir voru gerðar til að hafa smitvarnir í lagi á samkomunni. Jabin Botsford/ Getty Images Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. Viðtölin við hana eiga að taka fjóra daga og ef hún telst hæf mun hún taka sætið sem losnaði við andlát Ruth Bader Ginsburg á dögunum. Deilur hafa staðið um útnefningu Barrett, en demókratar vilja meina að allt of skammur tími sé til kosninga og því ekki við hæfi að Trump forseti tilnefni dómarann. Þessu eru repúblikanar ósammála og þar sem þeir eru með meirihluta í öldungadeildinni eins og stendur eru allar líkur á því að Barrett verði hæstaréttardómari. Barrett þykir íhaldssöm og verði hún útnefnd verða íhaldsmenn sex í réttinum en frjálslyndari dómarar verða þrír. Barrett, sem er fjörutíu og átta ára gömul er þriðji hæstaréttardómarinn sem Trump útnefnir á þeim fjórum árum sem hann hefur setið í Hvíta húsinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að í ávarpi sem Barrett mun flytja fyrir nefndinni muni hún þakka forsetanum auðsýndan heiður og fara yfir sína sýn á embættið. Hún var aðstoðarkona Antonin Scalia hæstaréttardómara á sínum tíma og búist er við að hún muni gera hans sýn að sinni, en Scalia var frægur fyrir að leggja áherslu á að dómarar skuli einungis dæma eftir bókstafnum, en ekki eftir eigin tilfinningum eða skoðunum. Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. Viðtölin við hana eiga að taka fjóra daga og ef hún telst hæf mun hún taka sætið sem losnaði við andlát Ruth Bader Ginsburg á dögunum. Deilur hafa staðið um útnefningu Barrett, en demókratar vilja meina að allt of skammur tími sé til kosninga og því ekki við hæfi að Trump forseti tilnefni dómarann. Þessu eru repúblikanar ósammála og þar sem þeir eru með meirihluta í öldungadeildinni eins og stendur eru allar líkur á því að Barrett verði hæstaréttardómari. Barrett þykir íhaldssöm og verði hún útnefnd verða íhaldsmenn sex í réttinum en frjálslyndari dómarar verða þrír. Barrett, sem er fjörutíu og átta ára gömul er þriðji hæstaréttardómarinn sem Trump útnefnir á þeim fjórum árum sem hann hefur setið í Hvíta húsinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að í ávarpi sem Barrett mun flytja fyrir nefndinni muni hún þakka forsetanum auðsýndan heiður og fara yfir sína sýn á embættið. Hún var aðstoðarkona Antonin Scalia hæstaréttardómara á sínum tíma og búist er við að hún muni gera hans sýn að sinni, en Scalia var frægur fyrir að leggja áherslu á að dómarar skuli einungis dæma eftir bókstafnum, en ekki eftir eigin tilfinningum eða skoðunum.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira