Fátækum neitað um réttlæti Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 12. október 2020 09:00 „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.“ Þetta sagði Alþingiskonan Katrín Jakobsdóttir í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra 13. september 2017, skömmu fyrir síðustu þingkosningar. „Núverandi áætlanir þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr gera ráð fyrir því að öryrkjar og aldraðir eigi að halda áfram að hokra og búa við skammarleg kjör,“ hélt þingkonan áfram. Tíu vikum síðar varð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórnin tók við mjög góðu búi – staða ríkissjóðs var sterk, skuldir lágar og hagvöxtur mikill. Það var því ekki að ástæðulausu að öryrkjar bundu miklar vonir við hinn nýja forsætisráðherra. Var biðin eftir réttlæti loks á enda? Myndi félagshyggjukonan Katrín Jakobsdóttir standa við stóru orðin? Svikin loforð Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur olli öryrkjum gríðarlegum vonbrigðum. Meðan ríkissjóður var rekinn með 48 milljarða króna afgangi sáust í frumvarpinu engin merki um efndir á fögrum fyrirheitum þingkonunnar Katrínar Jakobsdóttur um réttlæti fyrir fátækt fólk. Í stað þess að nýta hina sterku stöðu ríkissjóðs í þágu réttlætis fyrir fátækt fólk lagði Katrín fram nákvæmlega sömu áætlun og hún gagnrýndi réttilega fyrr um haustið. Enn mátti fátækt fólk bíða eftir réttlæti. Síðan þá hefur bilið milli örorkulífeyris og lágmarkslauna haldið áfram að breikka. Í síðustu viku lagði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fram sitt fjórða og síðasta fjárlagafrumvarp á kjörtímabilinu. Verði það samþykkt óbreytt verður óskertur lífeyrir almannatrygginga orðinn 86 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun á næsta ári. Ráðstöfunartekjur öryrkja verða 233 þúsund krónur á mánuði. Katrín hefur fjórum sinnum fengið tækifæri til að binda enda á bið öryrkja eftir réttlæti. Fjórum sinnum hefur hún valið að gera það ekki. Viðbrögð öryrkja við fjárlagafrumvarpinu eru sár vonbrigði – fjórða árið í röð. Stjórn Þroskahjálpar segir að „verði frumvarpið og áætlunin samþykkt óbreytt af Alþingi þýðir það að örorkulífeyrisþegar dragast enn meira aftur úr hvað lífskjör varðar og eru dæmdir til áframhaldandi fátæktar.“Öryrkjabandalagið lýsir sömuleiðis yfir „gríðarlegum vonbrigðum með að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætli öryrkjum áfram að treysta á matargjafir til að lifa af.“ Sorgleg arfleifð „Þegar þetta fátæka fólk er beðið um að bíða eftir réttlætinu er verið að neita því um réttlæti,“ sagði þingkonan Katrín Jakobsdóttir í fyrrnefndri ræðu á Alþingi 13. september 2017. Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
„Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.“ Þetta sagði Alþingiskonan Katrín Jakobsdóttir í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra 13. september 2017, skömmu fyrir síðustu þingkosningar. „Núverandi áætlanir þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr gera ráð fyrir því að öryrkjar og aldraðir eigi að halda áfram að hokra og búa við skammarleg kjör,“ hélt þingkonan áfram. Tíu vikum síðar varð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórnin tók við mjög góðu búi – staða ríkissjóðs var sterk, skuldir lágar og hagvöxtur mikill. Það var því ekki að ástæðulausu að öryrkjar bundu miklar vonir við hinn nýja forsætisráðherra. Var biðin eftir réttlæti loks á enda? Myndi félagshyggjukonan Katrín Jakobsdóttir standa við stóru orðin? Svikin loforð Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur olli öryrkjum gríðarlegum vonbrigðum. Meðan ríkissjóður var rekinn með 48 milljarða króna afgangi sáust í frumvarpinu engin merki um efndir á fögrum fyrirheitum þingkonunnar Katrínar Jakobsdóttur um réttlæti fyrir fátækt fólk. Í stað þess að nýta hina sterku stöðu ríkissjóðs í þágu réttlætis fyrir fátækt fólk lagði Katrín fram nákvæmlega sömu áætlun og hún gagnrýndi réttilega fyrr um haustið. Enn mátti fátækt fólk bíða eftir réttlæti. Síðan þá hefur bilið milli örorkulífeyris og lágmarkslauna haldið áfram að breikka. Í síðustu viku lagði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fram sitt fjórða og síðasta fjárlagafrumvarp á kjörtímabilinu. Verði það samþykkt óbreytt verður óskertur lífeyrir almannatrygginga orðinn 86 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun á næsta ári. Ráðstöfunartekjur öryrkja verða 233 þúsund krónur á mánuði. Katrín hefur fjórum sinnum fengið tækifæri til að binda enda á bið öryrkja eftir réttlæti. Fjórum sinnum hefur hún valið að gera það ekki. Viðbrögð öryrkja við fjárlagafrumvarpinu eru sár vonbrigði – fjórða árið í röð. Stjórn Þroskahjálpar segir að „verði frumvarpið og áætlunin samþykkt óbreytt af Alþingi þýðir það að örorkulífeyrisþegar dragast enn meira aftur úr hvað lífskjör varðar og eru dæmdir til áframhaldandi fátæktar.“Öryrkjabandalagið lýsir sömuleiðis yfir „gríðarlegum vonbrigðum með að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætli öryrkjum áfram að treysta á matargjafir til að lifa af.“ Sorgleg arfleifð „Þegar þetta fátæka fólk er beðið um að bíða eftir réttlætinu er verið að neita því um réttlæti,“ sagði þingkonan Katrín Jakobsdóttir í fyrrnefndri ræðu á Alþingi 13. september 2017. Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. Höfundur er jafnaðarmaður.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun