Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2020 16:00 Breiðablik verður Íslandsmeistari verði mótið blásið af en Valur á enn veika von ef að mótið verður klárað. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. Þetta kemur fram í könnun á vegum leikmannasamtaka Íslands þar sem spurningar voru lagðar fyrir leikmenn í Pepsi Max deildum karla og kvenna. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir í samtali við RÚV í dag að enn sé stefnt að því að klára alla leiki á keppnistímabilinu, utanhúss, enda sé enn einn og hálfur mánuður til stefnu. Keppni væri vanalega lokið Snúin staða er uppi í íslenskum fótbolta vegna kórónuveirufaraldursins. Hlé var gert á allri keppni í síðustu viku fram til 19. október, í samræmi við tilmæli sóttvarnayfirvalda gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Vanalega hefði Íslandsmótinu lokið um síðustu mánaðamót en enn eru fjórar umferðir eftir í Pepsi Max deild karla og tvær umferðir í Pepsi Max deild kvenna, auk stöku frestaðra leikja frá því fyrr á leiktíðinni. Breiðablik fær Evrópusæti ef ekki verður spilað meira á leiktíðinni en gæti annars þurft að berjast áfram fyrir því.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikmenn úr öllum liðum í Pepsi Max-deildunum svöruðu könnuninni, alls 197 karlar og 177 konur. Hjá konunum vildu 59% þeirra sem afstöðu tóku að KSÍ myndi stöðva keppni og mótinu væri lokið. Alls svöruðu 47,5% kvenna því játandi, þriðjungur neitandi en 19,2% voru hlutlaus. Hjá körlunum vilja fleiri en færri halda keppni áfram. Alls kváðust 36% vilja blása keppni af, 43,7% vildu halda áfram en 20,3% tóku ekki afstöðu. Samtals voru því 41,4% á því að blása mótið af, 38,8% á móti því en 19,8% hlutlaus. Meirihluti, eða 59,6%, kvaðst óttast að þurfa að fara í sóttkví eða einangrun, og um það bil sama hlutfall kvaðst óttast að fá Covid 19 eða 61%. Samkvæmt reglugerð KSÍ vegna faraldursins, sem samþykkt var í sumar, hafa nógu margir leikir verið spilaðir til að mótið telji. Í reglugerðinni segir að ekki verði spilað lengur en til 1. desember, og að verði ekki öllum leikjum lokið skuli lokastaða liða ráðast af meðalfjölda stiga í spiluðum leikjum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. Þetta kemur fram í könnun á vegum leikmannasamtaka Íslands þar sem spurningar voru lagðar fyrir leikmenn í Pepsi Max deildum karla og kvenna. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir í samtali við RÚV í dag að enn sé stefnt að því að klára alla leiki á keppnistímabilinu, utanhúss, enda sé enn einn og hálfur mánuður til stefnu. Keppni væri vanalega lokið Snúin staða er uppi í íslenskum fótbolta vegna kórónuveirufaraldursins. Hlé var gert á allri keppni í síðustu viku fram til 19. október, í samræmi við tilmæli sóttvarnayfirvalda gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Vanalega hefði Íslandsmótinu lokið um síðustu mánaðamót en enn eru fjórar umferðir eftir í Pepsi Max deild karla og tvær umferðir í Pepsi Max deild kvenna, auk stöku frestaðra leikja frá því fyrr á leiktíðinni. Breiðablik fær Evrópusæti ef ekki verður spilað meira á leiktíðinni en gæti annars þurft að berjast áfram fyrir því.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikmenn úr öllum liðum í Pepsi Max-deildunum svöruðu könnuninni, alls 197 karlar og 177 konur. Hjá konunum vildu 59% þeirra sem afstöðu tóku að KSÍ myndi stöðva keppni og mótinu væri lokið. Alls svöruðu 47,5% kvenna því játandi, þriðjungur neitandi en 19,2% voru hlutlaus. Hjá körlunum vilja fleiri en færri halda keppni áfram. Alls kváðust 36% vilja blása keppni af, 43,7% vildu halda áfram en 20,3% tóku ekki afstöðu. Samtals voru því 41,4% á því að blása mótið af, 38,8% á móti því en 19,8% hlutlaus. Meirihluti, eða 59,6%, kvaðst óttast að þurfa að fara í sóttkví eða einangrun, og um það bil sama hlutfall kvaðst óttast að fá Covid 19 eða 61%. Samkvæmt reglugerð KSÍ vegna faraldursins, sem samþykkt var í sumar, hafa nógu margir leikir verið spilaðir til að mótið telji. Í reglugerðinni segir að ekki verði spilað lengur en til 1. desember, og að verði ekki öllum leikjum lokið skuli lokastaða liða ráðast af meðalfjölda stiga í spiluðum leikjum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira